Allir eru kerlingar inn við beinið 31. mars 2007 14:38 Sverrir Stormsker, „Það er heilladrúgt fyrir listamenn að lenda á grenjandi bömmer á svona tuttugu ára fresti. Spurðu bara Bubba!” fréttablaðið/Hörður. Það var eingöngu út af grenjandi ástarsorg,“ segir Sverrir. ,,Út af æskuástinni, stelpu sem ég hafði þekkt allt lífið, eða taldi mig hafa þekkt. Kynntumst þegar við vorum sjö ára og fyrir um þremur árum fór ástin að blómstra okkar í milli svona líka svakalega og hún hellti yfir mig ástarjátningum og loforðum og væntingum um að hún ætlaði að splitta sínu „óhamingjusama og steingelda hjónabandi“, sem hún kallaði svo, eða sínu „opna og góða hjónabandi“, eins og kallinn hennar orðaði það, en svo sveik hún þetta allt saman á einu bretti í gauðshætti sínum og ákvað að halda áfram að sofa þyrnirósarsvefni út allt lífið, vel hjónabundin og óhamingjusöm. Þetta var náttúrlega áfall og ég tók stefnuna út í heim. Það kom á daginn að ég var aðeins stemning í hennar innantóma lífi og svo fór hún daðrandi með buxurnar á hælunum yfir í næsta gæja og næsta og næsta en alltaf hangandi í sínu tilbreytingarsnauða „opna“ hjónabandi. Þessi æskuást mín var því miður ekki annað en fallegar umbúðir utan um loft, sídaðrandi léttúðardrós sem meinti akkúrat ekkert með öllum sínum hástemmdu loforðum og fagurgala. Því betur sem ég kynntist henni því minna þekkti ég hana. En það kom. Í dag þekki ég hana of vel til að vilja þekkja hana. En auðvitað mun mér alltaf þykja vænt um hana, eða það held ég.“ Og nýja platan er öll um þetta? ,,Já, alveg 90 prósent! Menn hafa gert plötur af mun minna tilefni. Mér finnst að menn eigi að hafa hlutina temmilega einlæga ef þeir eru að gera þá á alvarlegum nótum. Það má ekki vera falskur tónn í verki ef það á að ná einhverri dýpt.“ Hefurðu gert plötu þegar þú varst rosa hamingjusamur? ,,Jú, jú, til dæmis plötuna Ör-lög sem er gríðarleg hamingjuplata. Og ekki bara þá plötu – það er nú ekki eins og maður sé einhver langlegusjúklingur. En þegar upp er staðið eru bömmerplöturnar tvær, Lífsleiðin(n) og þessi, líklega bestu plöturnar. Það er heilladrjúgt fyrir listamenn að lenda á grenjandi bömmer á svona tuttugu ára fresti. Spurðu bara Bubba! Er ekki Kona hans besta plata?“Nauðsynlegri en klósettSverrir birtist óvænt árið 1985 þegar fyrsta platan hans kom út. Nýja platan er sú tólfta í röðinni en hann var afkastamestur fyrstu fimm árin þegar hann dældi út níu plötum. Hvernig sér Stormsker hlustendur sína fyrir sér? ,,Þeir eru alveg frá kornungum tattúveruðum harðsvíruðum sjóræningjum upp í áttræðar grátgjarnar kerlingar með rúllur í hárinu og lafandi sígarettu í munnvikinu. Þetta eru svo ólíkar plötur sem ég hef gert. Pétur heitinn Kristjánsson sagði mér að hann hafi verið að selja Tekið stórt upp í sig og Tekið stærra upp í sig í Vestmannaeyjum þegar sjötugur karl kom með fimmtíu ára son sinn og bað um tvö eintök af þeim plötum. Karlinn sagði að þær væru nauðsynlegri á hvert heimili en klósett.“ Kemur ekki Tekið stærst upp í sig? ,,Jú, ég þarf að gera hana fyrir sjötugt. Þetta var hugsað sem trílógía.“ Hvenær á ferlinum hefur þér liðið mest sem poppstjörnu? ,,Mér hefur aldrei liðið sem poppstjörnu, en það var voðalegt Stormskersæði í kringum Euro-visiondæmið 1988.“ Það voru margir sem áttu von á því að þú myndir fletta þig klæðum þar … ,,…jú, jú og kúka á gólfið og æla framan í áhorfendur og ég veit ekki hvað og hvað. Ég held að ég sé miklu kurteisari en fólk heldur. Ég var í mesta lagi að pæla í að múna á liðið í salnum en ekkert meira. Silvía Nótt tók af mér ómakið löngu seinna. Fólk gerir sér mynd af mér sem einhverjum kjaftforum rudda en það er ekki svo. Það er svo erfitt að hugsa að sumir kjósa heldur að dæma. Ég er náttúrulega meingallaður apaköttur, enda skapaður í guðs mynd, en ég er líka voðalega viðkvæmur eins og líklegast flestir. Ætli allir séu ekki óttalegar kerlingar inn við beinið.“ Ég man nú ljóslifandi eftir sjónvarpsviðtali við þig þar sem þú kallaðir fyrrverandi sambýliskonu þína ,,sæðistunnu“. ,,Já, það urðu allir voðalega hneykslaðir fyrir hennar hönd og risu upp á afturlappirnar í heilagri bræði, en henni sjálfri fannst þetta bara fyndið og hló að þessu. Líklegast var hún eina manneskjan á landinu sem hafði húmor fyrir þessu enda vissi hún að ég var bara að fíflast.“Gamlárskvöld í öðru sólkerfiSverrir hafði aldrei farið til Asíu áður en hann tók sig upp fyrir rúmlega tveimur árum. Ferðinni var fyrst heitið til Kína, en svo var hann mest á Taílandi. ,,Ég var svo þrælheppinn að hitta Hemma Gunn hér í bænum áður en ég lagði í hann og hann sagði mér að ég yrði að koma við á Taílandi. Það er skemmtilegasta landið í Asíu og þar er svakalega viðkunnanlegt fólk. Það er allt gott við Taíland og alveg vonlaust að lýsa því með orðum. Ég hafði gert mér smá hugmynd um lífið þarna en þegar maður er mættur á svæðið er þetta allt öðruvísi. Þetta er eins og að fara yfir í annað sólkerfi.“ Hvernig var þá að koma til Íslands aftur? ,,Hreinn og klár vibbi. Það er ekki beint gaman að koma úr 30 stiga hita og sól þar sem allt er líbó og skemmtilegt í þetta myrkur og þessi hrollköldu þrúgandi þunglamalegu kommúnistaleiðindi sem eru hérna á Íslandi.“ Varstu ekki kominn með heimþrá þarna úti? ,,Ég er kominn með heimþrá núna, það er að segja til Asíu.“ Er Taíland eintóm hamingja, þú á stuttbuxum og allir í stuði? ,,Nákvæmlega. Þar sprettur maður fram úr á morgnana en hér fer dagurinn í að reyna að sofa hann af sér, enda ekkert að gerast. Það er gamlárskvöld á hverju kvöldi þarna úti en hér er föstudagurinn langi árið um kring.“Heimsmet í heimsmetumFannst þér Ísland hafa breyst þegar þú snerir til baka? ,,Ef eitthvað, þá var það kannski orðið enn þá forpokaðra. Ég kom beint inn í umræðu um einhverja skaðræðis klámráðstefnu sem hafði verið flautuð af og einhvern stórhættulegan Smáralindarbækling. Öll blöð stútfull af móðursýki og geðveikislegum hugmyndum um herlögreglu gegn klámi og netlögreglu og hugsanalögreglu o.s.frv. o.s.frv. Alveg stórkostlegt.“ Hvernig líst þér á alla nýju íslensku millana? ,,Ég er bara ánægður með þá. Því fleiri millar því betra. Það er jafn gaman að sjá alla þessa milla og það er leiðinlegt að sjá fólk sem hefur varla til hnífs og skeiðar. Það kom mér á óvart eftir tveggja ára fjarveru að það var verið að tala um nákvæmlega sömu hlutina og þegar ég fór – gamla frasann um að það þurfi að gera meira fyrir gamla fólkið og öryrkja en af hverju reyna menn ekki að breyta þessu óréttlæti í eitt skipti fyrir öll? Það var eins og ég hefði verið í burtu í tvo tíma. Það er dapurt hvað við eigum heimsmet í mörgu fíflalegu: Við erum með hæstu vexti í heimi, hæsta matarverð í heimi, hæsta bensínverðið, mestu fákeppni í heimi, lengsta vinnutímann, og svo er hér líklega mesta sólarleysi í heimi.“ Hvaða hvaða, erum við ekki hamingjusamasta þjóð í heimi? ,,Já einmitt. Ég gerði vísu um þetta einu sinni: Þótt þjóðin sé hláturmild, happí og lyndisgóð þá hef ég samt grun um að obbinn í laumi gráti. Við erum heimsins hamingjusamasta þjóð og heimsmet eigum í þunglyndislyfjaáti.“n Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Það var eingöngu út af grenjandi ástarsorg,“ segir Sverrir. ,,Út af æskuástinni, stelpu sem ég hafði þekkt allt lífið, eða taldi mig hafa þekkt. Kynntumst þegar við vorum sjö ára og fyrir um þremur árum fór ástin að blómstra okkar í milli svona líka svakalega og hún hellti yfir mig ástarjátningum og loforðum og væntingum um að hún ætlaði að splitta sínu „óhamingjusama og steingelda hjónabandi“, sem hún kallaði svo, eða sínu „opna og góða hjónabandi“, eins og kallinn hennar orðaði það, en svo sveik hún þetta allt saman á einu bretti í gauðshætti sínum og ákvað að halda áfram að sofa þyrnirósarsvefni út allt lífið, vel hjónabundin og óhamingjusöm. Þetta var náttúrlega áfall og ég tók stefnuna út í heim. Það kom á daginn að ég var aðeins stemning í hennar innantóma lífi og svo fór hún daðrandi með buxurnar á hælunum yfir í næsta gæja og næsta og næsta en alltaf hangandi í sínu tilbreytingarsnauða „opna“ hjónabandi. Þessi æskuást mín var því miður ekki annað en fallegar umbúðir utan um loft, sídaðrandi léttúðardrós sem meinti akkúrat ekkert með öllum sínum hástemmdu loforðum og fagurgala. Því betur sem ég kynntist henni því minna þekkti ég hana. En það kom. Í dag þekki ég hana of vel til að vilja þekkja hana. En auðvitað mun mér alltaf þykja vænt um hana, eða það held ég.“ Og nýja platan er öll um þetta? ,,Já, alveg 90 prósent! Menn hafa gert plötur af mun minna tilefni. Mér finnst að menn eigi að hafa hlutina temmilega einlæga ef þeir eru að gera þá á alvarlegum nótum. Það má ekki vera falskur tónn í verki ef það á að ná einhverri dýpt.“ Hefurðu gert plötu þegar þú varst rosa hamingjusamur? ,,Jú, jú, til dæmis plötuna Ör-lög sem er gríðarleg hamingjuplata. Og ekki bara þá plötu – það er nú ekki eins og maður sé einhver langlegusjúklingur. En þegar upp er staðið eru bömmerplöturnar tvær, Lífsleiðin(n) og þessi, líklega bestu plöturnar. Það er heilladrjúgt fyrir listamenn að lenda á grenjandi bömmer á svona tuttugu ára fresti. Spurðu bara Bubba! Er ekki Kona hans besta plata?“Nauðsynlegri en klósettSverrir birtist óvænt árið 1985 þegar fyrsta platan hans kom út. Nýja platan er sú tólfta í röðinni en hann var afkastamestur fyrstu fimm árin þegar hann dældi út níu plötum. Hvernig sér Stormsker hlustendur sína fyrir sér? ,,Þeir eru alveg frá kornungum tattúveruðum harðsvíruðum sjóræningjum upp í áttræðar grátgjarnar kerlingar með rúllur í hárinu og lafandi sígarettu í munnvikinu. Þetta eru svo ólíkar plötur sem ég hef gert. Pétur heitinn Kristjánsson sagði mér að hann hafi verið að selja Tekið stórt upp í sig og Tekið stærra upp í sig í Vestmannaeyjum þegar sjötugur karl kom með fimmtíu ára son sinn og bað um tvö eintök af þeim plötum. Karlinn sagði að þær væru nauðsynlegri á hvert heimili en klósett.“ Kemur ekki Tekið stærst upp í sig? ,,Jú, ég þarf að gera hana fyrir sjötugt. Þetta var hugsað sem trílógía.“ Hvenær á ferlinum hefur þér liðið mest sem poppstjörnu? ,,Mér hefur aldrei liðið sem poppstjörnu, en það var voðalegt Stormskersæði í kringum Euro-visiondæmið 1988.“ Það voru margir sem áttu von á því að þú myndir fletta þig klæðum þar … ,,…jú, jú og kúka á gólfið og æla framan í áhorfendur og ég veit ekki hvað og hvað. Ég held að ég sé miklu kurteisari en fólk heldur. Ég var í mesta lagi að pæla í að múna á liðið í salnum en ekkert meira. Silvía Nótt tók af mér ómakið löngu seinna. Fólk gerir sér mynd af mér sem einhverjum kjaftforum rudda en það er ekki svo. Það er svo erfitt að hugsa að sumir kjósa heldur að dæma. Ég er náttúrulega meingallaður apaköttur, enda skapaður í guðs mynd, en ég er líka voðalega viðkvæmur eins og líklegast flestir. Ætli allir séu ekki óttalegar kerlingar inn við beinið.“ Ég man nú ljóslifandi eftir sjónvarpsviðtali við þig þar sem þú kallaðir fyrrverandi sambýliskonu þína ,,sæðistunnu“. ,,Já, það urðu allir voðalega hneykslaðir fyrir hennar hönd og risu upp á afturlappirnar í heilagri bræði, en henni sjálfri fannst þetta bara fyndið og hló að þessu. Líklegast var hún eina manneskjan á landinu sem hafði húmor fyrir þessu enda vissi hún að ég var bara að fíflast.“Gamlárskvöld í öðru sólkerfiSverrir hafði aldrei farið til Asíu áður en hann tók sig upp fyrir rúmlega tveimur árum. Ferðinni var fyrst heitið til Kína, en svo var hann mest á Taílandi. ,,Ég var svo þrælheppinn að hitta Hemma Gunn hér í bænum áður en ég lagði í hann og hann sagði mér að ég yrði að koma við á Taílandi. Það er skemmtilegasta landið í Asíu og þar er svakalega viðkunnanlegt fólk. Það er allt gott við Taíland og alveg vonlaust að lýsa því með orðum. Ég hafði gert mér smá hugmynd um lífið þarna en þegar maður er mættur á svæðið er þetta allt öðruvísi. Þetta er eins og að fara yfir í annað sólkerfi.“ Hvernig var þá að koma til Íslands aftur? ,,Hreinn og klár vibbi. Það er ekki beint gaman að koma úr 30 stiga hita og sól þar sem allt er líbó og skemmtilegt í þetta myrkur og þessi hrollköldu þrúgandi þunglamalegu kommúnistaleiðindi sem eru hérna á Íslandi.“ Varstu ekki kominn með heimþrá þarna úti? ,,Ég er kominn með heimþrá núna, það er að segja til Asíu.“ Er Taíland eintóm hamingja, þú á stuttbuxum og allir í stuði? ,,Nákvæmlega. Þar sprettur maður fram úr á morgnana en hér fer dagurinn í að reyna að sofa hann af sér, enda ekkert að gerast. Það er gamlárskvöld á hverju kvöldi þarna úti en hér er föstudagurinn langi árið um kring.“Heimsmet í heimsmetumFannst þér Ísland hafa breyst þegar þú snerir til baka? ,,Ef eitthvað, þá var það kannski orðið enn þá forpokaðra. Ég kom beint inn í umræðu um einhverja skaðræðis klámráðstefnu sem hafði verið flautuð af og einhvern stórhættulegan Smáralindarbækling. Öll blöð stútfull af móðursýki og geðveikislegum hugmyndum um herlögreglu gegn klámi og netlögreglu og hugsanalögreglu o.s.frv. o.s.frv. Alveg stórkostlegt.“ Hvernig líst þér á alla nýju íslensku millana? ,,Ég er bara ánægður með þá. Því fleiri millar því betra. Það er jafn gaman að sjá alla þessa milla og það er leiðinlegt að sjá fólk sem hefur varla til hnífs og skeiðar. Það kom mér á óvart eftir tveggja ára fjarveru að það var verið að tala um nákvæmlega sömu hlutina og þegar ég fór – gamla frasann um að það þurfi að gera meira fyrir gamla fólkið og öryrkja en af hverju reyna menn ekki að breyta þessu óréttlæti í eitt skipti fyrir öll? Það var eins og ég hefði verið í burtu í tvo tíma. Það er dapurt hvað við eigum heimsmet í mörgu fíflalegu: Við erum með hæstu vexti í heimi, hæsta matarverð í heimi, hæsta bensínverðið, mestu fákeppni í heimi, lengsta vinnutímann, og svo er hér líklega mesta sólarleysi í heimi.“ Hvaða hvaða, erum við ekki hamingjusamasta þjóð í heimi? ,,Já einmitt. Ég gerði vísu um þetta einu sinni: Þótt þjóðin sé hláturmild, happí og lyndisgóð þá hef ég samt grun um að obbinn í laumi gráti. Við erum heimsins hamingjusamasta þjóð og heimsmet eigum í þunglyndislyfjaáti.“n
Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira