Eldar eftir árstíðunum 13. september 2007 00:01 Elín Edda notar teblöndu Sverris Guðjónssonar sem krydd fyrir pönnusteiktan steinbít. MYND/eyþór Elín Edda Árnadóttir eldar eftir árstíðum. Hún gefur uppskrift að steinbít krydduðum með nornaseiði. Elín Edda er leikmynda- og búningahöfundur. Hún hefur afskaplega gaman af að elda, og tekur mikið tillit til dagatalsins í sinni matargerð. „Á haustin á maður að borða vel af þessum íslenska mat sem er að koma á matarborðið. Maður á að nota rófurnar og íslenska kálið sem mest á þessum tíma, það er best núna," sagði Elín. Hún er einnig mjög hrifin af grænmetisfæði. „Ég er mjög flinkur grænmetiskokkur af því að maðurinn minn er grænmetisæta. Ég er vön því til margra ára að elda eitt fyrir strákana og annað fyrir manninn minn," sagði hún. „Nú erum við orðin tvö eftir, þannig að við förum aðeins meira á einhverja af þessum léttu grænmetisstöðum sem eru víðs vegar um borgina," sagði Elín. Hún er nýsnúin heim eftir ferð sumarsins, sem bar hana að þessu sinni til Berlínar og Prag. „Þetta var algjörlega frábær tími, þessar sex vikur," sagði hún. „Í Berlín er rosalega mikil dýnamík í gangi og mikil von. Það var mikið af ungu fólki og augljóslega mikill uppgangur á öllum sviðum," sagði Elín. Þaðan lá leiðin til Prag, þar sem hún dvaldist í listhúsinu Leifsbúð. „Það er framtak Þóris Gunnarssonar, ræðismanns Íslands í Tékklandi, og eiginkonu hans, Ingibjargar Jóhannsdóttur," útskýrði Elín. „Þau hafa útbúið gamalt brugghús þarna í nágrenni Prag sem listhús fyrir íslenska listamenn, sem maður sækir um að fá að dveljast í," bætti Elín við, en hún var himinlifandi yfir tækifærinu. „Þetta var afskaplega gefandi sumar og mikið örlæti af þeim hjónum," sagði hún. Elín Edda gerir kartöflumús úr möndlukartöflum, smjörklípu og dálitlu salti með steinbítnum, og mælir einnig með sósu úr sýrðum rjóma. Hún hrærir þá sýrða rjómann upp og kryddar með salti og pipar. Berið fram með góðu hvítvíni. Matur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Elín Edda Árnadóttir eldar eftir árstíðum. Hún gefur uppskrift að steinbít krydduðum með nornaseiði. Elín Edda er leikmynda- og búningahöfundur. Hún hefur afskaplega gaman af að elda, og tekur mikið tillit til dagatalsins í sinni matargerð. „Á haustin á maður að borða vel af þessum íslenska mat sem er að koma á matarborðið. Maður á að nota rófurnar og íslenska kálið sem mest á þessum tíma, það er best núna," sagði Elín. Hún er einnig mjög hrifin af grænmetisfæði. „Ég er mjög flinkur grænmetiskokkur af því að maðurinn minn er grænmetisæta. Ég er vön því til margra ára að elda eitt fyrir strákana og annað fyrir manninn minn," sagði hún. „Nú erum við orðin tvö eftir, þannig að við förum aðeins meira á einhverja af þessum léttu grænmetisstöðum sem eru víðs vegar um borgina," sagði Elín. Hún er nýsnúin heim eftir ferð sumarsins, sem bar hana að þessu sinni til Berlínar og Prag. „Þetta var algjörlega frábær tími, þessar sex vikur," sagði hún. „Í Berlín er rosalega mikil dýnamík í gangi og mikil von. Það var mikið af ungu fólki og augljóslega mikill uppgangur á öllum sviðum," sagði Elín. Þaðan lá leiðin til Prag, þar sem hún dvaldist í listhúsinu Leifsbúð. „Það er framtak Þóris Gunnarssonar, ræðismanns Íslands í Tékklandi, og eiginkonu hans, Ingibjargar Jóhannsdóttur," útskýrði Elín. „Þau hafa útbúið gamalt brugghús þarna í nágrenni Prag sem listhús fyrir íslenska listamenn, sem maður sækir um að fá að dveljast í," bætti Elín við, en hún var himinlifandi yfir tækifærinu. „Þetta var afskaplega gefandi sumar og mikið örlæti af þeim hjónum," sagði hún. Elín Edda gerir kartöflumús úr möndlukartöflum, smjörklípu og dálitlu salti með steinbítnum, og mælir einnig með sósu úr sýrðum rjóma. Hún hrærir þá sýrða rjómann upp og kryddar með salti og pipar. Berið fram með góðu hvítvíni.
Matur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira