Leikskólagjöld lækkuðu í haust en hækka um áramót 28. desember 2006 18:30 Leikskólagjöld í Reykjavík, sem lækkuðu um tuttugu og fimm prósent í haust, hækka um tæp níu prósent um áramótin. Stefnan er tekin frá fjölskylduvænni borg, segir oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ótrúlegur útúrsnúningur, segir oddviti Framsóknarflokksins. Ríkið lækkar tekjuskatt um áramótin en á sama tíma hækka fjölmargir liðir í gjaldskrá Reykjavíkurborgar. Meðal annars hækkar sundferð fullorðinna um 25%. Á móti kemur að sundferð barna lækkar um tæp 17%. Sorphirðugjöld hækka um tæp 23%. Frístundastarf eldri borgara hækkar um tæp tíu prósent. Hádegis- og kvöldmatur eldri borgara hækkar um rösk 9% tveimur mánuðum áður en ríkisstjórnin hyggst lækka matarverð um allt að 16%. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði í stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar í vor að lækka leikskólagjöld um 25% í haust, sem meirihlutinn og gerði - en nú fjórum mánuðum síðar eru þau hækkuð um tæp 9 prósent. Framsóknarflokkurinn gerði reyndar gott betur og lofaði í kosningastefnuskrá sinni ókeypis leikskóla frá 18 mánaða aldri. Aðspurður hvernig á þessu standi segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, að lækkun leikskólagjalda og sérstakur systkinaafsláttur hafi verið sérstök aðgerð. "Hitt fylgir almennum verðlagsbreytingum í þjóðfélaginu. Ég veit ekki annað en að það hafi verið mikill þrýstingur í samfélaginu um að laun starfsfólks á leikskólum hækki svo unnt sé að manna þá."Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, segir hækkanir í samræmi við verðbólguspá séu eðlilegar, allt umfram það sé óeðlilegt. "Þarna er því miður um að ræða grundvallarstefnubreytingu frá þeirri fjölskylduvænu stefnu sem fylgt hefur verið hvað gjaldskrá varðar."Björn Ingi segir hækkunina ekki duga til að brúa launahækkanir hjá starfsfólki leikskóla. Aðspurður hvort þær hækkanir hafi ekki verið fyrirséðar þegar meirihlutinn lækkaði leikskólagjöldin, segir Björn Ingi að þess vegna hefðu þeir einfaldlega getað haft lækkunina minni ef ætlunin hefði verið að halda verðlagsbreytingum þar fyrir utan.Björn Ingi bendir á að verðlagsbreytingarnar gildi á báða vegu, þannig hækki framlög til dagforeldra og sömuleiðis fjárhagsaðstoð Félagsþjónustunnar."Líklega eru mjög margir undrandi eftir kosningabaráttu síðasta vors að fyrsta verk nýs meirihluta sé að hækka gjöld á eldri borgara og barnafólk," segir Dagur."Þetta er ótrúlegur útúrsnúningur," segir Björn Ingi. "Nú þegar á fyrstu sex mánuðum nýs kjörtímabils höfum við stórlækkað leikskólagjöld, tekið upp frístundakort sem munu kosta marga milljarða á kjörtímabilinu, við erum að lækka gjöld á öllum sviðum, bæta þjónustuna, en það kostar peninga." Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Leikskólagjöld í Reykjavík, sem lækkuðu um tuttugu og fimm prósent í haust, hækka um tæp níu prósent um áramótin. Stefnan er tekin frá fjölskylduvænni borg, segir oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ótrúlegur útúrsnúningur, segir oddviti Framsóknarflokksins. Ríkið lækkar tekjuskatt um áramótin en á sama tíma hækka fjölmargir liðir í gjaldskrá Reykjavíkurborgar. Meðal annars hækkar sundferð fullorðinna um 25%. Á móti kemur að sundferð barna lækkar um tæp 17%. Sorphirðugjöld hækka um tæp 23%. Frístundastarf eldri borgara hækkar um tæp tíu prósent. Hádegis- og kvöldmatur eldri borgara hækkar um rösk 9% tveimur mánuðum áður en ríkisstjórnin hyggst lækka matarverð um allt að 16%. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði í stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar í vor að lækka leikskólagjöld um 25% í haust, sem meirihlutinn og gerði - en nú fjórum mánuðum síðar eru þau hækkuð um tæp 9 prósent. Framsóknarflokkurinn gerði reyndar gott betur og lofaði í kosningastefnuskrá sinni ókeypis leikskóla frá 18 mánaða aldri. Aðspurður hvernig á þessu standi segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, að lækkun leikskólagjalda og sérstakur systkinaafsláttur hafi verið sérstök aðgerð. "Hitt fylgir almennum verðlagsbreytingum í þjóðfélaginu. Ég veit ekki annað en að það hafi verið mikill þrýstingur í samfélaginu um að laun starfsfólks á leikskólum hækki svo unnt sé að manna þá."Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, segir hækkanir í samræmi við verðbólguspá séu eðlilegar, allt umfram það sé óeðlilegt. "Þarna er því miður um að ræða grundvallarstefnubreytingu frá þeirri fjölskylduvænu stefnu sem fylgt hefur verið hvað gjaldskrá varðar."Björn Ingi segir hækkunina ekki duga til að brúa launahækkanir hjá starfsfólki leikskóla. Aðspurður hvort þær hækkanir hafi ekki verið fyrirséðar þegar meirihlutinn lækkaði leikskólagjöldin, segir Björn Ingi að þess vegna hefðu þeir einfaldlega getað haft lækkunina minni ef ætlunin hefði verið að halda verðlagsbreytingum þar fyrir utan.Björn Ingi bendir á að verðlagsbreytingarnar gildi á báða vegu, þannig hækki framlög til dagforeldra og sömuleiðis fjárhagsaðstoð Félagsþjónustunnar."Líklega eru mjög margir undrandi eftir kosningabaráttu síðasta vors að fyrsta verk nýs meirihluta sé að hækka gjöld á eldri borgara og barnafólk," segir Dagur."Þetta er ótrúlegur útúrsnúningur," segir Björn Ingi. "Nú þegar á fyrstu sex mánuðum nýs kjörtímabils höfum við stórlækkað leikskólagjöld, tekið upp frístundakort sem munu kosta marga milljarða á kjörtímabilinu, við erum að lækka gjöld á öllum sviðum, bæta þjónustuna, en það kostar peninga."
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira