Í "neðanjarðarbyrgi" um áramótin 1. janúar 2007 18:16 Maður slasaðist alvarlega á höndum af völdum flugelda um áramótin, sem annars gengu yfirleitt friðsamlega í garð. Landsmenn heilsuðu nýju ári með óvenju mikilli sprengigleði og flugeldasala jókst um tuttugu prósent frá því í fyrra en mengun af völdum flugelda sprengdi mælistaðla í höfuðborginni. Hjón á níræðisaldri útbjuggu loftvarnarbyrgi á baðherberginu til að losna við ágang hávaða og mengunar.Landsmenn fögnuðu nýju ári á hefðbundinn hátt og sprengdu flugelda sem aldrei fyrr. Yfir tuttugu prósent aukning var á sölu flugelda hjá Landsbjörgu. Himininn var sums staðar upptendraður í marga klukkutíma og hlaust óvenjumikil svifryksmengun af enda óvenju stillt veður. Á mælum Heilbrigðisstofu í höfuðborginni sprengdi mengunin skalann. Heilsuverndarmörk liggja við 50 míkrógrömm á rúmmetar á sólarhring, en á tímabili í gærkvöldi og fram undir morgun fór mælirinn langt yfir 500. Á slysadeild var mikill erill og segir Hörður Ólafsson deildarlæknir á slysadeild að ofbeldi og líkamsárásir hafi verið áberandi og mikið um ölvun. Hins vegar var minna um flugeldaslys en oft áður.Fjórir leituðu til slysadeildar vegna áverka af völdum flugelda, allir með mismikil meiðsl á höndum. Einn þeirra var alvarlega slasaður á hendi og þurfti að kalla út skurðlækni til að gera að sárum hans. Tveir ungir menn liggja á barnadeild með brunasár í andliti og einn fékk flugelda í auga og gekkst undir aðgerð í dag, hann mun halda sjón.Þrátt fyrir að blessuð börnin kætist yfirleitt yfir ljósadýrð flugeldanna er hópur fólks sem ekki er sáttur við hávaðann. Guðrún Gísladóttir og Bergur Bjarnason búa í Kirkjulundi í Garðabæ. Hávaðinn af völdum flugelda var þeim óbærilegur og Guðrún fékk engar upplýsingar hjá Neyðarlínunni um hversu lengi lætin gætu staðið yfir. Hún bjóst við að þurfa á sjúkrabíl að halda til að flytja þau burtu.Guðrún segir að glumið hafi í gluggum og hvergi hafi verið frið að fá. Það var þá sem hjónin ákváðu að koma sér fyrir á stólum í baðherberginu, eina gluggalausa herberginu í íbúðinni sem varð að einhvers konar neðanjarðarbirgi um nokkurra klukkustunda skeið.Guðrún segist hafa verið hrædd og að mengunin hafi verið svo mikil að hún hafi varla getað dregið andann. Hún hafi aldrei upplifað annað eins, ekki nema í sjónvarpi þar sem háð er alvöru stríð.Geir Jón Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að það væri breyting á því hvernig íslendingar fögnuðu áramótunum, nú væri gamlárskvöld meiri fjölskylduhátíð en áður. Fréttir Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Maður slasaðist alvarlega á höndum af völdum flugelda um áramótin, sem annars gengu yfirleitt friðsamlega í garð. Landsmenn heilsuðu nýju ári með óvenju mikilli sprengigleði og flugeldasala jókst um tuttugu prósent frá því í fyrra en mengun af völdum flugelda sprengdi mælistaðla í höfuðborginni. Hjón á níræðisaldri útbjuggu loftvarnarbyrgi á baðherberginu til að losna við ágang hávaða og mengunar.Landsmenn fögnuðu nýju ári á hefðbundinn hátt og sprengdu flugelda sem aldrei fyrr. Yfir tuttugu prósent aukning var á sölu flugelda hjá Landsbjörgu. Himininn var sums staðar upptendraður í marga klukkutíma og hlaust óvenjumikil svifryksmengun af enda óvenju stillt veður. Á mælum Heilbrigðisstofu í höfuðborginni sprengdi mengunin skalann. Heilsuverndarmörk liggja við 50 míkrógrömm á rúmmetar á sólarhring, en á tímabili í gærkvöldi og fram undir morgun fór mælirinn langt yfir 500. Á slysadeild var mikill erill og segir Hörður Ólafsson deildarlæknir á slysadeild að ofbeldi og líkamsárásir hafi verið áberandi og mikið um ölvun. Hins vegar var minna um flugeldaslys en oft áður.Fjórir leituðu til slysadeildar vegna áverka af völdum flugelda, allir með mismikil meiðsl á höndum. Einn þeirra var alvarlega slasaður á hendi og þurfti að kalla út skurðlækni til að gera að sárum hans. Tveir ungir menn liggja á barnadeild með brunasár í andliti og einn fékk flugelda í auga og gekkst undir aðgerð í dag, hann mun halda sjón.Þrátt fyrir að blessuð börnin kætist yfirleitt yfir ljósadýrð flugeldanna er hópur fólks sem ekki er sáttur við hávaðann. Guðrún Gísladóttir og Bergur Bjarnason búa í Kirkjulundi í Garðabæ. Hávaðinn af völdum flugelda var þeim óbærilegur og Guðrún fékk engar upplýsingar hjá Neyðarlínunni um hversu lengi lætin gætu staðið yfir. Hún bjóst við að þurfa á sjúkrabíl að halda til að flytja þau burtu.Guðrún segir að glumið hafi í gluggum og hvergi hafi verið frið að fá. Það var þá sem hjónin ákváðu að koma sér fyrir á stólum í baðherberginu, eina gluggalausa herberginu í íbúðinni sem varð að einhvers konar neðanjarðarbirgi um nokkurra klukkustunda skeið.Guðrún segist hafa verið hrædd og að mengunin hafi verið svo mikil að hún hafi varla getað dregið andann. Hún hafi aldrei upplifað annað eins, ekki nema í sjónvarpi þar sem háð er alvöru stríð.Geir Jón Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að það væri breyting á því hvernig íslendingar fögnuðu áramótunum, nú væri gamlárskvöld meiri fjölskylduhátíð en áður.
Fréttir Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira