Heyrnleysingjaskólinn - helvíti á jörð 13. janúar 2007 18:51 Skóli heyrnarlausra var helvíti á jörð, segir rúmlega fertugur heyrnarskertur maður sem var ítrekað misnotaður af samnemendum sínum. Maðurinn sem við ræddum við í dag - en vildi ekki koma fram undir nafni barna sinna vegna - var fæddur heyrandi. Hann missti heyrn fjögurra ára gamall eftir heilahimnubólgu. Foreldrar hans bjuggu á landsbyggðinni og fimm ára flytur hann suður í gamla skólann fyrir heyrnarlausa í Stakkholti. Hann var um sex ára gamall þegar honum var nauðgað í fyrsta skipti upp á efstu hæð í herbergi sínu í Stakkholti. Hann segist muna það eins og hefði gerst í gær þegar fimm krakkar drógu hann inn í herbergi, læstu og einn jafnaldri hans, 6 ára gamall, tók sér stöðu fyrir aftan hann og nauðgaði honum. Hinir krakkarnir fylgdust aðgerðarlausir með. "Þetta var ótrúlega mikið sjokk. Ég brotnaði algjörlega niður." Hann segist hafa verið hræddur alla daga og pissað undir frá því þetta gerðist og fram til tólf ára. Og sagði engum frá. "Ég gat það ekki. Ég treysti engum." Heldur ekki starfsmönnum sem hann segir hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. Einn kennarinn hafi haft til siðs að toga hann upp á hárinu þegar hann skildi ekki hvað hann sagði. Honum var nauðgað eða hann beittur kynferðislegu ofbeldi um tíu sinnum frá sex ára aldri og fram til tólf ára af samnemendum sínum. En ekki síður andlegu. Níu ára gamall var hann dreginn af fjórum árum eldri samnemendum sínum, stráki og stelpu inn í herbergi. Þau læstu og neyddu hann til að horfa á samfarir þeirra. Strákurinn hótaði honum því að skera úr honum tunguna segði hann frá. Tólf ára gamall fór hann í skóla fyrir heyrandi og segir að þá fyrst líf hans byrjað. Og þá hætti hann að pissa undir. En það eru ekki nema tvö ár síðan hann gat sagt foreldrum sínum frá því sem hann mátti þola í æsku. Æsku - sem hann segir - að hafi verið rænd frá honum og haft skelfileg áhrif á líf hans. Árum saman misnotaði hann áfengi og þrisvar reyndi hann sjálfsmorð. "Allt var ónýtt". Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Skóli heyrnarlausra var helvíti á jörð, segir rúmlega fertugur heyrnarskertur maður sem var ítrekað misnotaður af samnemendum sínum. Maðurinn sem við ræddum við í dag - en vildi ekki koma fram undir nafni barna sinna vegna - var fæddur heyrandi. Hann missti heyrn fjögurra ára gamall eftir heilahimnubólgu. Foreldrar hans bjuggu á landsbyggðinni og fimm ára flytur hann suður í gamla skólann fyrir heyrnarlausa í Stakkholti. Hann var um sex ára gamall þegar honum var nauðgað í fyrsta skipti upp á efstu hæð í herbergi sínu í Stakkholti. Hann segist muna það eins og hefði gerst í gær þegar fimm krakkar drógu hann inn í herbergi, læstu og einn jafnaldri hans, 6 ára gamall, tók sér stöðu fyrir aftan hann og nauðgaði honum. Hinir krakkarnir fylgdust aðgerðarlausir með. "Þetta var ótrúlega mikið sjokk. Ég brotnaði algjörlega niður." Hann segist hafa verið hræddur alla daga og pissað undir frá því þetta gerðist og fram til tólf ára. Og sagði engum frá. "Ég gat það ekki. Ég treysti engum." Heldur ekki starfsmönnum sem hann segir hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. Einn kennarinn hafi haft til siðs að toga hann upp á hárinu þegar hann skildi ekki hvað hann sagði. Honum var nauðgað eða hann beittur kynferðislegu ofbeldi um tíu sinnum frá sex ára aldri og fram til tólf ára af samnemendum sínum. En ekki síður andlegu. Níu ára gamall var hann dreginn af fjórum árum eldri samnemendum sínum, stráki og stelpu inn í herbergi. Þau læstu og neyddu hann til að horfa á samfarir þeirra. Strákurinn hótaði honum því að skera úr honum tunguna segði hann frá. Tólf ára gamall fór hann í skóla fyrir heyrandi og segir að þá fyrst líf hans byrjað. Og þá hætti hann að pissa undir. En það eru ekki nema tvö ár síðan hann gat sagt foreldrum sínum frá því sem hann mátti þola í æsku. Æsku - sem hann segir - að hafi verið rænd frá honum og haft skelfileg áhrif á líf hans. Árum saman misnotaði hann áfengi og þrisvar reyndi hann sjálfsmorð. "Allt var ónýtt".
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira