Háskólinn stefnir hátt 12. janúar 2007 23:36 Háskóli Íslands er á þröskuldi þess að komast á lista yfir 500 bestu háskóla í heimi og verður kominn þangað innan fárra ára. Miklu lengra er þar til skólinn mun eiga möguleika á að komast í hóp þeirra hundrað bestu, eins og rektor hefur gert að markmiði sínu. Myndskeiðið er viðtal við Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumann rannsóknarþjónustu HÍ, sem Svavar Halldórsson fréttamaður tók. Fjölmargar úttektir, listar og samantektir eru til um gæði háskóla og æðri menntunnar, en einna mest er þó vísað til svokallaðs Shanghæ-lista. Samkvæmt honum eru nokkrir þættir sem taka þarf tillit til við gæðamatið og vægi þessara þátta er mismikið. Kennslan er til dæmis metin eftir því hversu margir Nóbels- eða Fields-stærðfræðiverðlaunahafar hafa gengið í viðkomandi skóla. Einnig skiptir miklu máli hversu margir verðlaunahafar kenna eða stunda þar rannsóknir og líka hversu mikið er vísað til þeirra í verkum annara fræðimanna. Þá eru birtar greinar í hinum þekktu vísindaritunum Nature og Science talinn mikilvægur mælikvarði á grósku rannsókna. Sem og auðvitað allar aðrar ritrýndar greinar og bækur. Loks telur stærð háskólanna að nokkru. Aðeins þrjú lönd ná skólum inn á topp 20 listann og eins og sést eru bandarískir háskólar í algjörum sérflokki. 17 af 20 bestu háskólunum eru bandarískir. En hver skyldi síðan vera allra besti háskóli í heimi? Jú, Harvard háskóli í Bandaríkjunum er bestur og Cambridge á Englandi er í öðru sæti en flestir skólarnir sem á eftir koma samkvæmt Sjanghæ-röðuninni eru vestan hafs þótt hinn fornfrægi Oxford háskóli nái reyndar tíunda sætinu. Þótt Háskóli Íslands stefni nú ekki alveg svona hátt hefur Kristín Ingólfsdóttir rektor lýst þeirri stefnu að skólinn komist í hóp hundrað bestu háskóla í heimi og er samningur þeirra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur frá í gær hugsaður sem skref í þá átt. Hér er svo hægt að nálgast listann yfir bestu háskóla í heimi. Fréttir Innlent Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Háskóli Íslands er á þröskuldi þess að komast á lista yfir 500 bestu háskóla í heimi og verður kominn þangað innan fárra ára. Miklu lengra er þar til skólinn mun eiga möguleika á að komast í hóp þeirra hundrað bestu, eins og rektor hefur gert að markmiði sínu. Myndskeiðið er viðtal við Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumann rannsóknarþjónustu HÍ, sem Svavar Halldórsson fréttamaður tók. Fjölmargar úttektir, listar og samantektir eru til um gæði háskóla og æðri menntunnar, en einna mest er þó vísað til svokallaðs Shanghæ-lista. Samkvæmt honum eru nokkrir þættir sem taka þarf tillit til við gæðamatið og vægi þessara þátta er mismikið. Kennslan er til dæmis metin eftir því hversu margir Nóbels- eða Fields-stærðfræðiverðlaunahafar hafa gengið í viðkomandi skóla. Einnig skiptir miklu máli hversu margir verðlaunahafar kenna eða stunda þar rannsóknir og líka hversu mikið er vísað til þeirra í verkum annara fræðimanna. Þá eru birtar greinar í hinum þekktu vísindaritunum Nature og Science talinn mikilvægur mælikvarði á grósku rannsókna. Sem og auðvitað allar aðrar ritrýndar greinar og bækur. Loks telur stærð háskólanna að nokkru. Aðeins þrjú lönd ná skólum inn á topp 20 listann og eins og sést eru bandarískir háskólar í algjörum sérflokki. 17 af 20 bestu háskólunum eru bandarískir. En hver skyldi síðan vera allra besti háskóli í heimi? Jú, Harvard háskóli í Bandaríkjunum er bestur og Cambridge á Englandi er í öðru sæti en flestir skólarnir sem á eftir koma samkvæmt Sjanghæ-röðuninni eru vestan hafs þótt hinn fornfrægi Oxford háskóli nái reyndar tíunda sætinu. Þótt Háskóli Íslands stefni nú ekki alveg svona hátt hefur Kristín Ingólfsdóttir rektor lýst þeirri stefnu að skólinn komist í hóp hundrað bestu háskóla í heimi og er samningur þeirra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur frá í gær hugsaður sem skref í þá átt. Hér er svo hægt að nálgast listann yfir bestu háskóla í heimi.
Fréttir Innlent Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira