Mótvægi við Bandaríkin 2. júní 2007 00:01 Leiðtogar Indlands og Kína Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, og Hu Jintao, forseti Kína, hittust í nóvember í Nýju-Delí á fyrsta leiðtogafundi ríkjanna í áratug. Sameiginleg þjóðarframleiðsla þessara ríkja er orðin meiri en þjóðarframleiðsla Bandaríkjanna. fréttablaðið/AFP Í fjórðu grein sinni í Fréttablaðinu veltir Mikhaíl Gorbatsjov því fyrir sér hvort nýju „risaríkin“ fjögur, Brasilía, Rússland, Indland og Kína, geti haft taumhald á Bandaríkjunum á alþjóðavettvangi. Spurning Munu verðandi risaríki á borð við Kína, Indland, Rússland og Brasilíu vinna saman gegn Bandaríkjunum og koma á stöðugleika í heiminum?Shan Subramaniam Svar Áhyggjur af óstöðugleika í heiminum eru útbreiddar og tengjast andúð á núverandi stefnu Bandaríkjanna, og þá eru „risaveldin“ fjögur stundum nefnd sem mótvægi við heimsyfirráð Bandaríkjanna. Vissulega er það rétt að samanlögð verg þjóðarframleiðsla Kína og Indlands – heildarverðmæti allrar vöruframleiðslu og þjónustu sem er innt af hendi í tilteknu landi á tilteknu tímabili – er nú orðin meiri en verg þjóðarframleiðsla Bandaríkjanna. Einnig er verg þjóðarframleiðsla Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína samtals nú orðin jafn mikil og verg þjóðarframleiðsla Evrópusambandsins: um það bil 13,7 trilljónir dala á síðasta ári. Það er óhjákvæmilegt að bæði efnahagsleg völd og pólitískt mikilvægi nýju heimshlutaveldanna fjögurra, Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína – BRIC-landanna svokölluðu – muni vaxa.Ólík innbyrðisMikhail gorbachevEkki er lengur hægt að ógna þessum fjórum ríkjum til hlýðni, „halda þeim á mottunni“ né koma fram við þau af yfirlæti sem minni háttar samstarfsaðila í heimsmálunum. Þessi staðreynd er eitt helsta einkenni ástandsins í heiminum um þessar mundir. Nauðsynlegt er að taka mið af því. Samt sem áður tel ég ekki að vaxandi styrkleiki þessara fjögurra ríkja verði til þess að þau muni í reynd sameinast í einhvers konar bandalag. Til þess eru þau of ólík innbyrðis, hvert með sín sérstöku vandamál og hvert með sína sérstöku hagsmuni. Auk þess sýnist mér að þau hafi engan áhuga á að byggja upp stefnumál sín á grundvelli átaka. Afstaða þeirra til heimsmálanna á margt sameiginlegt með þeirri nýju hugsun sem ég hef barist fyrir og sem átti sinn þátt í að binda enda á kalda stríðið. ÁhyggjurGorbiEngu að síður hljóta leiðtogar BRIC-landanna að hafa áhyggjur af tilraunum Bandaríkjanna til að koma sér upp einokunarstjórn í heiminum og beita völdum sínum einkum með hernaði. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur talað sérlega opinskátt um þess konar áhyggjur. Aðrir hafa einnig andmælt einhliða stefnu Bandaríkanna, og það með réttu. Bandaríkin halda áfram að koma sér upp stríðsvopnum, hafa framlengt herskyldudvöl hermanna sinna í Írak og eru að leggja af stað með ný hernaðaráform. Í Washington verður næstum því hvert einasta vandamál á alþjóðvettvangi kveikja að tali um hernaðarlega lausn: Hugsanleg kjarnorkuhætta af Íran og samskiptin við Norður-Kóreu koma upp í hugann nánast samstundis. Geta Bandaríkin nokkurn tímann lært af afleiðingum þess að ráðast inn í Írak? Liggur það ekki í augum uppi að síðustu fimmtán árin hafa vopnuð átök ekki leyst eitt einasta vandamál? Geta bandarískir stjórnmálamenn ekki áttað sig á því að þessar sýningar á hernaðarmætti hafa í mörgum tilvikum gert illt verra? Hættuleg tækiÞað er eins og Winston Churchill sagði einhverju sinni: „Þú getur alltaf treyst því að Bandaríkjamenn gera það sem rétt er – eftir að þeir hafa reynt allt annað.“ Ég er hræddur um að þeir séu enn að reyna. Svo virðist sem ekki sé nóg að hafa hundruð bandarískra herstöðva úti um allan heim. Nú á að staðsetja eldflaugavarnarkerfi í hjarta Evrópu: í Tékklandi og Póllandi. En hvar eru sannanir þess að það sé nauðsynlegt? (Seint og um síðir hófust samráðsviðræður við bandamenn í Atlantshafsbandalaginu og við Rússland í viðleitni til að svara þeirri spurningu eftir á.) Og hvað með afstöðu íbúanna í gistiríkjunum: Eru þeir hrifnir af þessum hættulegu tækjum? Á bak við óttannMaður gæti haldið að bandarískir stjórnmálamenn væru haldnir ótta, að Bandaríkjamenn væru alltaf hræddir: Við hryðjuverkamenn, við „óstýrilátu ríkin eða við óútreiknanleika Rússlands eða Kína. En þess háttar vandamál á alþjóðavettvangi – hvort heldur raunveruleg, ímynduð eða ýkt – kynda einungis undir lítt dulbúnum markmiðum. Þau þjóna einkum hagsmunum þeirra sem hagnast á himinháum útgjöldum til hernaðarmála. Á bak við þá sem hvetja til stríðs leynast alltaf hinir sem græða á stríði. Stjórnmál sem byggð eru á slíkum grunni geta hvorki fært okkur stöðugleika né öryggi. Þau verða að breytast. Bæði nýju valdamiðjurnar og bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu geta gert margt til að leiða þau á rétta braut. Þau ættu ekki að standa aðgerðarlaus hjá og horfa á Bandaríkin og samstarfsríki þeirra hlaða nýjum mistökum ofan á gömul. Á endanum þurfa allir að greiða gjaldið: Bandaríkin, Evrópa og önnur ríki í heiminum. Aðgerða er þörfVið þurfum nýja aðgerðaáætlun sem stefnir að því að lækna heiminn af þeirri stríðsveiki sem hamlar lausnum raunverulegra vandamála. Frumkvæði af því tagi þarf ekki að vera nein ógn fyrir Bandaríkin. Ég þekki Bandaríkin nógu vel til að geta fullyrt að innan pólitískra stofnana þar eru margir sem líta svo á að þessi einhliða stefna muni enda í ógöngum og eru að leita að útgönguleið. Alþjóðamálefni verða vafalaust í brennidepli í kosningabaráttunni sem nú er hafin fyrir forsetakosningarnar. Það er ekki rétt, sem sumir halda fram, að allar tilraunir til að hafa áhrif á framferði Bandaríkjanna séu dæmdar til að mistakast. Sú staðreynd, að ríki heimsins eru hvert öðru háð og að valdahlutföllin eru að breytast, mun óhjákvæmilega verða sterk rök við alþjóðlega samningaborðið. Ekkert eitt ríki eða hópur ríkja getur þröngvað sínum vilja, sínum markmiðum eða sínum grundvallarreglum upp á önnur ríki. Enga feimniBrasilía, Rússland, Indland og Kína eru nú þegar mikilvægir leikendur á alþjóðasviðinu. Þau ættu ekki að vera neitt feimin við að beita áhrifum sínum, sem eru töluverð. Þær grundvallarreglur, sem nú eru í gildi, einkum á sviði alþjóðaviðskipta, hygla þeim sem fyrirfram standa betur að vígi. Þetta er ekki jafn leikur. Margar alþjóðastofnanir, svo sem Heimsviðskiptastofnunin, Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, eru hluti af þessu kerfi. Ég er ekki að halda því fram að nú þurfi að kollvarpa því, en það er fyrir löngu kominn tími á að gera miklar breytingar. Með því að starfa saman, og með öðrum, geta Kína, Indland og Brasilía, sem öll eru á uppleið, ásamt Rússlandi, sem nú hefur öðlast nýjan styrk, gert mikið til að snúa við hinni neikvæðu þróun sem við höfum séð á síðustu árum. Þau geta náð árangri með því að hafa frumkvæði í þróun nýstárlegrar stefnumörkunar og skynsamlegra leiða að þeim markmiðum. Bandalag gegn Bandaríkjunum er hvorki nauðsynlegt né æskilegt. En samhæfðar aðgerðir á alþjóðavettvangi geta verið í þágu sameiginlegs öryggis okkar og stöðugleika. Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Í fjórðu grein sinni í Fréttablaðinu veltir Mikhaíl Gorbatsjov því fyrir sér hvort nýju „risaríkin“ fjögur, Brasilía, Rússland, Indland og Kína, geti haft taumhald á Bandaríkjunum á alþjóðavettvangi. Spurning Munu verðandi risaríki á borð við Kína, Indland, Rússland og Brasilíu vinna saman gegn Bandaríkjunum og koma á stöðugleika í heiminum?Shan Subramaniam Svar Áhyggjur af óstöðugleika í heiminum eru útbreiddar og tengjast andúð á núverandi stefnu Bandaríkjanna, og þá eru „risaveldin“ fjögur stundum nefnd sem mótvægi við heimsyfirráð Bandaríkjanna. Vissulega er það rétt að samanlögð verg þjóðarframleiðsla Kína og Indlands – heildarverðmæti allrar vöruframleiðslu og þjónustu sem er innt af hendi í tilteknu landi á tilteknu tímabili – er nú orðin meiri en verg þjóðarframleiðsla Bandaríkjanna. Einnig er verg þjóðarframleiðsla Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína samtals nú orðin jafn mikil og verg þjóðarframleiðsla Evrópusambandsins: um það bil 13,7 trilljónir dala á síðasta ári. Það er óhjákvæmilegt að bæði efnahagsleg völd og pólitískt mikilvægi nýju heimshlutaveldanna fjögurra, Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína – BRIC-landanna svokölluðu – muni vaxa.Ólík innbyrðisMikhail gorbachevEkki er lengur hægt að ógna þessum fjórum ríkjum til hlýðni, „halda þeim á mottunni“ né koma fram við þau af yfirlæti sem minni háttar samstarfsaðila í heimsmálunum. Þessi staðreynd er eitt helsta einkenni ástandsins í heiminum um þessar mundir. Nauðsynlegt er að taka mið af því. Samt sem áður tel ég ekki að vaxandi styrkleiki þessara fjögurra ríkja verði til þess að þau muni í reynd sameinast í einhvers konar bandalag. Til þess eru þau of ólík innbyrðis, hvert með sín sérstöku vandamál og hvert með sína sérstöku hagsmuni. Auk þess sýnist mér að þau hafi engan áhuga á að byggja upp stefnumál sín á grundvelli átaka. Afstaða þeirra til heimsmálanna á margt sameiginlegt með þeirri nýju hugsun sem ég hef barist fyrir og sem átti sinn þátt í að binda enda á kalda stríðið. ÁhyggjurGorbiEngu að síður hljóta leiðtogar BRIC-landanna að hafa áhyggjur af tilraunum Bandaríkjanna til að koma sér upp einokunarstjórn í heiminum og beita völdum sínum einkum með hernaði. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur talað sérlega opinskátt um þess konar áhyggjur. Aðrir hafa einnig andmælt einhliða stefnu Bandaríkanna, og það með réttu. Bandaríkin halda áfram að koma sér upp stríðsvopnum, hafa framlengt herskyldudvöl hermanna sinna í Írak og eru að leggja af stað með ný hernaðaráform. Í Washington verður næstum því hvert einasta vandamál á alþjóðvettvangi kveikja að tali um hernaðarlega lausn: Hugsanleg kjarnorkuhætta af Íran og samskiptin við Norður-Kóreu koma upp í hugann nánast samstundis. Geta Bandaríkin nokkurn tímann lært af afleiðingum þess að ráðast inn í Írak? Liggur það ekki í augum uppi að síðustu fimmtán árin hafa vopnuð átök ekki leyst eitt einasta vandamál? Geta bandarískir stjórnmálamenn ekki áttað sig á því að þessar sýningar á hernaðarmætti hafa í mörgum tilvikum gert illt verra? Hættuleg tækiÞað er eins og Winston Churchill sagði einhverju sinni: „Þú getur alltaf treyst því að Bandaríkjamenn gera það sem rétt er – eftir að þeir hafa reynt allt annað.“ Ég er hræddur um að þeir séu enn að reyna. Svo virðist sem ekki sé nóg að hafa hundruð bandarískra herstöðva úti um allan heim. Nú á að staðsetja eldflaugavarnarkerfi í hjarta Evrópu: í Tékklandi og Póllandi. En hvar eru sannanir þess að það sé nauðsynlegt? (Seint og um síðir hófust samráðsviðræður við bandamenn í Atlantshafsbandalaginu og við Rússland í viðleitni til að svara þeirri spurningu eftir á.) Og hvað með afstöðu íbúanna í gistiríkjunum: Eru þeir hrifnir af þessum hættulegu tækjum? Á bak við óttannMaður gæti haldið að bandarískir stjórnmálamenn væru haldnir ótta, að Bandaríkjamenn væru alltaf hræddir: Við hryðjuverkamenn, við „óstýrilátu ríkin eða við óútreiknanleika Rússlands eða Kína. En þess háttar vandamál á alþjóðavettvangi – hvort heldur raunveruleg, ímynduð eða ýkt – kynda einungis undir lítt dulbúnum markmiðum. Þau þjóna einkum hagsmunum þeirra sem hagnast á himinháum útgjöldum til hernaðarmála. Á bak við þá sem hvetja til stríðs leynast alltaf hinir sem græða á stríði. Stjórnmál sem byggð eru á slíkum grunni geta hvorki fært okkur stöðugleika né öryggi. Þau verða að breytast. Bæði nýju valdamiðjurnar og bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu geta gert margt til að leiða þau á rétta braut. Þau ættu ekki að standa aðgerðarlaus hjá og horfa á Bandaríkin og samstarfsríki þeirra hlaða nýjum mistökum ofan á gömul. Á endanum þurfa allir að greiða gjaldið: Bandaríkin, Evrópa og önnur ríki í heiminum. Aðgerða er þörfVið þurfum nýja aðgerðaáætlun sem stefnir að því að lækna heiminn af þeirri stríðsveiki sem hamlar lausnum raunverulegra vandamála. Frumkvæði af því tagi þarf ekki að vera nein ógn fyrir Bandaríkin. Ég þekki Bandaríkin nógu vel til að geta fullyrt að innan pólitískra stofnana þar eru margir sem líta svo á að þessi einhliða stefna muni enda í ógöngum og eru að leita að útgönguleið. Alþjóðamálefni verða vafalaust í brennidepli í kosningabaráttunni sem nú er hafin fyrir forsetakosningarnar. Það er ekki rétt, sem sumir halda fram, að allar tilraunir til að hafa áhrif á framferði Bandaríkjanna séu dæmdar til að mistakast. Sú staðreynd, að ríki heimsins eru hvert öðru háð og að valdahlutföllin eru að breytast, mun óhjákvæmilega verða sterk rök við alþjóðlega samningaborðið. Ekkert eitt ríki eða hópur ríkja getur þröngvað sínum vilja, sínum markmiðum eða sínum grundvallarreglum upp á önnur ríki. Enga feimniBrasilía, Rússland, Indland og Kína eru nú þegar mikilvægir leikendur á alþjóðasviðinu. Þau ættu ekki að vera neitt feimin við að beita áhrifum sínum, sem eru töluverð. Þær grundvallarreglur, sem nú eru í gildi, einkum á sviði alþjóðaviðskipta, hygla þeim sem fyrirfram standa betur að vígi. Þetta er ekki jafn leikur. Margar alþjóðastofnanir, svo sem Heimsviðskiptastofnunin, Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, eru hluti af þessu kerfi. Ég er ekki að halda því fram að nú þurfi að kollvarpa því, en það er fyrir löngu kominn tími á að gera miklar breytingar. Með því að starfa saman, og með öðrum, geta Kína, Indland og Brasilía, sem öll eru á uppleið, ásamt Rússlandi, sem nú hefur öðlast nýjan styrk, gert mikið til að snúa við hinni neikvæðu þróun sem við höfum séð á síðustu árum. Þau geta náð árangri með því að hafa frumkvæði í þróun nýstárlegrar stefnumörkunar og skynsamlegra leiða að þeim markmiðum. Bandalag gegn Bandaríkjunum er hvorki nauðsynlegt né æskilegt. En samhæfðar aðgerðir á alþjóðavettvangi geta verið í þágu sameiginlegs öryggis okkar og stöðugleika.
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira