Alltaf í góðu skapi 15. mars 2007 10:00 Hljómsveitin Spaðar spilar á Nasa á föstudag. Hljómsveitin Spaðar heldur sitt árlega ball á Nasa á föstudagskvöld. Sveitin sendi frá sér plötuna Stundaglasaglaum fyrir síðustu jól og hefur hún hlotið góðar viðtökur. Verða bæði spiluð lög af henni og gamlir og góðir slagarar. „Við erum í geysilega góðu formi, eða alla vega í góðu skapi,“ segir rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson sem spilar á gítar og syngur. „Undanfarin ár hefur verið fullt af fólki á þessum böllum og allir í miklu stuði.“ Hljómsveitin Spaðar hóf göngu sína árið 1983 og hefur verið starfandi allar götur síðan með hléum. Á sumrin hefur sveitin stundum haldið ball í Flatey og vonast Guðmundur Andri til að sú verði raunin næsta sumar. Auk þess spilar sveitin af og til í afmælum og brúðkaupum fyrir vini og vandamenn. Tónlist Spaða hefur ævinlega verið blanda af frumsömdum dægurlögum í gömlum íslenskum stíl, staðfærðum lögum frá Grikklandi, sígaunaljóðum Evrópu og bernskri bítlastemningu. Auk Guðmundar Andra eru meðlimir Spaða: Dr. Gunnar Helgi Kristinsson harmónika, Aðalgeir Arason, söngur og mandólín, Guðmundur Pálsson fiðla, Magnús Haraldsson, söngur og gítar, Guðmundur Ingólfsson, kontrabassi og söngur, og Sigurður G. Valgeirsson, trommur og einstaka hróp. Nasa verður opnað kl. 22.00 og um 23.00 stíga Spaðar á svið. Miðaverð er 1.500 krónur og fer forsala fram í 12 Tónum. Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví Leikjavísir Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hljómsveitin Spaðar heldur sitt árlega ball á Nasa á föstudagskvöld. Sveitin sendi frá sér plötuna Stundaglasaglaum fyrir síðustu jól og hefur hún hlotið góðar viðtökur. Verða bæði spiluð lög af henni og gamlir og góðir slagarar. „Við erum í geysilega góðu formi, eða alla vega í góðu skapi,“ segir rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson sem spilar á gítar og syngur. „Undanfarin ár hefur verið fullt af fólki á þessum böllum og allir í miklu stuði.“ Hljómsveitin Spaðar hóf göngu sína árið 1983 og hefur verið starfandi allar götur síðan með hléum. Á sumrin hefur sveitin stundum haldið ball í Flatey og vonast Guðmundur Andri til að sú verði raunin næsta sumar. Auk þess spilar sveitin af og til í afmælum og brúðkaupum fyrir vini og vandamenn. Tónlist Spaða hefur ævinlega verið blanda af frumsömdum dægurlögum í gömlum íslenskum stíl, staðfærðum lögum frá Grikklandi, sígaunaljóðum Evrópu og bernskri bítlastemningu. Auk Guðmundar Andra eru meðlimir Spaða: Dr. Gunnar Helgi Kristinsson harmónika, Aðalgeir Arason, söngur og mandólín, Guðmundur Pálsson fiðla, Magnús Haraldsson, söngur og gítar, Guðmundur Ingólfsson, kontrabassi og söngur, og Sigurður G. Valgeirsson, trommur og einstaka hróp. Nasa verður opnað kl. 22.00 og um 23.00 stíga Spaðar á svið. Miðaverð er 1.500 krónur og fer forsala fram í 12 Tónum.
Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví Leikjavísir Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið