Þetta var ekkert stelpumark 10. júlí 2007 09:00 Dóra Stefánsdóttir leikmaður Malmö Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir skoraði eitt af mörkum ársins í sænska kvennaboltanum þegar hún innsiglaði 4-0 sigur Ldb Malmö á Hammarby í fyrradag. Á heimasíðu Malmö segir að annað eins mark hafi ekki sést á IP-leikvanginum frá því 1994, þegar gamla kempan Malin Lundgren skoraði fyrir karlalið félagsins í ónefndum leik. „Þetta var sannkallað draumamark, líklega það besta sem ég hef skorað á mínum ferli," sagði Dóra við Fréttablaðið í gær. Markið skoraði hún af rúmlega 20 metra færi en eftir þunga sókn Malmö barst boltinn út fyrir teig þar sem landsliðskonan kom aðvífandi og lét vaða á markið. „Ég hef sjaldan hitt boltann eins vel. Þetta var þrumuskot með ristinni og boltinn endaði í samskeytunum. Þetta var ekkert stelpumark," sagði Dóra hlæjandi en viðurkenndi þó að um algjöra heppni hefði verið að ræða. „Ég mun líklega ekki skora annað svona mark í bráð." Með sigrinum náði Malmö að færast nær toppliði Umea og er nú með 32 stig í þriðja sæti. Djurgarden er stigi ofar í öðru sæti en Umea er á toppnum með 36 stig. „Það munar ekki svo miklu og við erum ennþá í bullandi séns. Það er líka alltaf skemmtilegra að spila þegar spennan er til staðar," segir Dóra en Malmö hefur komið nokkuð á óvart það sem af er leiktíð eftir að hafa verið spáð 5. sæti fyrir tímabilið. Dóra og félagi hennar úr íslenska landsliðinu, Ásthildur Helgadóttir, hafa átt stóran þátt í velgengni liðsins í ár en þurfa að berjast við nánast eintómar landsliðskonur um sæti í liðinu. „Það er mikil samkeppni en það gerir liðið bara betra." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir skoraði eitt af mörkum ársins í sænska kvennaboltanum þegar hún innsiglaði 4-0 sigur Ldb Malmö á Hammarby í fyrradag. Á heimasíðu Malmö segir að annað eins mark hafi ekki sést á IP-leikvanginum frá því 1994, þegar gamla kempan Malin Lundgren skoraði fyrir karlalið félagsins í ónefndum leik. „Þetta var sannkallað draumamark, líklega það besta sem ég hef skorað á mínum ferli," sagði Dóra við Fréttablaðið í gær. Markið skoraði hún af rúmlega 20 metra færi en eftir þunga sókn Malmö barst boltinn út fyrir teig þar sem landsliðskonan kom aðvífandi og lét vaða á markið. „Ég hef sjaldan hitt boltann eins vel. Þetta var þrumuskot með ristinni og boltinn endaði í samskeytunum. Þetta var ekkert stelpumark," sagði Dóra hlæjandi en viðurkenndi þó að um algjöra heppni hefði verið að ræða. „Ég mun líklega ekki skora annað svona mark í bráð." Með sigrinum náði Malmö að færast nær toppliði Umea og er nú með 32 stig í þriðja sæti. Djurgarden er stigi ofar í öðru sæti en Umea er á toppnum með 36 stig. „Það munar ekki svo miklu og við erum ennþá í bullandi séns. Það er líka alltaf skemmtilegra að spila þegar spennan er til staðar," segir Dóra en Malmö hefur komið nokkuð á óvart það sem af er leiktíð eftir að hafa verið spáð 5. sæti fyrir tímabilið. Dóra og félagi hennar úr íslenska landsliðinu, Ásthildur Helgadóttir, hafa átt stóran þátt í velgengni liðsins í ár en þurfa að berjast við nánast eintómar landsliðskonur um sæti í liðinu. „Það er mikil samkeppni en það gerir liðið bara betra."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira