Dæmd fyrir fíkniefnasmygl í pósti og vörslu fíkniefna 5. janúar 2007 15:26 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins og hálfs árs fangelsi og konu í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla inn bæði amfetamíni og kókaíni til landsins með póstsendingum og ýmis önnur brot.Fólkið var auk þess sakfellt fyrir vörslu fíkniefna, þar af karlmaðurinn fyrir að hafa í fórum sínum 2,7 kíló af hassi og ríflega þrjú hundruð grömm af amfetamíni. Karlmaðurinn var auk þess sakfelldur fyrir hylmingu með því að geyma þýfi í húsakynnum sínum.Ákæra í málinu var í þremur liðum. Sá fyrsti sneri aðeins að manninum en lögregla fann við húsleit hjá honum í júní 2005 rúm 300 grömm af amfetamíni, rúm 2,7 kíló af hassi auk e-pillna og marijúana. Þá fannst auk þess töluvert af þýfi hjá manninum.Karlinn og konan voru hins vegar bæði ákærð fyrir að hafa reynt að flytja inn rúmt hálft kíló af amfetamíni í þremur umslögum til lands í maí og júní í fyrra og fyrir að reyna að smygla 52,69 grömmum af kókaíni og 25,87 grömmum af hassi frá Spáni sem komið var fyrir í sex umslögum og send hingað til lands í september. Misnotaði konan sér aðstöðu sína sem starfsmaður Íslandspósts en hún átti að fjarlægja bréfin við flokkun á vinnustað sínum.Þriðji ákæruliðurinn sneri einnig að þeim báðum fyrir að hafa haft fíkniefni í vörslu sinni á heimili og í bíl þegar þau voru handtekin þann 19. október. Við ákvörðun refsingar fyrir karlmanninn var litið til þess að hann hafði í fórum sínum samkvæmt fyrsta ákærulið talsvert magn fíkniefna en efnið var þó ekki af miklum styrkleika. Var litið svo á að hann hefði átt frumkvæði að innflutningi fíkniefnanna með pósti og var hann því dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem hann sætti undir rannsókn málsins.Við ákvörðun refsingar fyrir konuna var hins vegar horft til þess að hún hefði skýrt og skilmerkilega sagt frá þætti sínum og mannsins í málinu. Þá yrði við það miðað að maðurinn hefði fengið hana til að taka þátt í innflutningnum. Til refsiþyngingar vó hins vegar að hún nýtti sér aðstöðu sína hjá Íslandspósti við framningu brotanna. Var hún því dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómsmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins og hálfs árs fangelsi og konu í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla inn bæði amfetamíni og kókaíni til landsins með póstsendingum og ýmis önnur brot.Fólkið var auk þess sakfellt fyrir vörslu fíkniefna, þar af karlmaðurinn fyrir að hafa í fórum sínum 2,7 kíló af hassi og ríflega þrjú hundruð grömm af amfetamíni. Karlmaðurinn var auk þess sakfelldur fyrir hylmingu með því að geyma þýfi í húsakynnum sínum.Ákæra í málinu var í þremur liðum. Sá fyrsti sneri aðeins að manninum en lögregla fann við húsleit hjá honum í júní 2005 rúm 300 grömm af amfetamíni, rúm 2,7 kíló af hassi auk e-pillna og marijúana. Þá fannst auk þess töluvert af þýfi hjá manninum.Karlinn og konan voru hins vegar bæði ákærð fyrir að hafa reynt að flytja inn rúmt hálft kíló af amfetamíni í þremur umslögum til lands í maí og júní í fyrra og fyrir að reyna að smygla 52,69 grömmum af kókaíni og 25,87 grömmum af hassi frá Spáni sem komið var fyrir í sex umslögum og send hingað til lands í september. Misnotaði konan sér aðstöðu sína sem starfsmaður Íslandspósts en hún átti að fjarlægja bréfin við flokkun á vinnustað sínum.Þriðji ákæruliðurinn sneri einnig að þeim báðum fyrir að hafa haft fíkniefni í vörslu sinni á heimili og í bíl þegar þau voru handtekin þann 19. október. Við ákvörðun refsingar fyrir karlmanninn var litið til þess að hann hafði í fórum sínum samkvæmt fyrsta ákærulið talsvert magn fíkniefna en efnið var þó ekki af miklum styrkleika. Var litið svo á að hann hefði átt frumkvæði að innflutningi fíkniefnanna með pósti og var hann því dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem hann sætti undir rannsókn málsins.Við ákvörðun refsingar fyrir konuna var hins vegar horft til þess að hún hefði skýrt og skilmerkilega sagt frá þætti sínum og mannsins í málinu. Þá yrði við það miðað að maðurinn hefði fengið hana til að taka þátt í innflutningnum. Til refsiþyngingar vó hins vegar að hún nýtti sér aðstöðu sína hjá Íslandspósti við framningu brotanna. Var hún því dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Dómsmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira