Seðlabanki hækkar vexti um 0,25 prósentur 21. desember 2006 09:05 Seðlabanki Íslands. Mynd/Heiða Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,25 punkta í 14,25%. Aðrir vextir bankans hækka einnig um 0,25%. Þetta var tilkynnt kl. 9 í dag. Gengi krónunnar hefur lækkað í morgun um 0,28%, verð hlutabréfa einnig og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 0,35%. Krafa óverðtryggðra bréfa hafa hækkað talsvert og má nefna að RB0812 hefur hækkað um 0,3 prósentur sem er umfram hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Næsta ákvörðun um vexti verður birt fimmtudaginn 8. febrúar 2007. Greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir óbreyttum vöxtum til allt að 50 punkta hækkunar. Þær gera ráð fyrir vaxtalækkun snemma á næsta ári. Greiningardeildir bankanna benda allar á að verðbólga hafi náði hámarki í 8,6 prósent undir lok sumars. Eftir það hafi hún tekið að lækka og mælist nú 7 prósent. Bankarnir gera ráð fyrir að Seðlabankinn lækki stýrivexti sína snemma á næsta ári, jafnvel í mars. Gangi það eftir lýkur stýrivaxtahækkunarferli Seðlabankans, sem staðið hefur yfir síðan á vordögum 2004. Greiningardeild Glitnis, sem þó setti þann fyrirvara við spá sína að vextirnir gætu hækkað um 25 punkta, sagði í vikunni að verðbólguhorfur hefðu batnað verulega en áfram væri þörf á ströngu aðhaldi. Greining bankans bendi til að enn sé ástæða til að auka aðhaldið í peningamálum. Það hafi hins vegar ekki verið gert. Í Morgunkorni Greiningar Glitnis segir meðal annars að hækkunin núna sé til þess fallinn að undirbyggja trúverðugleika bankans. Ekki hafi verið vanþörf á því "bankinn hefur gefið í og dregur úr til skiptis hvað vaxtaákvarðanir varðar og skilaboðin sem felast í aðgerðum bankans hafa oft verið fremur misvísandi í þessu vaxtahækkunarferli. Í ljósi þess er ekki hægt að útiloka að bankinn hækki vexti frekar þótt við teljum það ólíklegt, " segir í Morgunkorni. Greiningardeild Landsbankans bendir sömuleiðis á það í Vegvísi sínum í vikunni, að nýjar hagtölur gefi skýrari mynd en áður af því að hagsveiflan hafi þegar náð toppi og reiknar með vaxtalækkun strax í mars. Greiningardeild Kaupþings, sem spáði 25 til 50 punkta hækkun, tekur fram að um síðustu stýrivaxtahækkun bankans sé að ræða. Deildin vísar til þess að ný fjárlög geri bæði ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda. Sé með því vegið töluvert nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þenslan gengur niður. Bankinn bendir hins vegar á að töluverð áhætta fylgi frekari hækkun vaxta í hagsveiflunni og líklegt að helstu áhrif hækkunar nú muni koma fram þegar hagkerfið verður komið í niðursveiflu. Verðbólga sé á leið niður, raunvextir að hækka og flest bendi til að peningalegt aðhald muni þyngjast því meir sem líði á veturinn þrátt fyrir óbreytta stýrivexti. Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,25 punkta í 14,25%. Aðrir vextir bankans hækka einnig um 0,25%. Þetta var tilkynnt kl. 9 í dag. Gengi krónunnar hefur lækkað í morgun um 0,28%, verð hlutabréfa einnig og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 0,35%. Krafa óverðtryggðra bréfa hafa hækkað talsvert og má nefna að RB0812 hefur hækkað um 0,3 prósentur sem er umfram hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Næsta ákvörðun um vexti verður birt fimmtudaginn 8. febrúar 2007. Greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir óbreyttum vöxtum til allt að 50 punkta hækkunar. Þær gera ráð fyrir vaxtalækkun snemma á næsta ári. Greiningardeildir bankanna benda allar á að verðbólga hafi náði hámarki í 8,6 prósent undir lok sumars. Eftir það hafi hún tekið að lækka og mælist nú 7 prósent. Bankarnir gera ráð fyrir að Seðlabankinn lækki stýrivexti sína snemma á næsta ári, jafnvel í mars. Gangi það eftir lýkur stýrivaxtahækkunarferli Seðlabankans, sem staðið hefur yfir síðan á vordögum 2004. Greiningardeild Glitnis, sem þó setti þann fyrirvara við spá sína að vextirnir gætu hækkað um 25 punkta, sagði í vikunni að verðbólguhorfur hefðu batnað verulega en áfram væri þörf á ströngu aðhaldi. Greining bankans bendi til að enn sé ástæða til að auka aðhaldið í peningamálum. Það hafi hins vegar ekki verið gert. Í Morgunkorni Greiningar Glitnis segir meðal annars að hækkunin núna sé til þess fallinn að undirbyggja trúverðugleika bankans. Ekki hafi verið vanþörf á því "bankinn hefur gefið í og dregur úr til skiptis hvað vaxtaákvarðanir varðar og skilaboðin sem felast í aðgerðum bankans hafa oft verið fremur misvísandi í þessu vaxtahækkunarferli. Í ljósi þess er ekki hægt að útiloka að bankinn hækki vexti frekar þótt við teljum það ólíklegt, " segir í Morgunkorni. Greiningardeild Landsbankans bendir sömuleiðis á það í Vegvísi sínum í vikunni, að nýjar hagtölur gefi skýrari mynd en áður af því að hagsveiflan hafi þegar náð toppi og reiknar með vaxtalækkun strax í mars. Greiningardeild Kaupþings, sem spáði 25 til 50 punkta hækkun, tekur fram að um síðustu stýrivaxtahækkun bankans sé að ræða. Deildin vísar til þess að ný fjárlög geri bæði ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda. Sé með því vegið töluvert nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þenslan gengur niður. Bankinn bendir hins vegar á að töluverð áhætta fylgi frekari hækkun vaxta í hagsveiflunni og líklegt að helstu áhrif hækkunar nú muni koma fram þegar hagkerfið verður komið í niðursveiflu. Verðbólga sé á leið niður, raunvextir að hækka og flest bendi til að peningalegt aðhald muni þyngjast því meir sem líði á veturinn þrátt fyrir óbreytta stýrivexti.
Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira