Tónlist

Tónaflóð

Orgelleikarinn Vincent Warnier heldur tónleika í Hallgrímskirkju síðdegis í dag. fréttablaðið/Vilhelm
Orgelleikarinn Vincent Warnier heldur tónleika í Hallgrímskirkju síðdegis í dag. fréttablaðið/Vilhelm

Franski orgelsnillingurinn Vincent Warnier heldur tónleika á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju í dag og þenur hið stórfenglega Klais-orgel Hallgrímskirkju á franska vísu.

Warnier er meðal fremstu organista Frakklands af yngri kynslóðinni og starfar hann við hina nafntoguðu Saint-Étienne-du-Mont kirkju í París en nýtur um leið hylli sem einleikari á alþjóðavettvangi. Warnier hefur sigrað ófáar tónlistarkeppnir og leikið undir stjórn þekktustu stjórnenda Evrópu auk þess að hljóðrita á annan tug hljómplatna og hlotið vegtyllur fyrir þær. Warnier nýtur einnig velgengni sem spunatónlistarmaður og hefur samið tónverk fyrir ýmsa stóra viðburði.

Tónleikarnir í dag hefjast kl. 17 en þeir eru haldnir í samstarfi við frönsku menningarkynninguna Pourquois pas?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×