Skemmtileg og einföld íþrótt fyrir almenning 4. júlí 2007 07:00 Púttað í sérstaka frisbígolfkörfu. Mynd/Birgir Þór Ómarsson Frisbígolf, folf, er fyrirbæri sem fer ekki mikið fyrir á Íslandi þótt það sé bráðskemmtileg íþrótt sem allir ættu að geta stundað. „Frisbígolf er golf sem hefur verið yfirfært á frisbídiska og er orðið alþjóðlegt fyrirbæri sem keppt er í á heimsvísu. Í fyrrasumar var haldið alþjóðlegt mót hérna á Íslandi og svo hafa nokkrir Íslendingar farið utan að keppa fyrir hönd landsins. Þetta er ekki orðið eins þekkt og golfið en það er til heimslisti þannig að allar svoleiðis græjur eru í gangi," segir Ásgeir Hreiðarsson framkvæmdastjóri Hamra, útilífs- og umhverfismiðstöðvar skáta. Á tjaldsvæði Hamra er frísbígolfvöllur. Allir frisbígolfvellir eru í náttúrulegu umhverfi og geta því hindranirnar oft verið erfiðar. Tekið á frisbígolfvellinum á Akureyri.mynd/Birgir Þór Ómarsson Grundvallarreglurnar eru nokkuð svipaðar venjulegum golfreglum. Frisbígolf er þó þægilegra að því leytinu til að ekki þarf að leigja eða kaupa mikinn búnað til þess að geta spilað. „Það er hægt að spila þetta með venjulegum frisbídiskum en það er samt betra að vera með sérhannaða diska. Það er mikið úrval til af slíkum diskum og það kostar á bilinu þrjú til fimm þúsund krónur að koma sér upp grunnsetti til þess að fara að spila þetta af alvöru," segir Ásgeir. Aðstæðurnar eru oft erfiðar á vellinum og vandasamt að ná góðum köstum úr aðstæðum sem þessum.mynd/Birgir Þór Ómarsson Nokkrum frisbígolfvöllum hefur verið komið upp á síðastliðnum árum og viðræður eru í gangi um að gera fleiri, að sögn Birgis Þórs Ómarssonar, formanns Íslenska frisbígolfsambandsins. Vellirnir eru umhverfisvænir þar sem notast er við náttúrulegt umhverfi og til dæmis eru tré og runnar notuð sem náttúrulegar hindranir í brautunum. Ókeypis er að spila á frisbígolfvöllum og þeir eru öllum opnir. Bæði börn og fullorðnir eiga að geta spilað án teljandi vandkvæða. Folf er því tilvalin almenningsíþrótt þar sem sameinast skemmtileg og góð hreyfing, útivist og samvera með öðrum. Í sumar geta þeir sem vilja kynnast þessu sporti komið á laugardagsmorgnum á milli 10-12 á völlinn í Gufunesi og fengið leiðsögn. Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Frisbígolf, folf, er fyrirbæri sem fer ekki mikið fyrir á Íslandi þótt það sé bráðskemmtileg íþrótt sem allir ættu að geta stundað. „Frisbígolf er golf sem hefur verið yfirfært á frisbídiska og er orðið alþjóðlegt fyrirbæri sem keppt er í á heimsvísu. Í fyrrasumar var haldið alþjóðlegt mót hérna á Íslandi og svo hafa nokkrir Íslendingar farið utan að keppa fyrir hönd landsins. Þetta er ekki orðið eins þekkt og golfið en það er til heimslisti þannig að allar svoleiðis græjur eru í gangi," segir Ásgeir Hreiðarsson framkvæmdastjóri Hamra, útilífs- og umhverfismiðstöðvar skáta. Á tjaldsvæði Hamra er frísbígolfvöllur. Allir frisbígolfvellir eru í náttúrulegu umhverfi og geta því hindranirnar oft verið erfiðar. Tekið á frisbígolfvellinum á Akureyri.mynd/Birgir Þór Ómarsson Grundvallarreglurnar eru nokkuð svipaðar venjulegum golfreglum. Frisbígolf er þó þægilegra að því leytinu til að ekki þarf að leigja eða kaupa mikinn búnað til þess að geta spilað. „Það er hægt að spila þetta með venjulegum frisbídiskum en það er samt betra að vera með sérhannaða diska. Það er mikið úrval til af slíkum diskum og það kostar á bilinu þrjú til fimm þúsund krónur að koma sér upp grunnsetti til þess að fara að spila þetta af alvöru," segir Ásgeir. Aðstæðurnar eru oft erfiðar á vellinum og vandasamt að ná góðum köstum úr aðstæðum sem þessum.mynd/Birgir Þór Ómarsson Nokkrum frisbígolfvöllum hefur verið komið upp á síðastliðnum árum og viðræður eru í gangi um að gera fleiri, að sögn Birgis Þórs Ómarssonar, formanns Íslenska frisbígolfsambandsins. Vellirnir eru umhverfisvænir þar sem notast er við náttúrulegt umhverfi og til dæmis eru tré og runnar notuð sem náttúrulegar hindranir í brautunum. Ókeypis er að spila á frisbígolfvöllum og þeir eru öllum opnir. Bæði börn og fullorðnir eiga að geta spilað án teljandi vandkvæða. Folf er því tilvalin almenningsíþrótt þar sem sameinast skemmtileg og góð hreyfing, útivist og samvera með öðrum. Í sumar geta þeir sem vilja kynnast þessu sporti komið á laugardagsmorgnum á milli 10-12 á völlinn í Gufunesi og fengið leiðsögn.
Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira