Innlent

Dómara dæmd laun í samræmi við úrskurð Kjaradóms

Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu bæri að greiða Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara rúmar sextíu þúsund krónur vegna þeirrar ákvörðunar alþingis að fella úr gildi ákvörðun Kjaradóms um hækkun launa æðstu embættismanna frá því seint á síðasta ári.

Ákvörðun Kjaradóms í desemer í fyrra um að laun æðstu embættismanna ættu að hækka um 8 prósent vöktu hörð viðbrögð í þjóðfélaginu og leiddu til þess að ríkisstjórnin lagði fram frumvarp um að launin hækkuðu um 2,5 prósent í staðinn. Við þetta sætti Guðjón sig ekki og höfðaði mál á hendur ríkinu. Taldi hann ekki heimilt að fella ákvörðun Kjaradóms úr gildi með sértækri lagasetningu þar sem það gengi gegn ákvæðum stjórnarskrár um sjálfstæði dómstóla. Því ætti hann rétt á launum sem samsvöruðu vangreiddum launum fyrir febrúarmánuð 2006. Á það féllst dómurinn í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×