Tónlist

Fyrsta plata Pink Floyd endurútgefin

Fyrsta plata Pink Floyd verður endurútgefin á næstunni.
Fyrsta plata Pink Floyd verður endurútgefin á næstunni.

Fyrsta plata Pink Floyd, The Piper at the Gates of Dawn, verður endurútgefin á þremur diskum hinn 3. september í tilefni af fjörutíu ára afmæli hljómsveitarinnar.

Tvær áður óútgefnar útgáfur af lögunum Matilda Mother og Apples and Oranges verða á endurútgáfunni auk tveggja sjaldgæfra útgáfa af laginu Interstellar Overdrive.

Plata kom upphaflega út hinn 5. ágúst 1967. Var hún tekin upp í hljóðverinu Abbey Road á sama tíma og Bítlarnir unnu að gerð Sgt. Pepper"s Lonely Hearts Club Band. Gítarleikarinn og söngvarinn Syd Barrett, sem hætti í sveitinni ári eftir að platan kom út, samdi megnið af lögunum. Náði platan sjötta sæti á breska vinsældalistanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×