Neita að upplýsa um kreditkort ráðherra 2. apríl 2007 06:45 Notkun kreditkorta ráðherra á nafni ríkisins er sögð bundin við kostnað vegna ferðalaga og ekki til persónulegra innkaupa. MYND/Pjetur Átta ráðherrar hafa kreditkort ríkisins á sínu nafni en fjórir ekki. Ráðuneytin átta neita öll að afhenda afrit af greiðsluyfirliti vegna kreditkortanna. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi segir ráðuneytin geta ákveðið hvort viðkomandi ráðherra hafi kreditkort ríkisins á sínu nafni. „Við höfum verið dálítið íhaldssamir með að menn væru ekki að nota þetta, sérstaklega vegna þess að utanumhaldið er erfitt. Við vorum spurðir um þetta á sínum tíma og vorum frekar á því að sleppa því en gátum ekki bannað það," segir ríkisendurskoðandi. Það eru forsætisráðherra, utanríkisráðherra, landbúnaðarráðherra, menntamálaráðherra, umhverfisráðherra, fjármálaráðherra, sjávarútvegsráðherra og félagsmálaráðherra sem hafa kreditkort á sínu nafni, líkt og forverar þeirra. Sigurður Þórðarson. Gátum ekki bannað kreditkortin, segir ríkisendurskoðandi. Notkun kreditkorta ráðherranna er sögð bundin við kostnað vegna ferðalaga og þau eru ekki ætluð til persónulegra innkaupa. Úttektarheimildin er 700 þúsund krónur í nánast öllum ráðuneytum. Fréttablaðið spurði ráðuneytin hvort kort ráðherra hefði einhvern tímann verið notað til persónulegra innkaupa. Félagsmálaráðuneytið sagði kreditkort ráðuneytisins aldrei hafa verið notuð til persónulegra innkaupa. Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, sagði það ekki hafa gerst í ráðuneytinu að kreditkortið hefði verið notað fyrir einkaútgjöldum. Önnur ráðuneyti létu nægja að vitna í reglur um notkun kortsins: „Notkun þess er bundin við kostnað vegna ferðalaga ráðherra en ekki til persónulegra innkaupa," segir til dæmis í svari utanríkisráðuneytisins. Bolli Þór Bollason. Kreditkortin notuð til þæginda, segir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Bolli sagði kreditkort ríkisins á nafni ráðherra eða ráðuneytisstjóra vera notað til að greiða hótel og hugsanlega risnu ráðuneytisins. „Það kemur fyrir að ráðherra heldur boð í útlöndum og þá er stundum greitt með þessu korti en yfirleitt greiðir ráðuneytisstjórinn. Það er mjög sjaldgæft að forsætisráðherra noti sitt kort," segir Bolli Þór. Spurður um ástæðu fyrir notkun kortanna segir Bolli Þór það einfaldlega vera spurningu um þægindi: „Menn voru ýmist að greiða af dagpeningum sínum, með eigin korti eða fá með sér mikið af gjaldeyri. Það er miklu eðlilegra að hafa kort á vegum ráðuneytisins og þvælast ekki um með gjaldeyri eða blanda eigin kortum í þetta." Kosningar 2007 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Átta ráðherrar hafa kreditkort ríkisins á sínu nafni en fjórir ekki. Ráðuneytin átta neita öll að afhenda afrit af greiðsluyfirliti vegna kreditkortanna. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi segir ráðuneytin geta ákveðið hvort viðkomandi ráðherra hafi kreditkort ríkisins á sínu nafni. „Við höfum verið dálítið íhaldssamir með að menn væru ekki að nota þetta, sérstaklega vegna þess að utanumhaldið er erfitt. Við vorum spurðir um þetta á sínum tíma og vorum frekar á því að sleppa því en gátum ekki bannað það," segir ríkisendurskoðandi. Það eru forsætisráðherra, utanríkisráðherra, landbúnaðarráðherra, menntamálaráðherra, umhverfisráðherra, fjármálaráðherra, sjávarútvegsráðherra og félagsmálaráðherra sem hafa kreditkort á sínu nafni, líkt og forverar þeirra. Sigurður Þórðarson. Gátum ekki bannað kreditkortin, segir ríkisendurskoðandi. Notkun kreditkorta ráðherranna er sögð bundin við kostnað vegna ferðalaga og þau eru ekki ætluð til persónulegra innkaupa. Úttektarheimildin er 700 þúsund krónur í nánast öllum ráðuneytum. Fréttablaðið spurði ráðuneytin hvort kort ráðherra hefði einhvern tímann verið notað til persónulegra innkaupa. Félagsmálaráðuneytið sagði kreditkort ráðuneytisins aldrei hafa verið notuð til persónulegra innkaupa. Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, sagði það ekki hafa gerst í ráðuneytinu að kreditkortið hefði verið notað fyrir einkaútgjöldum. Önnur ráðuneyti létu nægja að vitna í reglur um notkun kortsins: „Notkun þess er bundin við kostnað vegna ferðalaga ráðherra en ekki til persónulegra innkaupa," segir til dæmis í svari utanríkisráðuneytisins. Bolli Þór Bollason. Kreditkortin notuð til þæginda, segir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Bolli sagði kreditkort ríkisins á nafni ráðherra eða ráðuneytisstjóra vera notað til að greiða hótel og hugsanlega risnu ráðuneytisins. „Það kemur fyrir að ráðherra heldur boð í útlöndum og þá er stundum greitt með þessu korti en yfirleitt greiðir ráðuneytisstjórinn. Það er mjög sjaldgæft að forsætisráðherra noti sitt kort," segir Bolli Þór. Spurður um ástæðu fyrir notkun kortanna segir Bolli Þór það einfaldlega vera spurningu um þægindi: „Menn voru ýmist að greiða af dagpeningum sínum, með eigin korti eða fá með sér mikið af gjaldeyri. Það er miklu eðlilegra að hafa kort á vegum ráðuneytisins og þvælast ekki um með gjaldeyri eða blanda eigin kortum í þetta."
Kosningar 2007 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira