Lessing fer ekki til Svíþjóðar 1. desember 2007 06:30 Doris Lessing. Rithöfundurinn Doris Lessing, sem hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár, getur ekki ferðast til Stokkhólms til að taka við verðlaununum vegna eymsla í baki. Læknar hafa ráðið Lessing að hafa sig hæga og forðast ferðalög. Af þeirri ástæðu verða henni afhent verðlaunin við litla athöfn í heimaborg hennar, London. Nóbelsverðlaun fyrir greinarnar bókmenntir, efnafræði, eðlisfræði, læknisfræði og hagfræði eru afhent við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi hinn 10. desember ár hvert. Sama dag eru friðarverðlaun Nóbels afhent í Osló. Dagurinn markar dánarafmæli Alfreds Nobel, upphafsmanns verðlaunanna, en hann lést 10. desember árið 1896. Hefð er fyrir því að vinningshafar haldi erindi í Stokkhólmi áður en þeir fá verðlaunin afhent. Stefnt er að því að taka erindi Lessing upp á myndband og sýna við athöfn í Stokkhólmi áður en sjálf verðlaunahátíðin fer fram. Lessing er þriðji handhafi bókmenntaverðlaunanna á aðeins fjórum árum sem ekki getur verið viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Árið 2005 þurfti Harold Pinter að taka við verðlaununum í Bretlandi þar sem hann gat ekki ferðast af heilsufarsástæðum. Árið 2004 afþakkaði Austurríkismaðurinn Elfriede Jelinek boðið á hátíðina þar sem hú sagðist ekki vera í nægilega góðu andlegu jafnvægi til að þola svo mikla viðhöfn. Aðeins einn handhafi verðlaunanna hefur afþakkað þau með öllu, en það var franski heimspekingurinn og rithöfundurinn Jean-Paul Sartre sem var útnefndur vinningshafi árið 1964. -vþ Nóbelsverðlaun Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Rithöfundurinn Doris Lessing, sem hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár, getur ekki ferðast til Stokkhólms til að taka við verðlaununum vegna eymsla í baki. Læknar hafa ráðið Lessing að hafa sig hæga og forðast ferðalög. Af þeirri ástæðu verða henni afhent verðlaunin við litla athöfn í heimaborg hennar, London. Nóbelsverðlaun fyrir greinarnar bókmenntir, efnafræði, eðlisfræði, læknisfræði og hagfræði eru afhent við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi hinn 10. desember ár hvert. Sama dag eru friðarverðlaun Nóbels afhent í Osló. Dagurinn markar dánarafmæli Alfreds Nobel, upphafsmanns verðlaunanna, en hann lést 10. desember árið 1896. Hefð er fyrir því að vinningshafar haldi erindi í Stokkhólmi áður en þeir fá verðlaunin afhent. Stefnt er að því að taka erindi Lessing upp á myndband og sýna við athöfn í Stokkhólmi áður en sjálf verðlaunahátíðin fer fram. Lessing er þriðji handhafi bókmenntaverðlaunanna á aðeins fjórum árum sem ekki getur verið viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Árið 2005 þurfti Harold Pinter að taka við verðlaununum í Bretlandi þar sem hann gat ekki ferðast af heilsufarsástæðum. Árið 2004 afþakkaði Austurríkismaðurinn Elfriede Jelinek boðið á hátíðina þar sem hú sagðist ekki vera í nægilega góðu andlegu jafnvægi til að þola svo mikla viðhöfn. Aðeins einn handhafi verðlaunanna hefur afþakkað þau með öllu, en það var franski heimspekingurinn og rithöfundurinn Jean-Paul Sartre sem var útnefndur vinningshafi árið 1964. -vþ
Nóbelsverðlaun Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira