Áhætta í evrulaunum 8. janúar 2007 18:30 Launþegar taka mikla áhættu með því að þiggja laun í evrum, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hann telur hverfandi líkur á að evran laumi sér bakdyramegin inn í íslenskt efnahagslíf. Hún verði aldrei tekin upp nema um það ríki pólitísk sátt. Ýmsir hafa tjáð sig um evruna síðustu daga eftir að fréttir bárust af því að ýmis fyrirtæki gera upp í evrum og fleiri eru að íhuga það, meðal annars Kaupþing. Þá greiðir Marel hluta af sínum launum í evrum. Æðstu menn Framsóknar virðast ekki sammála um hvort evran er í sjónmáli eður ei en aðalhagfræðingur Seðlabankans segir allt tal um rothögg orðum aukið og þeir hagfræðingar sem fréttastofa ræddi við í dag voru sammála um að verið væri að gera úlfalda úr mýflugu. "Áhrif á íslenska peningamálastefnu munu helgast nokkuð af því hvort bankarnir munu halda áfram að lána í íslenskum krónum," segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og á ekki von á öðru en þeir geri það. "Og vegna þess að allur þorri íslenskra einstaklinga og smærri fyrirtækja eru með sínar tekjur í krónum og allar skuldbindingar í krónum væri mjög óskynsamlegt fyrir þau að vera með mjög stóran hluta í öðrum gjaldmiðli en krónum." Því verður peningamálastefnan áfram virk, segir Arnór, og efast um að stór hluti launa verði greiddur í evrum. "Einfaldlega vegna þess að með því væru launþegar að taka gríðarlega áhættu ef að verðlag er áfram í krónum." Til að slíkt yrði að veruleika þyrfti víðtækt samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og allra helstu kaupmanna um að taka upp evru. Og stjórnvalda því lagasetningu þyrfti til að breyta því að skuldir heimilanna eru í íslenskum krónum. Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Launþegar taka mikla áhættu með því að þiggja laun í evrum, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hann telur hverfandi líkur á að evran laumi sér bakdyramegin inn í íslenskt efnahagslíf. Hún verði aldrei tekin upp nema um það ríki pólitísk sátt. Ýmsir hafa tjáð sig um evruna síðustu daga eftir að fréttir bárust af því að ýmis fyrirtæki gera upp í evrum og fleiri eru að íhuga það, meðal annars Kaupþing. Þá greiðir Marel hluta af sínum launum í evrum. Æðstu menn Framsóknar virðast ekki sammála um hvort evran er í sjónmáli eður ei en aðalhagfræðingur Seðlabankans segir allt tal um rothögg orðum aukið og þeir hagfræðingar sem fréttastofa ræddi við í dag voru sammála um að verið væri að gera úlfalda úr mýflugu. "Áhrif á íslenska peningamálastefnu munu helgast nokkuð af því hvort bankarnir munu halda áfram að lána í íslenskum krónum," segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og á ekki von á öðru en þeir geri það. "Og vegna þess að allur þorri íslenskra einstaklinga og smærri fyrirtækja eru með sínar tekjur í krónum og allar skuldbindingar í krónum væri mjög óskynsamlegt fyrir þau að vera með mjög stóran hluta í öðrum gjaldmiðli en krónum." Því verður peningamálastefnan áfram virk, segir Arnór, og efast um að stór hluti launa verði greiddur í evrum. "Einfaldlega vegna þess að með því væru launþegar að taka gríðarlega áhættu ef að verðlag er áfram í krónum." Til að slíkt yrði að veruleika þyrfti víðtækt samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og allra helstu kaupmanna um að taka upp evru. Og stjórnvalda því lagasetningu þyrfti til að breyta því að skuldir heimilanna eru í íslenskum krónum.
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira