Óþrjótandi möguleikar EVE 23. ágúst 2007 08:00 Yfirhagfræðingur Eve Eyjólfur Guðmundsson segir sýndarveruleikann EVE vera eina stóra rannsóknarstofu og bráðum verði grundvöllur fyrir fleiri fræðimenn að rannsaka þetta samfélag. MYND/Vilhelm „Fyrir mig sem fræðimann er þetta ekki tölvuleikur heldur rannsóknarstofa. Þarna eru tvö hundruð þúsund einstaklingar sem haga sínum viðskiptum eins og þeir væru raunverulegir og því er um að ræða óendanlega möguleika á því að að rannsaka hagkerfi og hvernig fólk hagar sér innan þess," segir Dr. Eyjólfur Guðmundsson en hann hefur verið ráðinn yfirhagfræðingur yfir hagkerfi EVE online. „Allir þátttakendur EVE taka þátt í sama heimi sem er ólíkt öðrum fjölnotendaheimum og leikurinn er þannig uppbyggður að þú getur raunverulega tapað þeim verðmætum sem þú hefur áunnnið þér," útskýrir Eyjólfur. Sýndarveruleikinn sem íslenska hugbúnaðarfyrirtækið CCP hannar hefur slegið í gegn í netheimum og segir Eyjólfur að líklegast verði að hætta að tala um leikinn sem sýndarveruleika heldur sé þetta miklu meira annar heimur sem fólk hverfi til. „Við erum í það minnsta farnir að ræða það okkar á milli hvernig eigi að hefja þróun lýðræðis inní leiknum," segir Eyjólfur og því er ekki útilokað að á næstu árum verði í fyrsta skipti kosið til þings í sýndarveruleikanum EVE. „Eftir því sem ég best veit erum við fyrsti sýndarveruleikaheimurinn sem tekur þetta skref," segir Hilmar Pétursson, framkvæmdarstjóri CCP „EVE gengur að mörgu leyti út á sölu og viðskipti og því er mikilvægt fyrir notendurna að efnahagslífið sé stöðugt og að því sé vel stjórnað," útskýrir Hilmar Hilmar Pétursson og félagar hjá CCP halda áfram að ryðja brautina fyrir aðra sýndarveruleikaheima. Að sögn framkvæmdarstjórans hefur þessi ráðning mælst vel fyrir hjá notendunum og háskólasamfélaginu auk þess sem þetta hefur fengið mikla athygli erlendra fjölmiðla enda um stórt skref að ræða í þessum heimi. Og Hilmar viðurkennir að þótt þeir sem hafi lifað og hrærst í þessum heimi í mörg ár þyki þetta ekkert merkilegt, þá skilji hann vel hina sem reki upp stór augu við þessar fréttir. „Auðvitað er þetta mjög skrýtið, að ráða fagmann til að stjórna efnahagskerfi í sýndarveruleika en við teljum að með þessari ráðningu séum við að koma til móts við þarfir viðskiptavina okkar." Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
„Fyrir mig sem fræðimann er þetta ekki tölvuleikur heldur rannsóknarstofa. Þarna eru tvö hundruð þúsund einstaklingar sem haga sínum viðskiptum eins og þeir væru raunverulegir og því er um að ræða óendanlega möguleika á því að að rannsaka hagkerfi og hvernig fólk hagar sér innan þess," segir Dr. Eyjólfur Guðmundsson en hann hefur verið ráðinn yfirhagfræðingur yfir hagkerfi EVE online. „Allir þátttakendur EVE taka þátt í sama heimi sem er ólíkt öðrum fjölnotendaheimum og leikurinn er þannig uppbyggður að þú getur raunverulega tapað þeim verðmætum sem þú hefur áunnnið þér," útskýrir Eyjólfur. Sýndarveruleikinn sem íslenska hugbúnaðarfyrirtækið CCP hannar hefur slegið í gegn í netheimum og segir Eyjólfur að líklegast verði að hætta að tala um leikinn sem sýndarveruleika heldur sé þetta miklu meira annar heimur sem fólk hverfi til. „Við erum í það minnsta farnir að ræða það okkar á milli hvernig eigi að hefja þróun lýðræðis inní leiknum," segir Eyjólfur og því er ekki útilokað að á næstu árum verði í fyrsta skipti kosið til þings í sýndarveruleikanum EVE. „Eftir því sem ég best veit erum við fyrsti sýndarveruleikaheimurinn sem tekur þetta skref," segir Hilmar Pétursson, framkvæmdarstjóri CCP „EVE gengur að mörgu leyti út á sölu og viðskipti og því er mikilvægt fyrir notendurna að efnahagslífið sé stöðugt og að því sé vel stjórnað," útskýrir Hilmar Hilmar Pétursson og félagar hjá CCP halda áfram að ryðja brautina fyrir aðra sýndarveruleikaheima. Að sögn framkvæmdarstjórans hefur þessi ráðning mælst vel fyrir hjá notendunum og háskólasamfélaginu auk þess sem þetta hefur fengið mikla athygli erlendra fjölmiðla enda um stórt skref að ræða í þessum heimi. Og Hilmar viðurkennir að þótt þeir sem hafi lifað og hrærst í þessum heimi í mörg ár þyki þetta ekkert merkilegt, þá skilji hann vel hina sem reki upp stór augu við þessar fréttir. „Auðvitað er þetta mjög skrýtið, að ráða fagmann til að stjórna efnahagskerfi í sýndarveruleika en við teljum að með þessari ráðningu séum við að koma til móts við þarfir viðskiptavina okkar."
Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira