Viðskipti innlent

Hiti enn í hagkerfinu á þessu ári

Frá morgunverðarfundi greiningardeildar Kaupþings.
Frá morgunverðarfundi greiningardeildar Kaupþings. Mynd/GVA

Hagvöxturinn á þessu ári verður drifinn áfram af viðsnúningi í viðskiptum við útlönd vegna aukins útflutnings á áli. Þetta kom fram á morgunverðarfundi, sem greiningardeild Kaupþings efndi til í morgun um stöðu krónunnar og horfur í efnahagsmálum á þessu ári. Kaupþing segir þjóðarútgjöld minnka minna en fyrri spár gerðu ráð fyrir vegna lækkana á matvælaskatti og tekjuskatti einstaklinga á árinu.

Í skýrslu greiningardeildarinnar kemur m.a. fram að þegar yfirstandandi stóriðjuframkvæmdum lýkur munu það leiða til minni samdráttar í fjárfestingum á árinu. Flest bendi því til þess að nægt eldsneyti sé enn til staðar til þess að halda hita á hagkerfinu út árið 2007 og jafnvel lengur, að sögn greiningardeildar bankans.

Skýrsla greiningardeildar Kaupþings um horfur í efnahagsmálum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×