Hlegið í umferðinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. desember 2007 11:00 Haraldur Leví hress í hlæjandi bíl. Fréttablaðið/Anton Sumir bílar fá vegfarendur til að brosa og jafnvel hlæja. Til dæmis sá með skrásetningarmerkið HEHEHE. Eigandinn Haraldur Leví Gunnarsson var tekinn á beinið. „Ég ákvað þetta einhvern tíma á fylleríi og náði því ekkert úr hausnum á mér. Þetta er svona „Family guy“-húmor. Hláturinn, skilurðu HEHEHE. Þetta er ofboðslega klikkuð pæling,“ segir Haraldur hlæjandi þegar hann er ónáðaður við vinnu sína í Skífunni í Smáralind og spurður út í bílnúmerið. Hann kveðst hafa skellt því á bílinn einhvern tíma í sumar. Skyldi það ekki hafa kostað skildinginn? „Það kostaði 30.000 kall sem ég setti á Visa en er búinn að borga núna.“ Spurður hvort hann hafi gert þetta til að fá aðra til að brosa í umferðinni svarar hann. „Ég gerði þetta aðallega fyrir sjálfan mig. Mér fannst þetta bara svo fyndið en merkið vekur óneitanlega athygli.“ Þá er hann inntur eftir eiginleikum bílsins. „Þetta er DAIHATSU CHARADE, árgerð 1993 en frekar lítið keyrður miðað við aldur. Auðvitað drusla – enda á þetta númer bara heima á druslu. Ef ég fengi mér nýjan bíl er ég ekki viss um að ég setti plötuna á hann.“ Þegar Haraldi er bent á að HEHEHE gæti kannski híft upp söluverðið á þeim gamla svarar hann. „Kannski. Ég held samt ég mundi aldrei tíma því. Frekar mundi ég geyma merkið uppi í skáp.“ Bílar Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Sumir bílar fá vegfarendur til að brosa og jafnvel hlæja. Til dæmis sá með skrásetningarmerkið HEHEHE. Eigandinn Haraldur Leví Gunnarsson var tekinn á beinið. „Ég ákvað þetta einhvern tíma á fylleríi og náði því ekkert úr hausnum á mér. Þetta er svona „Family guy“-húmor. Hláturinn, skilurðu HEHEHE. Þetta er ofboðslega klikkuð pæling,“ segir Haraldur hlæjandi þegar hann er ónáðaður við vinnu sína í Skífunni í Smáralind og spurður út í bílnúmerið. Hann kveðst hafa skellt því á bílinn einhvern tíma í sumar. Skyldi það ekki hafa kostað skildinginn? „Það kostaði 30.000 kall sem ég setti á Visa en er búinn að borga núna.“ Spurður hvort hann hafi gert þetta til að fá aðra til að brosa í umferðinni svarar hann. „Ég gerði þetta aðallega fyrir sjálfan mig. Mér fannst þetta bara svo fyndið en merkið vekur óneitanlega athygli.“ Þá er hann inntur eftir eiginleikum bílsins. „Þetta er DAIHATSU CHARADE, árgerð 1993 en frekar lítið keyrður miðað við aldur. Auðvitað drusla – enda á þetta númer bara heima á druslu. Ef ég fengi mér nýjan bíl er ég ekki viss um að ég setti plötuna á hann.“ Þegar Haraldi er bent á að HEHEHE gæti kannski híft upp söluverðið á þeim gamla svarar hann. „Kannski. Ég held samt ég mundi aldrei tíma því. Frekar mundi ég geyma merkið uppi í skáp.“
Bílar Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent