Lúkas kominn í leitirnar 24. júlí 2007 00:01 "Amma“ Lúkasar heldur hér um hvutta. Hún gætir hans þar til Kristjana, dóttir hennar og eigandi hundsins, snýr aftur frá útlöndum. „Við fyrstu skoðun virðist hann þokkalega heill og glaður yfir að koma heim," segir Klara Sólrún Hjartardóttir, vinkona Kristjönu eiganda Lúkasar og sú sem kom að honum í gærmorgun. Hundurinn hafði verið týndur í einar tíu vikur. Hann var talinn af, vegna ljúgvitnis um grimmilegt dráp, en eigandi hans bar síðan kennsl á hann uppi í fjalli fyrir rúmri viku. Lúkas hefur verið styggur með afbrigðum. Síðustu viku hafa verið egndar fyrir hundinn gildrur í fjallinu og skilinn eftir matur. Lúkas lét svo loks blekkjast og gekk í felligildru í Fálkafelli í fjallinu Súlum. Hann var aldrei í Hlíðarfjalli, eins og talið var. „Ég veit ekki hvaðan þær upplýsingar komu, en við ákváðum bara að leyfa því að vera svoleiðis til að halda fólki í burtu," segir Klara, sem vildi þannig tryggja að hundurinn fældist ekki frekar.„Ég er búin að eyða viku í að öðlast traust hans með því að færa honum mat. Það hvarflaði stundum að mér að hann kæmi ekki en ég gaf mig ekki," segir hún. Klara er búin að fara allt að þrjátíu ferðir í fjallið eftir hvutta og lagði sjálf gildruna sem gómaði hann. Hún er að vonum fegin lyktunum. „Þetta er yndislegur endir á ljótu máli. Hann er búinn að hitta dýralækninn, sem sá ekkert að honum í fljótu bragði. Hann sagði að Lúkas ætti bara að hvílast heima við." Með heimkomu hundsins lýkur afskiptum lögreglunnar á Akureyri af dýrinu. „Þetta er búið að vera ein hringavitleysa og hefur kostað heilmikla vinnu. Það er búið að sólunda fé skattborgara og tíma lögreglunnar," segir Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri. Gunnar veit ekki hver verða eftirmál vegna þeirra sem báru ljúgvitni á sínum tíma. „Það er refsivert að gefa rangan vitnisburð til lögreglu og það virðist hafa gerst í þessu máli. En sýslumaður mun ákvarða um framhaldið síðar." Lúkasarmálið Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Við fyrstu skoðun virðist hann þokkalega heill og glaður yfir að koma heim," segir Klara Sólrún Hjartardóttir, vinkona Kristjönu eiganda Lúkasar og sú sem kom að honum í gærmorgun. Hundurinn hafði verið týndur í einar tíu vikur. Hann var talinn af, vegna ljúgvitnis um grimmilegt dráp, en eigandi hans bar síðan kennsl á hann uppi í fjalli fyrir rúmri viku. Lúkas hefur verið styggur með afbrigðum. Síðustu viku hafa verið egndar fyrir hundinn gildrur í fjallinu og skilinn eftir matur. Lúkas lét svo loks blekkjast og gekk í felligildru í Fálkafelli í fjallinu Súlum. Hann var aldrei í Hlíðarfjalli, eins og talið var. „Ég veit ekki hvaðan þær upplýsingar komu, en við ákváðum bara að leyfa því að vera svoleiðis til að halda fólki í burtu," segir Klara, sem vildi þannig tryggja að hundurinn fældist ekki frekar.„Ég er búin að eyða viku í að öðlast traust hans með því að færa honum mat. Það hvarflaði stundum að mér að hann kæmi ekki en ég gaf mig ekki," segir hún. Klara er búin að fara allt að þrjátíu ferðir í fjallið eftir hvutta og lagði sjálf gildruna sem gómaði hann. Hún er að vonum fegin lyktunum. „Þetta er yndislegur endir á ljótu máli. Hann er búinn að hitta dýralækninn, sem sá ekkert að honum í fljótu bragði. Hann sagði að Lúkas ætti bara að hvílast heima við." Með heimkomu hundsins lýkur afskiptum lögreglunnar á Akureyri af dýrinu. „Þetta er búið að vera ein hringavitleysa og hefur kostað heilmikla vinnu. Það er búið að sólunda fé skattborgara og tíma lögreglunnar," segir Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri. Gunnar veit ekki hver verða eftirmál vegna þeirra sem báru ljúgvitni á sínum tíma. „Það er refsivert að gefa rangan vitnisburð til lögreglu og það virðist hafa gerst í þessu máli. En sýslumaður mun ákvarða um framhaldið síðar."
Lúkasarmálið Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira