Nákvæmt eftirlitskerfi tryggir öryggi allra 8. desember 2007 00:01 Þórir Garðarsson, sölu- og markaðsstjóri Iceland Excursions Allrahanda, segir að kerfið veiti bílstjórum mikið aðhald en sé um leið besti vinur þeirra. Fréttablaðið/vilhelm Iceland Excursions Allrahanda tekur í notkun nákvæmt eftirlitskerfi með bílaflota sínum. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Excursions Allrahanda hefur nýlokið við að innleiða SAGA flotastýringarkerfi í allan bílaflota sinn sem er um á fimmta tug bíla. „Með kerfinu tryggjum við öryggi og þægindi farþega okkar en það gefur okkur kost á því að hafa nákvæmt eftirlit með flotanum,“ segir Þórir Garðarsson, sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins. Kerfið virkar þannig að boxi með sendi er komið fyrir í hverjum bíl. Þannig er hægt að sjá hvar bílarnir eru staddir og hversu hratt þeir keyra. Kerfið segir einnig nákvæmlega til um hámarkshraða á hverjum stað. „Við vorum með eldri útgáfu af kerfinu í mörg ár og gaf það mjög góða raun. Nýja kerfið býður þó upp á svokallaða rauntímastaðsetningu og ekki þarf að taka boxið úr bílunum til að lesa af því. Í það eru auk þess settar formúlur varðandi góðakstur sem er besti mögulegi akstur sem viðskiptavinurinn getur fengið,“ segir Þórir. Hann segir kerfið mæla of snögga hröðun, of mikla hemlun og krappar beygjur. „Þetta er nánast eins og svarti kassinn í flugvélum nema kerfið tekur ekki upp samtöl. Þegar við innleiddum gamla kerfið kölluðu menn það í gríni KGB þar sem menn litu svo á að þeir væru undir stöðugri smásjá. Í dag eru allir mjög ánægðir með eftirlitið. Það veitir bílstjórunum mikið aðhald en er um leið besti vinur þeirra,“ segir Þórir. Hann segir kerfið hafa hjálpað til við að leiðrétta menn í akstrinum og að það hafi auk þess dregið úr eldsneytiskostnaði. „Þá getur kerfið staðfest hvort kvartanir viðskiptavina um seinkomur eða aksturslag séu á rökum reistar,“ segir hann og getur það komið sér vel fyrir bílstjórana. „ND á Íslandi framleiðir kerfið og á það sér enga hliðstæðu í heiminum,“ segir Þórir. Það eru til kerfi sem mæla hraða en ekkert sem býður upp á jafn gott eftirlit með góðakstri,“ segir Þórir. Hann segir svipuð kerfi fáanleg í lausasölu og hefur foreldrum verið ráðlagt að setja það í bíla sína til að fylgjast með akstri barna sem eru nýbúin að taka bílpróf. vera@frettabladid.is Bílar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent
Iceland Excursions Allrahanda tekur í notkun nákvæmt eftirlitskerfi með bílaflota sínum. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Excursions Allrahanda hefur nýlokið við að innleiða SAGA flotastýringarkerfi í allan bílaflota sinn sem er um á fimmta tug bíla. „Með kerfinu tryggjum við öryggi og þægindi farþega okkar en það gefur okkur kost á því að hafa nákvæmt eftirlit með flotanum,“ segir Þórir Garðarsson, sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins. Kerfið virkar þannig að boxi með sendi er komið fyrir í hverjum bíl. Þannig er hægt að sjá hvar bílarnir eru staddir og hversu hratt þeir keyra. Kerfið segir einnig nákvæmlega til um hámarkshraða á hverjum stað. „Við vorum með eldri útgáfu af kerfinu í mörg ár og gaf það mjög góða raun. Nýja kerfið býður þó upp á svokallaða rauntímastaðsetningu og ekki þarf að taka boxið úr bílunum til að lesa af því. Í það eru auk þess settar formúlur varðandi góðakstur sem er besti mögulegi akstur sem viðskiptavinurinn getur fengið,“ segir Þórir. Hann segir kerfið mæla of snögga hröðun, of mikla hemlun og krappar beygjur. „Þetta er nánast eins og svarti kassinn í flugvélum nema kerfið tekur ekki upp samtöl. Þegar við innleiddum gamla kerfið kölluðu menn það í gríni KGB þar sem menn litu svo á að þeir væru undir stöðugri smásjá. Í dag eru allir mjög ánægðir með eftirlitið. Það veitir bílstjórunum mikið aðhald en er um leið besti vinur þeirra,“ segir Þórir. Hann segir kerfið hafa hjálpað til við að leiðrétta menn í akstrinum og að það hafi auk þess dregið úr eldsneytiskostnaði. „Þá getur kerfið staðfest hvort kvartanir viðskiptavina um seinkomur eða aksturslag séu á rökum reistar,“ segir hann og getur það komið sér vel fyrir bílstjórana. „ND á Íslandi framleiðir kerfið og á það sér enga hliðstæðu í heiminum,“ segir Þórir. Það eru til kerfi sem mæla hraða en ekkert sem býður upp á jafn gott eftirlit með góðakstri,“ segir Þórir. Hann segir svipuð kerfi fáanleg í lausasölu og hefur foreldrum verið ráðlagt að setja það í bíla sína til að fylgjast með akstri barna sem eru nýbúin að taka bílpróf. vera@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent