Tarantino brjálaður út í Bond 3. september 2007 09:45 Tarantino segir það hafa verið sína hugmynd að endurgera Casino Royale. Bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino er brjálaður út í framleiðendur Bond-myndarinnar Casino Royale og segir þá hafa stolið hugmyndinni sinni. „Ég sá aldrei myndina af því að ég var mjög reiður út í aðstandendur myndarinnar," sagði Tarantino við kvikmyndablaðið Total Film. „Opinberlega sögðu þeir að það væri gjörsamlega óvinnandi vegur að gera þessa mynd. En um leið og ég sagðist vilja gera hana þá kom það fram á öllum vefsíðum og enginn sagði takk við mig," útskýrir Tarantino en nýjasta mynd hans, Death Proof, hefur fengið rífandi góða dóma og stóðu áhorfendur meðal annars upp í Cannes til að hylla leikstjórann að myndinni lokinni. Daniel Craig stóð með pálmann í höndunum þrátt fyrir að honum hefði verið spáð skjótum „dauða“ í hlutverki James Bond. Casino Royale markaði hins vegar upphaf nýs kafla í sögu James Bond þegar Daniel Craig tók að sér hlutverk leyniþjónustumannsins. Craig var mikið gagnrýndur þegar tilkynnt var um valið og þótti háralitur hans til að mynda engan veginn passa við Bond. Casino Royale er þrátt fyrir allt sem Tarantino segir, sem og óvildarmenn Daniel Craig, ein aðsóknarmesta myndin í þessum bálki. Og er undirbúningur þegar hafinn fyrir númer 22. Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino er brjálaður út í framleiðendur Bond-myndarinnar Casino Royale og segir þá hafa stolið hugmyndinni sinni. „Ég sá aldrei myndina af því að ég var mjög reiður út í aðstandendur myndarinnar," sagði Tarantino við kvikmyndablaðið Total Film. „Opinberlega sögðu þeir að það væri gjörsamlega óvinnandi vegur að gera þessa mynd. En um leið og ég sagðist vilja gera hana þá kom það fram á öllum vefsíðum og enginn sagði takk við mig," útskýrir Tarantino en nýjasta mynd hans, Death Proof, hefur fengið rífandi góða dóma og stóðu áhorfendur meðal annars upp í Cannes til að hylla leikstjórann að myndinni lokinni. Daniel Craig stóð með pálmann í höndunum þrátt fyrir að honum hefði verið spáð skjótum „dauða“ í hlutverki James Bond. Casino Royale markaði hins vegar upphaf nýs kafla í sögu James Bond þegar Daniel Craig tók að sér hlutverk leyniþjónustumannsins. Craig var mikið gagnrýndur þegar tilkynnt var um valið og þótti háralitur hans til að mynda engan veginn passa við Bond. Casino Royale er þrátt fyrir allt sem Tarantino segir, sem og óvildarmenn Daniel Craig, ein aðsóknarmesta myndin í þessum bálki. Og er undirbúningur þegar hafinn fyrir númer 22.
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira