Íslensk leikkona í skrýmslamynd Lordi 27. mars 2007 09:15 Júlíus Kemp vonast til að fá að skyggnast á bakvið grímurnar hjá finnsku skrýmslasveitinni Lordi „Við gerum ráð fyrir því að fá að skyggnast á bakvið grímurnar hjá þeim," segir Júlíus Kemp en kvikmyndafélag Íslands með þá Júlíus og Ingvar Þórðarson fremsta í flokki verða meðframleiðendur hryllingsmyndarinnar Dark Floors: Lordi Motion Picture. Eins og nafnið gefur til kynna verður finnska skrýmslasveitin Lordi áberandi í myndinni en þeir leika stórt hlutverk í myndinni auk þess að semja tónlistina við hana. Lordi sigraði sem kunnugt er Eurovision-keppnina í fyrra og hefur notið mikilla vinsælda síðan, eru nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með þungarokksgoðinu Ozzy Osbourne og eru með eindæmum vinsælir í Asíu og Evrópu. „Samkvæmt upphaflegri áætlun stóð til að þessi mynd yrði gerð í fyrra en henni var síðan frestað um eitt ár," segir Júlíus, kampakátur með samstarfið. „En nú er áætlað að tökur hefjist í byrjun maí og myndin verður síðan kynnt fyrir dreifingaraðilum með pompi og prakt á kvikmyndahátíðinni í Cannes 20. maí með tónleikum sveitarinnar," útskýrir framleiðandinn en myndin verður tekin upp í heimabæ hljómsveitarinnar, Oulu. Að sögn Júlíusar er þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir taka höndum saman við finnska framleiðendur Dark Floors, Solar Films en þeir komu að gerð kvikmyndanna Strákanna okkar og Astrópíu sem frumsýnd verður í sumar. Töluverður fjöldi af íslensku starfsfólki verður við gerð myndarinnar en rúsínan í pylsuendanum er þó án nokkurs vafa aðalkvenhlutverkið sem verður í höndum íslenskrar leikkonu. Lordi verða í aðalhlutverki í kvikmyndinni Dark Floors: Lordi Motion Picture. „Við erum að skoða nokkrar leikkonur um þessar mundir og það verða prufur nú um helgina," segir Júlíus en þær eru á aldrinum 25 til 30 ára. Júlíus vildi hins vegar ekki gefa upp hverjar þessar fimm leikkonur væru, sagði að þetta skýrðist allt eftir helgi og að enn væri möguleiki fyrir áhugasama að sækja um. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þó þrjár leikkonur þegar vakið athygli úti en þetta eru þær Ingibjörg Stefánsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og Laufey Elíasdóttir. „Og þetta verður mikil kynning fyrir þá leikkonu sem hreppir hnossið," útskýrir Júlíus en myndin verður öll leikin á ensku og dreift um allan heim. Aðrir leikarar verða hins vegar bæði breskri og bandarískir. Ef að líkum lætur verður þetta eitt stærsta verkefnið sem Kvikmyndafélag Íslands hefur tekið sér fyrir hendur. Áætlaður kostnaður við gerð myndarinnar er í kringum fimm milljónir dollara eða rúmar þrjú hundruð milljónir íslenskra króna. Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví Leikjavísir Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við gerum ráð fyrir því að fá að skyggnast á bakvið grímurnar hjá þeim," segir Júlíus Kemp en kvikmyndafélag Íslands með þá Júlíus og Ingvar Þórðarson fremsta í flokki verða meðframleiðendur hryllingsmyndarinnar Dark Floors: Lordi Motion Picture. Eins og nafnið gefur til kynna verður finnska skrýmslasveitin Lordi áberandi í myndinni en þeir leika stórt hlutverk í myndinni auk þess að semja tónlistina við hana. Lordi sigraði sem kunnugt er Eurovision-keppnina í fyrra og hefur notið mikilla vinsælda síðan, eru nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með þungarokksgoðinu Ozzy Osbourne og eru með eindæmum vinsælir í Asíu og Evrópu. „Samkvæmt upphaflegri áætlun stóð til að þessi mynd yrði gerð í fyrra en henni var síðan frestað um eitt ár," segir Júlíus, kampakátur með samstarfið. „En nú er áætlað að tökur hefjist í byrjun maí og myndin verður síðan kynnt fyrir dreifingaraðilum með pompi og prakt á kvikmyndahátíðinni í Cannes 20. maí með tónleikum sveitarinnar," útskýrir framleiðandinn en myndin verður tekin upp í heimabæ hljómsveitarinnar, Oulu. Að sögn Júlíusar er þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir taka höndum saman við finnska framleiðendur Dark Floors, Solar Films en þeir komu að gerð kvikmyndanna Strákanna okkar og Astrópíu sem frumsýnd verður í sumar. Töluverður fjöldi af íslensku starfsfólki verður við gerð myndarinnar en rúsínan í pylsuendanum er þó án nokkurs vafa aðalkvenhlutverkið sem verður í höndum íslenskrar leikkonu. Lordi verða í aðalhlutverki í kvikmyndinni Dark Floors: Lordi Motion Picture. „Við erum að skoða nokkrar leikkonur um þessar mundir og það verða prufur nú um helgina," segir Júlíus en þær eru á aldrinum 25 til 30 ára. Júlíus vildi hins vegar ekki gefa upp hverjar þessar fimm leikkonur væru, sagði að þetta skýrðist allt eftir helgi og að enn væri möguleiki fyrir áhugasama að sækja um. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þó þrjár leikkonur þegar vakið athygli úti en þetta eru þær Ingibjörg Stefánsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og Laufey Elíasdóttir. „Og þetta verður mikil kynning fyrir þá leikkonu sem hreppir hnossið," útskýrir Júlíus en myndin verður öll leikin á ensku og dreift um allan heim. Aðrir leikarar verða hins vegar bæði breskri og bandarískir. Ef að líkum lætur verður þetta eitt stærsta verkefnið sem Kvikmyndafélag Íslands hefur tekið sér fyrir hendur. Áætlaður kostnaður við gerð myndarinnar er í kringum fimm milljónir dollara eða rúmar þrjú hundruð milljónir íslenskra króna.
Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví Leikjavísir Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið