Vildi helst vera á tveimur stöðum í einu 16. janúar 2007 11:15 Það er nóg um að vera í lífi Ragnars Óskarssonar um þessar mundir. Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í handbolta kynnti í gær hópinn sem fer til Þýskalands og spilar á heimsmeistaramótinu sem hefst þar á föstudag. Meðal þeirra er leikstjórnandinn Ragnar Óskarsson sem hefur að mörgu öðru að huga en handbolta þessa dagana. Hann og kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í upphafi febrúar og því hætt við því að hann missi af fæðingunni ef gengi íslenska liðsins verði gott í Þýskalandi. „Barnið á að koma í heiminn 10. febrúar og get ég bara krosslagt fingur og vonað að hún muni ekki eiga fyrr en eftir mótið. Það er í raun ekki flóknara en það,“ sagði Ragnar. Kona hans er frönsk en þau eru búsett í París. Þau hafa fengið að vita að það sé von á stúlku og segir Ragnar að hann hlakki mikið til að takast á við föðurhlutverkið. „Þetta er mjög spennandi. Ég get nú ekki sagt að allt heimilið sé orðið undirlagt bleikum barnafötum en ömmurnar eru eitthvað byrjaðar að prjóna.“ Aðspurður segir hann ætla að bíða með að setja handbolta í hendur stúlkunnar. „Ég ætla að gefa henni tækifæri til þess að ákveða sig sjálf hvað hún tekur sér fyrir hendur,“ sagði hann í léttum dúr. Ragnar játar því að það sé erfitt að vera fjarverandi á tíma sem þessum. „Jú, vissulega. Ég vildi helst vera á tveimur stöðum í einu en það er víst ekki hægt. Ég neita því ekki að það getur verið erfitt að einbeita sér þessa dagana.“ Ragnar og fjölskylda hans mun svo flytja til suðurhluta Frakklands en hann samdi við Nimes nú um áramótin til þriggja ára. „Það verður spennandi að búa í þessum hluta Frakklands. Ég hef prófað að búa í norðurhluta Frakklands í nokkur ár og nú París. Það er gott að geta nýtt handboltann til að spila í sterkri deild og upplifa nýja og spennandi hluti.“ Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í handbolta kynnti í gær hópinn sem fer til Þýskalands og spilar á heimsmeistaramótinu sem hefst þar á föstudag. Meðal þeirra er leikstjórnandinn Ragnar Óskarsson sem hefur að mörgu öðru að huga en handbolta þessa dagana. Hann og kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í upphafi febrúar og því hætt við því að hann missi af fæðingunni ef gengi íslenska liðsins verði gott í Þýskalandi. „Barnið á að koma í heiminn 10. febrúar og get ég bara krosslagt fingur og vonað að hún muni ekki eiga fyrr en eftir mótið. Það er í raun ekki flóknara en það,“ sagði Ragnar. Kona hans er frönsk en þau eru búsett í París. Þau hafa fengið að vita að það sé von á stúlku og segir Ragnar að hann hlakki mikið til að takast á við föðurhlutverkið. „Þetta er mjög spennandi. Ég get nú ekki sagt að allt heimilið sé orðið undirlagt bleikum barnafötum en ömmurnar eru eitthvað byrjaðar að prjóna.“ Aðspurður segir hann ætla að bíða með að setja handbolta í hendur stúlkunnar. „Ég ætla að gefa henni tækifæri til þess að ákveða sig sjálf hvað hún tekur sér fyrir hendur,“ sagði hann í léttum dúr. Ragnar játar því að það sé erfitt að vera fjarverandi á tíma sem þessum. „Jú, vissulega. Ég vildi helst vera á tveimur stöðum í einu en það er víst ekki hægt. Ég neita því ekki að það getur verið erfitt að einbeita sér þessa dagana.“ Ragnar og fjölskylda hans mun svo flytja til suðurhluta Frakklands en hann samdi við Nimes nú um áramótin til þriggja ára. „Það verður spennandi að búa í þessum hluta Frakklands. Ég hef prófað að búa í norðurhluta Frakklands í nokkur ár og nú París. Það er gott að geta nýtt handboltann til að spila í sterkri deild og upplifa nýja og spennandi hluti.“
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira