Í "neðanjarðarbyrgi" um áramótin 1. janúar 2007 18:16 Maður slasaðist alvarlega á höndum af völdum flugelda um áramótin, sem annars gengu yfirleitt friðsamlega í garð. Landsmenn heilsuðu nýju ári með óvenju mikilli sprengigleði og flugeldasala jókst um tuttugu prósent frá því í fyrra en mengun af völdum flugelda sprengdi mælistaðla í höfuðborginni. Hjón á níræðisaldri útbjuggu loftvarnarbyrgi á baðherberginu til að losna við ágang hávaða og mengunar.Landsmenn fögnuðu nýju ári á hefðbundinn hátt og sprengdu flugelda sem aldrei fyrr. Yfir tuttugu prósent aukning var á sölu flugelda hjá Landsbjörgu. Himininn var sums staðar upptendraður í marga klukkutíma og hlaust óvenjumikil svifryksmengun af enda óvenju stillt veður. Á mælum Heilbrigðisstofu í höfuðborginni sprengdi mengunin skalann. Heilsuverndarmörk liggja við 50 míkrógrömm á rúmmetar á sólarhring, en á tímabili í gærkvöldi og fram undir morgun fór mælirinn langt yfir 500. Á slysadeild var mikill erill og segir Hörður Ólafsson deildarlæknir á slysadeild að ofbeldi og líkamsárásir hafi verið áberandi og mikið um ölvun. Hins vegar var minna um flugeldaslys en oft áður.Fjórir leituðu til slysadeildar vegna áverka af völdum flugelda, allir með mismikil meiðsl á höndum. Einn þeirra var alvarlega slasaður á hendi og þurfti að kalla út skurðlækni til að gera að sárum hans. Tveir ungir menn liggja á barnadeild með brunasár í andliti og einn fékk flugelda í auga og gekkst undir aðgerð í dag, hann mun halda sjón.Þrátt fyrir að blessuð börnin kætist yfirleitt yfir ljósadýrð flugeldanna er hópur fólks sem ekki er sáttur við hávaðann. Guðrún Gísladóttir og Bergur Bjarnason búa í Kirkjulundi í Garðabæ. Hávaðinn af völdum flugelda var þeim óbærilegur og Guðrún fékk engar upplýsingar hjá Neyðarlínunni um hversu lengi lætin gætu staðið yfir. Hún bjóst við að þurfa á sjúkrabíl að halda til að flytja þau burtu.Guðrún segir að glumið hafi í gluggum og hvergi hafi verið frið að fá. Það var þá sem hjónin ákváðu að koma sér fyrir á stólum í baðherberginu, eina gluggalausa herberginu í íbúðinni sem varð að einhvers konar neðanjarðarbirgi um nokkurra klukkustunda skeið.Guðrún segist hafa verið hrædd og að mengunin hafi verið svo mikil að hún hafi varla getað dregið andann. Hún hafi aldrei upplifað annað eins, ekki nema í sjónvarpi þar sem háð er alvöru stríð.Geir Jón Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að það væri breyting á því hvernig íslendingar fögnuðu áramótunum, nú væri gamlárskvöld meiri fjölskylduhátíð en áður. Fréttir Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Sjá meira
Maður slasaðist alvarlega á höndum af völdum flugelda um áramótin, sem annars gengu yfirleitt friðsamlega í garð. Landsmenn heilsuðu nýju ári með óvenju mikilli sprengigleði og flugeldasala jókst um tuttugu prósent frá því í fyrra en mengun af völdum flugelda sprengdi mælistaðla í höfuðborginni. Hjón á níræðisaldri útbjuggu loftvarnarbyrgi á baðherberginu til að losna við ágang hávaða og mengunar.Landsmenn fögnuðu nýju ári á hefðbundinn hátt og sprengdu flugelda sem aldrei fyrr. Yfir tuttugu prósent aukning var á sölu flugelda hjá Landsbjörgu. Himininn var sums staðar upptendraður í marga klukkutíma og hlaust óvenjumikil svifryksmengun af enda óvenju stillt veður. Á mælum Heilbrigðisstofu í höfuðborginni sprengdi mengunin skalann. Heilsuverndarmörk liggja við 50 míkrógrömm á rúmmetar á sólarhring, en á tímabili í gærkvöldi og fram undir morgun fór mælirinn langt yfir 500. Á slysadeild var mikill erill og segir Hörður Ólafsson deildarlæknir á slysadeild að ofbeldi og líkamsárásir hafi verið áberandi og mikið um ölvun. Hins vegar var minna um flugeldaslys en oft áður.Fjórir leituðu til slysadeildar vegna áverka af völdum flugelda, allir með mismikil meiðsl á höndum. Einn þeirra var alvarlega slasaður á hendi og þurfti að kalla út skurðlækni til að gera að sárum hans. Tveir ungir menn liggja á barnadeild með brunasár í andliti og einn fékk flugelda í auga og gekkst undir aðgerð í dag, hann mun halda sjón.Þrátt fyrir að blessuð börnin kætist yfirleitt yfir ljósadýrð flugeldanna er hópur fólks sem ekki er sáttur við hávaðann. Guðrún Gísladóttir og Bergur Bjarnason búa í Kirkjulundi í Garðabæ. Hávaðinn af völdum flugelda var þeim óbærilegur og Guðrún fékk engar upplýsingar hjá Neyðarlínunni um hversu lengi lætin gætu staðið yfir. Hún bjóst við að þurfa á sjúkrabíl að halda til að flytja þau burtu.Guðrún segir að glumið hafi í gluggum og hvergi hafi verið frið að fá. Það var þá sem hjónin ákváðu að koma sér fyrir á stólum í baðherberginu, eina gluggalausa herberginu í íbúðinni sem varð að einhvers konar neðanjarðarbirgi um nokkurra klukkustunda skeið.Guðrún segist hafa verið hrædd og að mengunin hafi verið svo mikil að hún hafi varla getað dregið andann. Hún hafi aldrei upplifað annað eins, ekki nema í sjónvarpi þar sem háð er alvöru stríð.Geir Jón Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að það væri breyting á því hvernig íslendingar fögnuðu áramótunum, nú væri gamlárskvöld meiri fjölskylduhátíð en áður.
Fréttir Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Sjá meira