Strætóbílstjóri opnar myndlistarsýningu 24. janúar 2007 05:00 Fyrsta málverkasýningin. Strætóbílstjórinn Þórhallur Sigurðsson hefur opnað sína fyrstu málverkasýningu. Hann segist meðal annars hafa fengið innblástur fyrir verk sín í vinnunni sem vagnstjóri. MYND/Rósa Strætóbílstjórinn Þórhallur Sigurðsson opnaði sína fyrstu opinberu málverkasýningu á sextíu ára afmælisdegi alnafna síns Ladda síðastliðinn laugardag. „Ég hef málað síðustu fjögur árin en ekki nógu mikið samt. Núna er ég að gefa þessu sjéns almennilega en ég hef alltaf hugsað mér að leggja myndlistina fyrir mig,“ segir Þórhallur, sem hefur starfað sem strætóbílstjóri í fjögur ár. Hann segir að starfið og myndlistin fari vel saman en þannig hafi það ekki alltaf verið. „Ég er nýbúinn að breyta vöktunum. Þetta var frekar óþægilegt áður fyrr. Ég er kominn í 80% vinnu og þetta er mun betra núna. Ég er greindur með athyglisbrest í allra hæstu hæðum og meðan ég var að vinna 100% vinnu átti ég ekkert eftir þegar ég var búinn í vinnunni því hún reyndi svo mikið á athyglina,“ segir Þórhallur. Hann segist aðallega mála fólk og hafi meðal annars fengið mikinn innblástur úr vinnunni. Einnig hefur hann fengið innblástur frá þriggja mánaða dóttur sinni, Eldeyju Björt, sem hann tileinkar sýninguna. Nefnist sýningin Fæðing upphafs. Alnafni Þórhalls, Laddi, var sextugur á laugardag og segist hann vitaskuld vera mikill aðdáandi skemmtikraftsins. „Ég held að hann sé alveg í sérflokki. Það er líka oft hringt í mig af einhverjum sem er að reyna að hafa uppi á honum. Hæfileiki minn sem málari er kannski einna helst karaktersköpun og það er kannski líka hjá honum því hann hefur komið með svo marga karaktera,“ segir Þórhallur. Málverkasýningin, sem fer fram í Gallerý Úlfi á Baldursgötu, stendur yfir til 20. febrúar. Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Strætóbílstjórinn Þórhallur Sigurðsson opnaði sína fyrstu opinberu málverkasýningu á sextíu ára afmælisdegi alnafna síns Ladda síðastliðinn laugardag. „Ég hef málað síðustu fjögur árin en ekki nógu mikið samt. Núna er ég að gefa þessu sjéns almennilega en ég hef alltaf hugsað mér að leggja myndlistina fyrir mig,“ segir Þórhallur, sem hefur starfað sem strætóbílstjóri í fjögur ár. Hann segir að starfið og myndlistin fari vel saman en þannig hafi það ekki alltaf verið. „Ég er nýbúinn að breyta vöktunum. Þetta var frekar óþægilegt áður fyrr. Ég er kominn í 80% vinnu og þetta er mun betra núna. Ég er greindur með athyglisbrest í allra hæstu hæðum og meðan ég var að vinna 100% vinnu átti ég ekkert eftir þegar ég var búinn í vinnunni því hún reyndi svo mikið á athyglina,“ segir Þórhallur. Hann segist aðallega mála fólk og hafi meðal annars fengið mikinn innblástur úr vinnunni. Einnig hefur hann fengið innblástur frá þriggja mánaða dóttur sinni, Eldeyju Björt, sem hann tileinkar sýninguna. Nefnist sýningin Fæðing upphafs. Alnafni Þórhalls, Laddi, var sextugur á laugardag og segist hann vitaskuld vera mikill aðdáandi skemmtikraftsins. „Ég held að hann sé alveg í sérflokki. Það er líka oft hringt í mig af einhverjum sem er að reyna að hafa uppi á honum. Hæfileiki minn sem málari er kannski einna helst karaktersköpun og það er kannski líka hjá honum því hann hefur komið með svo marga karaktera,“ segir Þórhallur. Málverkasýningin, sem fer fram í Gallerý Úlfi á Baldursgötu, stendur yfir til 20. febrúar.
Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira