Flókið samband fólks í Texas 29. desember 2007 06:00 Úr sýningu Silfurtunglsins á leikriti Sam Shepard, Fool 4 Love. Í kvöld dregur til tíðinda í íslensku leikhúslífi þar sem nýr atvinnuleikhópur sem kallast Silfurtunglið frumsýnir leikritið Fool for Love í Austurbæ. Fool for Love er eftir bandaríska leikskáldið Sam Shepard og hefur einu sinni áður verið sett upp hér á landi undir titlinum Sjúk í ást. Verkið ber nú sinn upprunalega enska titil en er þó leikið á íslensku. Leikstjórinn Jón Gunnar Þórðarson segir erfitt að skilgreina verkið. „Það er eiginlega ómögulegt að kalla þetta verk eitthvað ákveðið eins og ástarsögu eða spennutrylli eða gamanleik þar sem þessir eiginleikar koma allir fyrir. Verkið er kannski einna athyglisverðast fyrir hversu oft það skiptir um tón. Við höldum okkur að mestu við upprunalegu leikgerðina en höfum þó bætt örlítið við. Til að mynda hefur Kristján Kristjánsson, KK, sem er bæði tónlistarstjóri sýningarinnar og fer með hlutverk í leikritinu, samið tónlist sérstaklega fyrir verkið.“ Leikritið gerist í Texas-ríki í Bandaríkjunum árið 1978. Í því segir frá þeim May og Eddie sem eiga í flóknu sambandi sem einkennist af ást og ofbeldisfullum samskiptum. Auk KK eru leikarar í verkinu þau Sveinn Ólafur Gunnarsson, Þóra Karitas og Magnús Guðmundsson. „Andi áttunda áratugar síðustu aldar og andi bandaríska vestursins svífur yfir vötnum í þessu verki. Svo vel vill til að þessi andi passar einmitt stórvel inn í sýningarrýmið á efri hæð Austurbæjar þar sem við sýnum, en þar var á áttunda áratugnum skemmtistaðurinn Silfurtunglið, sem leikhópurinn dregur nafn sitt af. Innréttingarnar í húsinu kallast fullkomlega á við stemninguna í verkinu og því má segja að leikhúsreynslan hefjist um leið og gestir stíga inn úr dyrunum. Við höfum aukið enn á áhrifin með því að opna vestra-bar í anddyrinu og því er tilvalið fyrir gesti að fá sér einn drykk fyrir sýninguna og upplifa hughrifin sem húsnæðinu fylgja,“ segir Jón. Uppsetningin er fyrsta verkefni leikhópsins Silfurtunglið sem hyggur þó á frekari landvinninga í framtíðinni. Kjarni hópsins er nýútskrifað leikhúsfólk, en hópurinn var fljótur að vinda upp á sig. „Silfurtunglið telur nú um tuttugu manns sem starfa á ólíkum sviðum innan leikhússins, bæði leikarar, tónlistarmenn, myndlistarmenn, hönnuðir og svo mætti lengi telja. Í íslensku leikhúslífi þarf maður einfaldlega að skapa sér sín eigin tækifæri og þess vegna varð Silfurtunglið til,“ segir Jón. Leikritið Fool for Love verður sýnt í Austurbæ út janúar. Miða má nálgast í miðasölu Austurbæjar og á vefnum www.midi.is og kostar miðinn 2.500 kr. Leikhús Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Í kvöld dregur til tíðinda í íslensku leikhúslífi þar sem nýr atvinnuleikhópur sem kallast Silfurtunglið frumsýnir leikritið Fool for Love í Austurbæ. Fool for Love er eftir bandaríska leikskáldið Sam Shepard og hefur einu sinni áður verið sett upp hér á landi undir titlinum Sjúk í ást. Verkið ber nú sinn upprunalega enska titil en er þó leikið á íslensku. Leikstjórinn Jón Gunnar Þórðarson segir erfitt að skilgreina verkið. „Það er eiginlega ómögulegt að kalla þetta verk eitthvað ákveðið eins og ástarsögu eða spennutrylli eða gamanleik þar sem þessir eiginleikar koma allir fyrir. Verkið er kannski einna athyglisverðast fyrir hversu oft það skiptir um tón. Við höldum okkur að mestu við upprunalegu leikgerðina en höfum þó bætt örlítið við. Til að mynda hefur Kristján Kristjánsson, KK, sem er bæði tónlistarstjóri sýningarinnar og fer með hlutverk í leikritinu, samið tónlist sérstaklega fyrir verkið.“ Leikritið gerist í Texas-ríki í Bandaríkjunum árið 1978. Í því segir frá þeim May og Eddie sem eiga í flóknu sambandi sem einkennist af ást og ofbeldisfullum samskiptum. Auk KK eru leikarar í verkinu þau Sveinn Ólafur Gunnarsson, Þóra Karitas og Magnús Guðmundsson. „Andi áttunda áratugar síðustu aldar og andi bandaríska vestursins svífur yfir vötnum í þessu verki. Svo vel vill til að þessi andi passar einmitt stórvel inn í sýningarrýmið á efri hæð Austurbæjar þar sem við sýnum, en þar var á áttunda áratugnum skemmtistaðurinn Silfurtunglið, sem leikhópurinn dregur nafn sitt af. Innréttingarnar í húsinu kallast fullkomlega á við stemninguna í verkinu og því má segja að leikhúsreynslan hefjist um leið og gestir stíga inn úr dyrunum. Við höfum aukið enn á áhrifin með því að opna vestra-bar í anddyrinu og því er tilvalið fyrir gesti að fá sér einn drykk fyrir sýninguna og upplifa hughrifin sem húsnæðinu fylgja,“ segir Jón. Uppsetningin er fyrsta verkefni leikhópsins Silfurtunglið sem hyggur þó á frekari landvinninga í framtíðinni. Kjarni hópsins er nýútskrifað leikhúsfólk, en hópurinn var fljótur að vinda upp á sig. „Silfurtunglið telur nú um tuttugu manns sem starfa á ólíkum sviðum innan leikhússins, bæði leikarar, tónlistarmenn, myndlistarmenn, hönnuðir og svo mætti lengi telja. Í íslensku leikhúslífi þarf maður einfaldlega að skapa sér sín eigin tækifæri og þess vegna varð Silfurtunglið til,“ segir Jón. Leikritið Fool for Love verður sýnt í Austurbæ út janúar. Miða má nálgast í miðasölu Austurbæjar og á vefnum www.midi.is og kostar miðinn 2.500 kr.
Leikhús Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira