Bíll sem lítur út eins og risastórt leikfang er nýjasta hönnun fyrirtækisins Rinspeed. Formið er eins og blanda af gamaldags kappakstursbíl og Volkswagen-bjöllu og boddíið er úr gegnsæju gulu plasti.

Bíllinn heitir eXasis og er hugmyndabíll sem gefur hönnuðunum rými til að stunda tilraunamennsku. Plastefnið gerir bílinn sérstaklega léttan og vegur hann aðeins 750 kíló, sem býður upp á sportbílaakstur, án þess að menga umhverfið en hann drifinn áfram á etanóli. Frekari upplýsingar um bílinn má lesa á vefsíðunni www.rinspeed.com.