Kveikt var í skotköku inni í blæjubifreið á Selfossi í morgun með þeim afleiðingum að bíllinn skemmdist nokkuð. Það var íbúið á Fossheiði á Selfossi sem varð var við skothvelli og þegar hann gætti nánar að kom í ljós að þeir komu frá athafnasvæði Bílamálunar Agnars í Gagnheiði. Var þar á ferðinni skotkaka sem komið hafði verið fyrir inn í BMW-bifreið með fyrrgreindum afleiðingum.
Lögregla á Selfossi segir ekki vitað hver var þarna að verki en biður þá sem orðið hafa varir við umferð eða mannaferðir í Gagnaheiði eða við eða í nágrenni hringtorgsins á Eyravegi við Fossheiði að hafa samband í síma 480 1010.