Í "neðanjarðarbyrgi" um áramótin 1. janúar 2007 18:16 Maður slasaðist alvarlega á höndum af völdum flugelda um áramótin, sem annars gengu yfirleitt friðsamlega í garð. Landsmenn heilsuðu nýju ári með óvenju mikilli sprengigleði og flugeldasala jókst um tuttugu prósent frá því í fyrra en mengun af völdum flugelda sprengdi mælistaðla í höfuðborginni. Hjón á níræðisaldri útbjuggu loftvarnarbyrgi á baðherberginu til að losna við ágang hávaða og mengunar.Landsmenn fögnuðu nýju ári á hefðbundinn hátt og sprengdu flugelda sem aldrei fyrr. Yfir tuttugu prósent aukning var á sölu flugelda hjá Landsbjörgu. Himininn var sums staðar upptendraður í marga klukkutíma og hlaust óvenjumikil svifryksmengun af enda óvenju stillt veður. Á mælum Heilbrigðisstofu í höfuðborginni sprengdi mengunin skalann. Heilsuverndarmörk liggja við 50 míkrógrömm á rúmmetar á sólarhring, en á tímabili í gærkvöldi og fram undir morgun fór mælirinn langt yfir 500. Á slysadeild var mikill erill og segir Hörður Ólafsson deildarlæknir á slysadeild að ofbeldi og líkamsárásir hafi verið áberandi og mikið um ölvun. Hins vegar var minna um flugeldaslys en oft áður.Fjórir leituðu til slysadeildar vegna áverka af völdum flugelda, allir með mismikil meiðsl á höndum. Einn þeirra var alvarlega slasaður á hendi og þurfti að kalla út skurðlækni til að gera að sárum hans. Tveir ungir menn liggja á barnadeild með brunasár í andliti og einn fékk flugelda í auga og gekkst undir aðgerð í dag, hann mun halda sjón.Þrátt fyrir að blessuð börnin kætist yfirleitt yfir ljósadýrð flugeldanna er hópur fólks sem ekki er sáttur við hávaðann. Guðrún Gísladóttir og Bergur Bjarnason búa í Kirkjulundi í Garðabæ. Hávaðinn af völdum flugelda var þeim óbærilegur og Guðrún fékk engar upplýsingar hjá Neyðarlínunni um hversu lengi lætin gætu staðið yfir. Hún bjóst við að þurfa á sjúkrabíl að halda til að flytja þau burtu.Guðrún segir að glumið hafi í gluggum og hvergi hafi verið frið að fá. Það var þá sem hjónin ákváðu að koma sér fyrir á stólum í baðherberginu, eina gluggalausa herberginu í íbúðinni sem varð að einhvers konar neðanjarðarbirgi um nokkurra klukkustunda skeið.Guðrún segist hafa verið hrædd og að mengunin hafi verið svo mikil að hún hafi varla getað dregið andann. Hún hafi aldrei upplifað annað eins, ekki nema í sjónvarpi þar sem háð er alvöru stríð.Geir Jón Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að það væri breyting á því hvernig íslendingar fögnuðu áramótunum, nú væri gamlárskvöld meiri fjölskylduhátíð en áður. Fréttir Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Maður slasaðist alvarlega á höndum af völdum flugelda um áramótin, sem annars gengu yfirleitt friðsamlega í garð. Landsmenn heilsuðu nýju ári með óvenju mikilli sprengigleði og flugeldasala jókst um tuttugu prósent frá því í fyrra en mengun af völdum flugelda sprengdi mælistaðla í höfuðborginni. Hjón á níræðisaldri útbjuggu loftvarnarbyrgi á baðherberginu til að losna við ágang hávaða og mengunar.Landsmenn fögnuðu nýju ári á hefðbundinn hátt og sprengdu flugelda sem aldrei fyrr. Yfir tuttugu prósent aukning var á sölu flugelda hjá Landsbjörgu. Himininn var sums staðar upptendraður í marga klukkutíma og hlaust óvenjumikil svifryksmengun af enda óvenju stillt veður. Á mælum Heilbrigðisstofu í höfuðborginni sprengdi mengunin skalann. Heilsuverndarmörk liggja við 50 míkrógrömm á rúmmetar á sólarhring, en á tímabili í gærkvöldi og fram undir morgun fór mælirinn langt yfir 500. Á slysadeild var mikill erill og segir Hörður Ólafsson deildarlæknir á slysadeild að ofbeldi og líkamsárásir hafi verið áberandi og mikið um ölvun. Hins vegar var minna um flugeldaslys en oft áður.Fjórir leituðu til slysadeildar vegna áverka af völdum flugelda, allir með mismikil meiðsl á höndum. Einn þeirra var alvarlega slasaður á hendi og þurfti að kalla út skurðlækni til að gera að sárum hans. Tveir ungir menn liggja á barnadeild með brunasár í andliti og einn fékk flugelda í auga og gekkst undir aðgerð í dag, hann mun halda sjón.Þrátt fyrir að blessuð börnin kætist yfirleitt yfir ljósadýrð flugeldanna er hópur fólks sem ekki er sáttur við hávaðann. Guðrún Gísladóttir og Bergur Bjarnason búa í Kirkjulundi í Garðabæ. Hávaðinn af völdum flugelda var þeim óbærilegur og Guðrún fékk engar upplýsingar hjá Neyðarlínunni um hversu lengi lætin gætu staðið yfir. Hún bjóst við að þurfa á sjúkrabíl að halda til að flytja þau burtu.Guðrún segir að glumið hafi í gluggum og hvergi hafi verið frið að fá. Það var þá sem hjónin ákváðu að koma sér fyrir á stólum í baðherberginu, eina gluggalausa herberginu í íbúðinni sem varð að einhvers konar neðanjarðarbirgi um nokkurra klukkustunda skeið.Guðrún segist hafa verið hrædd og að mengunin hafi verið svo mikil að hún hafi varla getað dregið andann. Hún hafi aldrei upplifað annað eins, ekki nema í sjónvarpi þar sem háð er alvöru stríð.Geir Jón Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að það væri breyting á því hvernig íslendingar fögnuðu áramótunum, nú væri gamlárskvöld meiri fjölskylduhátíð en áður.
Fréttir Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira