Ráðherra kominn úr fríi 5. júlí 2007 08:00 Þeir sem vinna í heilbrigðisgeiranum kunna sínum nánustu hollráð: ekki veikjast að sumri til, og alls ekki á föstudögum eða um helgar. Sjúkrastofnanir um allt land eru þá fáliðaðar af vönu fólki, margir í fríi, bekkurinn þunnskipaður af vönum höndum og þjálfuðum huga. En alvarlegir sjúkdómar gera oft ekki boð á undan sér og sú vél sem heilbrigðiskerfið er verður að vera virk allt árið. Á liðnum vikum hafa starfsmenn heilbrigðisstofnana blessunarlega haft kjark til að koma fram fyrir skjöldu og lýsa því opinberlega hvernig ástandið er á þessum árstíma: Vaktir mannaðar frá degi til dags, yfirmenn grátbiðja, jafnvel neyða starfsmenn til að fresta sumarleyfum svo halda megi deildum opnum. Gamla ráðið að senda sjúklinga heim og nota sumarleyfi hinna nánustu til að létta á sjúkrastofnunum duga ekki til. Vandi sjúkrastofnana er aldrei eins augljós og að sumarlagi. Ungur heilbrigðisráðherra er kominn úr fríi. Náðardagar hans voru fáir. Á borði hans liggja nú afgreiddar og undirbúnar tillögur fjármálaráðuneytis til reksturs heilbrigðiskerfisins næsta ár. Klár gögn um hvernig reksturinn hefur gengið á þessu ári. Djobbið fær hann með skilaboðum um að ekki skuli rýra heilbrigðisþjónustuna. Hann er ekki öfundsverður. Hinum unga stjórnmálamanni er ætlað að ná á fáum vikum tökum á gríðarstóru og vandasömu verkefni. Öll fyrirtæki í landinu, líka fjölskyldurnar, þurfa ár hvert að stýra eyðslu sinni, neyslu og lífsstíl í samræmi við fjárhagsgetu og þarfir. Víst er heilbrigðiskerfið stórt og flókið apparat, en að þar skuli mönnum koma stöðugt á óvart að sumarleyfi kalla á nýjan mannskap og viðunandi þjónustustig er til marks um að stjórn er þar brugðið og svo hitt að kerfið býr við fjármögnun sem stendur ekki undir eðlilegri og sæmandi þjónustu við almenning, ekki bara hina sjúku sem hafa greitt sitt gjald til samfélagsins um árabil, heldur líka vandamenn þeirra, fjölskyldur og vini. Guðlaugur Þór þarf núna að fara í vinnugallann og taka til hendi. Þær fréttir berast úr félagsmálaráðuneytinu að þar hafi starfsmenn skyndilega breytt sínum sumarleyfum: það er kominn ráðherra sem situr við frá hljóðum morgnum fram á rauðanótt. Svo farið sé í mannjöfnuð. Ráðherranum unga fylgir góður hugur: hann er flinkur málafylgjumaður. Þeirrar gáfu þarf hann líka með næstu misserin. Hans verkefni er að gera íslenskt heilbrigðiskerfi virkara, sterkara í forvörnum, snarara í meðferð. Í samstarfi við aðra ráðherra verður að lyfta grettistaki í uppbyggingu þjónustu við aldraða. Létta verður af sjúkrahúsum langdvölum aldraðra. Hann mun kljást við harðsnúna hagsmunagæslumenn starfsfólks. Hann þarf að sýna framsýni til að dreifa þjónustunni hagkvæmt um landið svo fjárfestingar nýtist. Hann verður að sætta andstæð sjónarmið sem heimta bæði fjölbreytt rekstrarform og að hvergi verði rýrð jöfn aðstaða til læknisþjónustu. Og hann verður að vinna hratt með þungt kerfi sem hefur látið á sjá um árabil vegna niðurskurðar. Hann er kominn í stífa vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun
Þeir sem vinna í heilbrigðisgeiranum kunna sínum nánustu hollráð: ekki veikjast að sumri til, og alls ekki á föstudögum eða um helgar. Sjúkrastofnanir um allt land eru þá fáliðaðar af vönu fólki, margir í fríi, bekkurinn þunnskipaður af vönum höndum og þjálfuðum huga. En alvarlegir sjúkdómar gera oft ekki boð á undan sér og sú vél sem heilbrigðiskerfið er verður að vera virk allt árið. Á liðnum vikum hafa starfsmenn heilbrigðisstofnana blessunarlega haft kjark til að koma fram fyrir skjöldu og lýsa því opinberlega hvernig ástandið er á þessum árstíma: Vaktir mannaðar frá degi til dags, yfirmenn grátbiðja, jafnvel neyða starfsmenn til að fresta sumarleyfum svo halda megi deildum opnum. Gamla ráðið að senda sjúklinga heim og nota sumarleyfi hinna nánustu til að létta á sjúkrastofnunum duga ekki til. Vandi sjúkrastofnana er aldrei eins augljós og að sumarlagi. Ungur heilbrigðisráðherra er kominn úr fríi. Náðardagar hans voru fáir. Á borði hans liggja nú afgreiddar og undirbúnar tillögur fjármálaráðuneytis til reksturs heilbrigðiskerfisins næsta ár. Klár gögn um hvernig reksturinn hefur gengið á þessu ári. Djobbið fær hann með skilaboðum um að ekki skuli rýra heilbrigðisþjónustuna. Hann er ekki öfundsverður. Hinum unga stjórnmálamanni er ætlað að ná á fáum vikum tökum á gríðarstóru og vandasömu verkefni. Öll fyrirtæki í landinu, líka fjölskyldurnar, þurfa ár hvert að stýra eyðslu sinni, neyslu og lífsstíl í samræmi við fjárhagsgetu og þarfir. Víst er heilbrigðiskerfið stórt og flókið apparat, en að þar skuli mönnum koma stöðugt á óvart að sumarleyfi kalla á nýjan mannskap og viðunandi þjónustustig er til marks um að stjórn er þar brugðið og svo hitt að kerfið býr við fjármögnun sem stendur ekki undir eðlilegri og sæmandi þjónustu við almenning, ekki bara hina sjúku sem hafa greitt sitt gjald til samfélagsins um árabil, heldur líka vandamenn þeirra, fjölskyldur og vini. Guðlaugur Þór þarf núna að fara í vinnugallann og taka til hendi. Þær fréttir berast úr félagsmálaráðuneytinu að þar hafi starfsmenn skyndilega breytt sínum sumarleyfum: það er kominn ráðherra sem situr við frá hljóðum morgnum fram á rauðanótt. Svo farið sé í mannjöfnuð. Ráðherranum unga fylgir góður hugur: hann er flinkur málafylgjumaður. Þeirrar gáfu þarf hann líka með næstu misserin. Hans verkefni er að gera íslenskt heilbrigðiskerfi virkara, sterkara í forvörnum, snarara í meðferð. Í samstarfi við aðra ráðherra verður að lyfta grettistaki í uppbyggingu þjónustu við aldraða. Létta verður af sjúkrahúsum langdvölum aldraðra. Hann mun kljást við harðsnúna hagsmunagæslumenn starfsfólks. Hann þarf að sýna framsýni til að dreifa þjónustunni hagkvæmt um landið svo fjárfestingar nýtist. Hann verður að sætta andstæð sjónarmið sem heimta bæði fjölbreytt rekstrarform og að hvergi verði rýrð jöfn aðstaða til læknisþjónustu. Og hann verður að vinna hratt með þungt kerfi sem hefur látið á sjá um árabil vegna niðurskurðar. Hann er kominn í stífa vinnu.
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun