Viðskipti innlent

Kaupa franskt plastfyrirtæki

Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Polimoon. Polimoon, dótturfélag Promens hf., hefur yfirtekið Dekoplast í Frakklandi.
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Polimoon. Polimoon, dótturfélag Promens hf., hefur yfirtekið Dekoplast í Frakklandi.

Polimoon, dótturfélag Promens hf., hefur yfirtekið fyrirtækið Dekoplast í Frakklandi. Deko­plast, sem framleiðir umbúðir fyrir snyrtivöru- og lyfjaframleiðendur, er með árlega sölu yfir sautján milljónum evra. Kaupverð félagsins er ekki gefið upp.

Rekstur Dekoplast hefur á síðustu misserum verið óviðunandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Polimoon. Fyrirtækið hefur verið með starfsemi í tveimur verksmiðjum í Frakklandi og hyggst Polimoon sameina starfsemi þeirra í eina.

„Ég er sannfærð um að yfirtakan á Dekoplast gefur okkur ýmis tækifæri til að efla starfsemi þess og auka framleiðni. Við munum sameina starfsemi fyrirtækjanna tveggja og styrkja hana með þeirri miklu þekkingu er til staðar hjá Promens og Polimoon," er haft eftir Ragnhildi Geirsdóttur, forstjóra Polimoon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×