Hairspray - Fjórar stjörnur 15. september 2007 00:01 Það hefur sjálfsagt verið óskemmtilegt að alast upp í Baltimore í upphafi sjöunda áratugarins, þar sem meðalmennska, fordómar og afturhaldssemi réðu ríkjum, eins og gefið er til kynna í dans- og söngvamyndinni Hairspray. Þar segir frá Tracy Turnblad, þybbinni unglingsstúlku, sem fær ósk sína uppfyllta þegar hún kemst í Corny Collins-sjónvarpsþáttinn, þrátt fyrir að falla illa að stöðluðum fegurðarímyndum. Tracy uppgötvar sér til mikillar skelfingar hversu illa er farið með svarta í þáttunum og í bænum almennt og setur allt á annan endann með því að hefja réttindabaráttu svartra. Hairspray er endurgerð samnefndrar kvikmyndar Johns Waters frá árinu 1988, sú fyrsta sem kvikmyndagerðarmaðurinn sendi frá sér sem átti upp á pallborðið hjá bandaríska kvikmyndaeftirlitinu og aflaði honum almennra vinsælda. Tónlist sjöunda áratugarins var eitt aðalsmerki kvikmyndarinnar og því í raun tímaspursmál hvenær einhverjum snillingnum dytti í hug að gera upp úr henni söngleik. Sú varð raunin þegar Hairspray var sett upp á Broadway árið 2002 og valinn „Söngleikur ársins“. Hollywood var ekki lengi að finna peningalyktina og á síðasta ári var söngleikurinn kvikmyndaður. Margir efuðust um að Adam Shankman, með sína afleitu ferilskrá, gæti fetað í fótspor Waters og hvað þá að John Travolta væri verðugur arftaki Divine sem móðir Tracy Óttinn reynist algjörlega óþarfur, því jafn vel heppnuð og skemmtileg dans- og söngvamynd hefur ekki sést lengi. Vissulega hefði mátt koma ádeilunni á aðskilnaðarstefnuna betur til skila en Shankman kýs að keyra myndina áfram með fjörugum tónlistaratriðum og leikhópurinnn stendur sig með sóma. Blonsky er frábær sem Tracy, Walken mátulega góður sem faðir hennar og Pfeiffer dásamlega illkvittin sem þáttastjórnandinn Velma Von Tussle. Travolta tekst ágætlega upp sem kona þótt það vanti aðeins upp á raddbeitinguna. Hairspray er fyrirtaks fjölskylduskemmtun sem stenst forveranum fyllilega snúning, ásamt því að kenna okkur að koma auga á og meta fegurðina í margbreytileikanum. Roald Viðar Eyvindsson Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Það hefur sjálfsagt verið óskemmtilegt að alast upp í Baltimore í upphafi sjöunda áratugarins, þar sem meðalmennska, fordómar og afturhaldssemi réðu ríkjum, eins og gefið er til kynna í dans- og söngvamyndinni Hairspray. Þar segir frá Tracy Turnblad, þybbinni unglingsstúlku, sem fær ósk sína uppfyllta þegar hún kemst í Corny Collins-sjónvarpsþáttinn, þrátt fyrir að falla illa að stöðluðum fegurðarímyndum. Tracy uppgötvar sér til mikillar skelfingar hversu illa er farið með svarta í þáttunum og í bænum almennt og setur allt á annan endann með því að hefja réttindabaráttu svartra. Hairspray er endurgerð samnefndrar kvikmyndar Johns Waters frá árinu 1988, sú fyrsta sem kvikmyndagerðarmaðurinn sendi frá sér sem átti upp á pallborðið hjá bandaríska kvikmyndaeftirlitinu og aflaði honum almennra vinsælda. Tónlist sjöunda áratugarins var eitt aðalsmerki kvikmyndarinnar og því í raun tímaspursmál hvenær einhverjum snillingnum dytti í hug að gera upp úr henni söngleik. Sú varð raunin þegar Hairspray var sett upp á Broadway árið 2002 og valinn „Söngleikur ársins“. Hollywood var ekki lengi að finna peningalyktina og á síðasta ári var söngleikurinn kvikmyndaður. Margir efuðust um að Adam Shankman, með sína afleitu ferilskrá, gæti fetað í fótspor Waters og hvað þá að John Travolta væri verðugur arftaki Divine sem móðir Tracy Óttinn reynist algjörlega óþarfur, því jafn vel heppnuð og skemmtileg dans- og söngvamynd hefur ekki sést lengi. Vissulega hefði mátt koma ádeilunni á aðskilnaðarstefnuna betur til skila en Shankman kýs að keyra myndina áfram með fjörugum tónlistaratriðum og leikhópurinnn stendur sig með sóma. Blonsky er frábær sem Tracy, Walken mátulega góður sem faðir hennar og Pfeiffer dásamlega illkvittin sem þáttastjórnandinn Velma Von Tussle. Travolta tekst ágætlega upp sem kona þótt það vanti aðeins upp á raddbeitinguna. Hairspray er fyrirtaks fjölskylduskemmtun sem stenst forveranum fyllilega snúning, ásamt því að kenna okkur að koma auga á og meta fegurðina í margbreytileikanum. Roald Viðar Eyvindsson
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira