Ragnar í Bocuse d‘Or 12. júlí 2007 09:15 Ragnar Ómarsson verður næsti fulltrúi Íslands í Bocuse D‘Or. MYND/Anton Matreiðslumeistarinn Ragnar Ómarsson verður næsti fulltrúi Íslendinga í matreiðslukeppninni Bocuse D’Or, að því er freisting.is greinir frá. Þetta er í annað skiptið sem hann etur kappi við rjóma matreiðslumanna heimsins, en Ragnar keppti fyrst árið 2005, þegar hann lenti í fimmta sæti. Í janúar á þessu ári keppti Friðgeir Ingi Eiríksson fyrir Íslands hönd og hafnaði í áttunda sæti. Bocuse D’Or, sem telst virtasta keppni af sínum toga í heiminum, hefur iðulega verið haldin annað hvert ár. Nú verður annar háttur hafður á, því undankeppni fyrir Evrópu fer fram í Noregi í júlí að ári liðnu. Ragnar þarf að hreppa eitt sjö efstu sætanna þar til að öðlast þátttökurétt í aðalkeppninni. Hún fer að vanda fram í Lyon í Frakklandi. Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Lífið
Matreiðslumeistarinn Ragnar Ómarsson verður næsti fulltrúi Íslendinga í matreiðslukeppninni Bocuse D’Or, að því er freisting.is greinir frá. Þetta er í annað skiptið sem hann etur kappi við rjóma matreiðslumanna heimsins, en Ragnar keppti fyrst árið 2005, þegar hann lenti í fimmta sæti. Í janúar á þessu ári keppti Friðgeir Ingi Eiríksson fyrir Íslands hönd og hafnaði í áttunda sæti. Bocuse D’Or, sem telst virtasta keppni af sínum toga í heiminum, hefur iðulega verið haldin annað hvert ár. Nú verður annar háttur hafður á, því undankeppni fyrir Evrópu fer fram í Noregi í júlí að ári liðnu. Ragnar þarf að hreppa eitt sjö efstu sætanna þar til að öðlast þátttökurétt í aðalkeppninni. Hún fer að vanda fram í Lyon í Frakklandi.
Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Lífið