Strætóbílstjóri opnar myndlistarsýningu 24. janúar 2007 05:00 Fyrsta málverkasýningin. Strætóbílstjórinn Þórhallur Sigurðsson hefur opnað sína fyrstu málverkasýningu. Hann segist meðal annars hafa fengið innblástur fyrir verk sín í vinnunni sem vagnstjóri. MYND/Rósa Strætóbílstjórinn Þórhallur Sigurðsson opnaði sína fyrstu opinberu málverkasýningu á sextíu ára afmælisdegi alnafna síns Ladda síðastliðinn laugardag. „Ég hef málað síðustu fjögur árin en ekki nógu mikið samt. Núna er ég að gefa þessu sjéns almennilega en ég hef alltaf hugsað mér að leggja myndlistina fyrir mig,“ segir Þórhallur, sem hefur starfað sem strætóbílstjóri í fjögur ár. Hann segir að starfið og myndlistin fari vel saman en þannig hafi það ekki alltaf verið. „Ég er nýbúinn að breyta vöktunum. Þetta var frekar óþægilegt áður fyrr. Ég er kominn í 80% vinnu og þetta er mun betra núna. Ég er greindur með athyglisbrest í allra hæstu hæðum og meðan ég var að vinna 100% vinnu átti ég ekkert eftir þegar ég var búinn í vinnunni því hún reyndi svo mikið á athyglina,“ segir Þórhallur. Hann segist aðallega mála fólk og hafi meðal annars fengið mikinn innblástur úr vinnunni. Einnig hefur hann fengið innblástur frá þriggja mánaða dóttur sinni, Eldeyju Björt, sem hann tileinkar sýninguna. Nefnist sýningin Fæðing upphafs. Alnafni Þórhalls, Laddi, var sextugur á laugardag og segist hann vitaskuld vera mikill aðdáandi skemmtikraftsins. „Ég held að hann sé alveg í sérflokki. Það er líka oft hringt í mig af einhverjum sem er að reyna að hafa uppi á honum. Hæfileiki minn sem málari er kannski einna helst karaktersköpun og það er kannski líka hjá honum því hann hefur komið með svo marga karaktera,“ segir Þórhallur. Málverkasýningin, sem fer fram í Gallerý Úlfi á Baldursgötu, stendur yfir til 20. febrúar. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Strætóbílstjórinn Þórhallur Sigurðsson opnaði sína fyrstu opinberu málverkasýningu á sextíu ára afmælisdegi alnafna síns Ladda síðastliðinn laugardag. „Ég hef málað síðustu fjögur árin en ekki nógu mikið samt. Núna er ég að gefa þessu sjéns almennilega en ég hef alltaf hugsað mér að leggja myndlistina fyrir mig,“ segir Þórhallur, sem hefur starfað sem strætóbílstjóri í fjögur ár. Hann segir að starfið og myndlistin fari vel saman en þannig hafi það ekki alltaf verið. „Ég er nýbúinn að breyta vöktunum. Þetta var frekar óþægilegt áður fyrr. Ég er kominn í 80% vinnu og þetta er mun betra núna. Ég er greindur með athyglisbrest í allra hæstu hæðum og meðan ég var að vinna 100% vinnu átti ég ekkert eftir þegar ég var búinn í vinnunni því hún reyndi svo mikið á athyglina,“ segir Þórhallur. Hann segist aðallega mála fólk og hafi meðal annars fengið mikinn innblástur úr vinnunni. Einnig hefur hann fengið innblástur frá þriggja mánaða dóttur sinni, Eldeyju Björt, sem hann tileinkar sýninguna. Nefnist sýningin Fæðing upphafs. Alnafni Þórhalls, Laddi, var sextugur á laugardag og segist hann vitaskuld vera mikill aðdáandi skemmtikraftsins. „Ég held að hann sé alveg í sérflokki. Það er líka oft hringt í mig af einhverjum sem er að reyna að hafa uppi á honum. Hæfileiki minn sem málari er kannski einna helst karaktersköpun og það er kannski líka hjá honum því hann hefur komið með svo marga karaktera,“ segir Þórhallur. Málverkasýningin, sem fer fram í Gallerý Úlfi á Baldursgötu, stendur yfir til 20. febrúar.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira