Tónlist

R.E.M. á leið í hljóðver

Á leið í hljóðver í fjórtánda sinn.
Á leið í hljóðver í fjórtánda sinn.

Hljómsveitin R.E.M. er á leiðinni í hljóðver til að taka upp sína fyrstu plötu síðan Around the Sun kom út árið 2004. Upptökustjóri verður Írinn Jacknife Lee, sem er þekktastur fyrir að hafa tekið upp How to Dismantle an Atomic Bomb með U2 og Final Straw með Snow Patrol.

Platan, sem verður fjórtánda hljóðversplata R.E.M., er væntanleg í búðir í lok ársins. Around the Sun fékk slæmar viðtökur á sínum tíma og seldist aðeins í rúmum 230 þúsund eintökum í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×