Í "neðanjarðarbyrgi" um áramótin 1. janúar 2007 18:16 Maður slasaðist alvarlega á höndum af völdum flugelda um áramótin, sem annars gengu yfirleitt friðsamlega í garð. Landsmenn heilsuðu nýju ári með óvenju mikilli sprengigleði og flugeldasala jókst um tuttugu prósent frá því í fyrra en mengun af völdum flugelda sprengdi mælistaðla í höfuðborginni. Hjón á níræðisaldri útbjuggu loftvarnarbyrgi á baðherberginu til að losna við ágang hávaða og mengunar.Landsmenn fögnuðu nýju ári á hefðbundinn hátt og sprengdu flugelda sem aldrei fyrr. Yfir tuttugu prósent aukning var á sölu flugelda hjá Landsbjörgu. Himininn var sums staðar upptendraður í marga klukkutíma og hlaust óvenjumikil svifryksmengun af enda óvenju stillt veður. Á mælum Heilbrigðisstofu í höfuðborginni sprengdi mengunin skalann. Heilsuverndarmörk liggja við 50 míkrógrömm á rúmmetar á sólarhring, en á tímabili í gærkvöldi og fram undir morgun fór mælirinn langt yfir 500. Á slysadeild var mikill erill og segir Hörður Ólafsson deildarlæknir á slysadeild að ofbeldi og líkamsárásir hafi verið áberandi og mikið um ölvun. Hins vegar var minna um flugeldaslys en oft áður.Fjórir leituðu til slysadeildar vegna áverka af völdum flugelda, allir með mismikil meiðsl á höndum. Einn þeirra var alvarlega slasaður á hendi og þurfti að kalla út skurðlækni til að gera að sárum hans. Tveir ungir menn liggja á barnadeild með brunasár í andliti og einn fékk flugelda í auga og gekkst undir aðgerð í dag, hann mun halda sjón.Þrátt fyrir að blessuð börnin kætist yfirleitt yfir ljósadýrð flugeldanna er hópur fólks sem ekki er sáttur við hávaðann. Guðrún Gísladóttir og Bergur Bjarnason búa í Kirkjulundi í Garðabæ. Hávaðinn af völdum flugelda var þeim óbærilegur og Guðrún fékk engar upplýsingar hjá Neyðarlínunni um hversu lengi lætin gætu staðið yfir. Hún bjóst við að þurfa á sjúkrabíl að halda til að flytja þau burtu.Guðrún segir að glumið hafi í gluggum og hvergi hafi verið frið að fá. Það var þá sem hjónin ákváðu að koma sér fyrir á stólum í baðherberginu, eina gluggalausa herberginu í íbúðinni sem varð að einhvers konar neðanjarðarbirgi um nokkurra klukkustunda skeið.Guðrún segist hafa verið hrædd og að mengunin hafi verið svo mikil að hún hafi varla getað dregið andann. Hún hafi aldrei upplifað annað eins, ekki nema í sjónvarpi þar sem háð er alvöru stríð.Geir Jón Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að það væri breyting á því hvernig íslendingar fögnuðu áramótunum, nú væri gamlárskvöld meiri fjölskylduhátíð en áður. Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Maður slasaðist alvarlega á höndum af völdum flugelda um áramótin, sem annars gengu yfirleitt friðsamlega í garð. Landsmenn heilsuðu nýju ári með óvenju mikilli sprengigleði og flugeldasala jókst um tuttugu prósent frá því í fyrra en mengun af völdum flugelda sprengdi mælistaðla í höfuðborginni. Hjón á níræðisaldri útbjuggu loftvarnarbyrgi á baðherberginu til að losna við ágang hávaða og mengunar.Landsmenn fögnuðu nýju ári á hefðbundinn hátt og sprengdu flugelda sem aldrei fyrr. Yfir tuttugu prósent aukning var á sölu flugelda hjá Landsbjörgu. Himininn var sums staðar upptendraður í marga klukkutíma og hlaust óvenjumikil svifryksmengun af enda óvenju stillt veður. Á mælum Heilbrigðisstofu í höfuðborginni sprengdi mengunin skalann. Heilsuverndarmörk liggja við 50 míkrógrömm á rúmmetar á sólarhring, en á tímabili í gærkvöldi og fram undir morgun fór mælirinn langt yfir 500. Á slysadeild var mikill erill og segir Hörður Ólafsson deildarlæknir á slysadeild að ofbeldi og líkamsárásir hafi verið áberandi og mikið um ölvun. Hins vegar var minna um flugeldaslys en oft áður.Fjórir leituðu til slysadeildar vegna áverka af völdum flugelda, allir með mismikil meiðsl á höndum. Einn þeirra var alvarlega slasaður á hendi og þurfti að kalla út skurðlækni til að gera að sárum hans. Tveir ungir menn liggja á barnadeild með brunasár í andliti og einn fékk flugelda í auga og gekkst undir aðgerð í dag, hann mun halda sjón.Þrátt fyrir að blessuð börnin kætist yfirleitt yfir ljósadýrð flugeldanna er hópur fólks sem ekki er sáttur við hávaðann. Guðrún Gísladóttir og Bergur Bjarnason búa í Kirkjulundi í Garðabæ. Hávaðinn af völdum flugelda var þeim óbærilegur og Guðrún fékk engar upplýsingar hjá Neyðarlínunni um hversu lengi lætin gætu staðið yfir. Hún bjóst við að þurfa á sjúkrabíl að halda til að flytja þau burtu.Guðrún segir að glumið hafi í gluggum og hvergi hafi verið frið að fá. Það var þá sem hjónin ákváðu að koma sér fyrir á stólum í baðherberginu, eina gluggalausa herberginu í íbúðinni sem varð að einhvers konar neðanjarðarbirgi um nokkurra klukkustunda skeið.Guðrún segist hafa verið hrædd og að mengunin hafi verið svo mikil að hún hafi varla getað dregið andann. Hún hafi aldrei upplifað annað eins, ekki nema í sjónvarpi þar sem háð er alvöru stríð.Geir Jón Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að það væri breyting á því hvernig íslendingar fögnuðu áramótunum, nú væri gamlárskvöld meiri fjölskylduhátíð en áður.
Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira