Tveir stjórnarkostir langvinsælastir 27. mars 2007 06:45 Skoðanakönnun Alls 30,2 prósent segjast vilja að núverandi stjórnarflokkar verði áfram við stjórnvölinn eftir kosningar og eru það aðeins fleiri nú sem vilja áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks en í janúar, þegar Fréttablaðið spurði sömu spurningar. Jafnmargir, eða 30,2 prósent, segjast vilja að Samfylking og Vinstri grænt myndi ríkisstjórn eftir kosningar. Mun fleiri nefna nú þennan valmöguleika en í könnun Fréttablaðsins í janúar, þegar 9,3 prósent sögðust vilja að þessir tveir flokkar mynduðu ríkisstjórn eftir kosningar. Vinsældir stjórnarandstöðunnar sem ríkisstjórnarvalkostur hafa dalað verulega. Í ágúst á síðasta ári sögðust 14,8 prósent vilja að stjórnarandstaðan öll myndaði næstu ríkisstjórn. Í janúar nefndu 22,6 prósent þann valmöguleika. Nú eru það einungis 5,9 prósent sem vilja þriggja flokka stjórn frjálslyndra, Samfylkingar og vinstri grænna. Vegna þess hve þeim hefur fjölgað sem vilja tveggja flokka stjórn Samfylkingar og vinstri grænna er mjög líklegt að þeim hafi fækkað mjög sem vilja að Frjálslyndi flokkurinn komi að ríkisstjórn. Samstarf Sjálfstæðisflokks við Samfylkingu eða Vinstri grænt hafa sumir talið álitlegan valkost, þannig sögðust 12,3 prósent í ágúst vilja að Sjálfstæðisflokkur myndaði stjórn með Samfylkingu. Einungis 7,6 prósent eru á þeirri skoðun nú. Þá sögðust 9,0 prósent vilja stjórn Sjálfstæðisflokks og vinstri grænna. Nú eru 12,4 prósent á þeirri skoðun. Ef litið er til óska landsmanna, eftir því hvaða flokk þeir kjósa, segjast 89,2 prósent framsóknarmanna vilja áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, sem eru nokkuð fleiri framsóknarmenn en í janúar, þegar 68,0 prósent þeirra vildu slíkt samstarf. 62,1 prósent sjálfstæðismanna er því sammála, en það voru 53,4 prósent þeirra í janúar. 60,0 prósent frjálslyndra vilja þriggja flokka stjórn frjálslyndra, Samfylkingar og vinstri grænna, svipað hlutfall og mældist í janúar. Alls 88,9 prósent stuðningfólks Íslandshreyfingarinnar vilja aðra ríkisstjórn með aðild hreyfingarinnar, ýmist stjórn til hægri eða vinstri. 73,0 prósent kjósenda Samfylkingar vilja tveggja flokka stjórn með vinstri grænum, en það voru 20,2 prósent þeirra sem sögðust vilja slíka stjórn í janúar. Þá vildu flestir kjósendur Samfylkingar þriggja flokka stjórn stjórnarandstöðunnar eftir kosningar. 70,4 prósent kjósenda vinstri grænna vilja tveggja flokka stjórn með Samfylkingu, en 25,4 prósent þeirra sögðust vilja slíka stjórn í janúar. Þá vildu 38,0 prósent kjósenda vinstri grænna þriggja flokka stjórn stjórnarandstöðunnar. Af þeim sem eru óákveðnir segjast flestir, eða 26,0 prósent, vilja áframhaldandi stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 24. mars og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var; Hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor? 61,3 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Kosningar 2007 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Sjá meira
Skoðanakönnun Alls 30,2 prósent segjast vilja að núverandi stjórnarflokkar verði áfram við stjórnvölinn eftir kosningar og eru það aðeins fleiri nú sem vilja áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks en í janúar, þegar Fréttablaðið spurði sömu spurningar. Jafnmargir, eða 30,2 prósent, segjast vilja að Samfylking og Vinstri grænt myndi ríkisstjórn eftir kosningar. Mun fleiri nefna nú þennan valmöguleika en í könnun Fréttablaðsins í janúar, þegar 9,3 prósent sögðust vilja að þessir tveir flokkar mynduðu ríkisstjórn eftir kosningar. Vinsældir stjórnarandstöðunnar sem ríkisstjórnarvalkostur hafa dalað verulega. Í ágúst á síðasta ári sögðust 14,8 prósent vilja að stjórnarandstaðan öll myndaði næstu ríkisstjórn. Í janúar nefndu 22,6 prósent þann valmöguleika. Nú eru það einungis 5,9 prósent sem vilja þriggja flokka stjórn frjálslyndra, Samfylkingar og vinstri grænna. Vegna þess hve þeim hefur fjölgað sem vilja tveggja flokka stjórn Samfylkingar og vinstri grænna er mjög líklegt að þeim hafi fækkað mjög sem vilja að Frjálslyndi flokkurinn komi að ríkisstjórn. Samstarf Sjálfstæðisflokks við Samfylkingu eða Vinstri grænt hafa sumir talið álitlegan valkost, þannig sögðust 12,3 prósent í ágúst vilja að Sjálfstæðisflokkur myndaði stjórn með Samfylkingu. Einungis 7,6 prósent eru á þeirri skoðun nú. Þá sögðust 9,0 prósent vilja stjórn Sjálfstæðisflokks og vinstri grænna. Nú eru 12,4 prósent á þeirri skoðun. Ef litið er til óska landsmanna, eftir því hvaða flokk þeir kjósa, segjast 89,2 prósent framsóknarmanna vilja áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, sem eru nokkuð fleiri framsóknarmenn en í janúar, þegar 68,0 prósent þeirra vildu slíkt samstarf. 62,1 prósent sjálfstæðismanna er því sammála, en það voru 53,4 prósent þeirra í janúar. 60,0 prósent frjálslyndra vilja þriggja flokka stjórn frjálslyndra, Samfylkingar og vinstri grænna, svipað hlutfall og mældist í janúar. Alls 88,9 prósent stuðningfólks Íslandshreyfingarinnar vilja aðra ríkisstjórn með aðild hreyfingarinnar, ýmist stjórn til hægri eða vinstri. 73,0 prósent kjósenda Samfylkingar vilja tveggja flokka stjórn með vinstri grænum, en það voru 20,2 prósent þeirra sem sögðust vilja slíka stjórn í janúar. Þá vildu flestir kjósendur Samfylkingar þriggja flokka stjórn stjórnarandstöðunnar eftir kosningar. 70,4 prósent kjósenda vinstri grænna vilja tveggja flokka stjórn með Samfylkingu, en 25,4 prósent þeirra sögðust vilja slíka stjórn í janúar. Þá vildu 38,0 prósent kjósenda vinstri grænna þriggja flokka stjórn stjórnarandstöðunnar. Af þeim sem eru óákveðnir segjast flestir, eða 26,0 prósent, vilja áframhaldandi stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 24. mars og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var; Hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor? 61,3 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.
Kosningar 2007 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Sjá meira