Deilt um hvort úrskurður ógildi rannsókn 18. desember 2006 18:45 Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að bæði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, væru vanhæfir og skyldu víkja sæti við rannsókn á meintum skattalagabrotum fimm manna tengdum Baugi. Lögmaður eins fimmmenninganna telur úrskurðurinn ónýta rannsóknina en því er dómurinn ekki sammála. Fimm aðilar tengdir Baugi fyrr og nú höfðuðu í síðasta mánuði mál á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og sögðu þá vanhæfa til að fara með rannsókn á meintum skattalagabrotum fimmmenninganna. Aðalkrafa fimmmenninganna var sú að rannsókn ríkislögreglustjóra yrði úrskurðuð ólögmæt en til vara að Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Jóni H. B. Snorrasyni, yfirmanni efnahagsbrotadeildar, yrði gert að víkja sæti við rannsókn málsins. Máli sínu til stuðnings vísuðu fimmmeninningarnir meðal annars til þess að Haraldur og Jón hefðu með ummælum sínum í fjölmiðlum myndað sér skoðun á sekt þeirra og sjálfir lýst sig vanhæfa til þess að fara með málið. Þar var meðal annars vísað til orða Ríkislögreglustjóra þann 11. nóvember 2005 sem birtust í fréttum Stöðvar 2 í tengslum við endurákæru í Baugsmálinu. Þar sagði Haraldur: „Það má með rökum halda því fram að ríkislögreglustjóraembættið sé orðið of involverað í þetta mál til þess að geta litið hlutlaust á þær ákvarðanir sem þarf að taka í framhaldinu og þess vegna tel ég rétt að nýr aðili komi að þessu máli."Það er með þessum orðum sem Héraðsdómur telur að ríkislögreglustjóri hafi gert sig vanhæfan til að fara með rannsókn meintra skattalagabrota Baugsmanna. Samkvæmt lögreglulögum sé Jón þá einnig vanhæfur.Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segist líta svo á að afleiðing þessa úrskurðar sé sú að það verði ekkert byggt eitt eða neitt á þeirri rannsókn sem fram hafi farið hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra undir stjórn þessara tileknu manna alveg frá 2003/2004 varðandi þennan þátt málsins.Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra segist ekki sammála þessari túlkun og segir dóminn það ekki heldur því hann hafi því að það beri að hætta rannsókninni. Þvert ámóti telji dómurinn að rannsóknmin standi og það megi halda henni áfram. Baugsmálið Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að bæði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, væru vanhæfir og skyldu víkja sæti við rannsókn á meintum skattalagabrotum fimm manna tengdum Baugi. Lögmaður eins fimmmenninganna telur úrskurðurinn ónýta rannsóknina en því er dómurinn ekki sammála. Fimm aðilar tengdir Baugi fyrr og nú höfðuðu í síðasta mánuði mál á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og sögðu þá vanhæfa til að fara með rannsókn á meintum skattalagabrotum fimmmenninganna. Aðalkrafa fimmmenninganna var sú að rannsókn ríkislögreglustjóra yrði úrskurðuð ólögmæt en til vara að Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Jóni H. B. Snorrasyni, yfirmanni efnahagsbrotadeildar, yrði gert að víkja sæti við rannsókn málsins. Máli sínu til stuðnings vísuðu fimmmeninningarnir meðal annars til þess að Haraldur og Jón hefðu með ummælum sínum í fjölmiðlum myndað sér skoðun á sekt þeirra og sjálfir lýst sig vanhæfa til þess að fara með málið. Þar var meðal annars vísað til orða Ríkislögreglustjóra þann 11. nóvember 2005 sem birtust í fréttum Stöðvar 2 í tengslum við endurákæru í Baugsmálinu. Þar sagði Haraldur: „Það má með rökum halda því fram að ríkislögreglustjóraembættið sé orðið of involverað í þetta mál til þess að geta litið hlutlaust á þær ákvarðanir sem þarf að taka í framhaldinu og þess vegna tel ég rétt að nýr aðili komi að þessu máli."Það er með þessum orðum sem Héraðsdómur telur að ríkislögreglustjóri hafi gert sig vanhæfan til að fara með rannsókn meintra skattalagabrota Baugsmanna. Samkvæmt lögreglulögum sé Jón þá einnig vanhæfur.Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segist líta svo á að afleiðing þessa úrskurðar sé sú að það verði ekkert byggt eitt eða neitt á þeirri rannsókn sem fram hafi farið hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra undir stjórn þessara tileknu manna alveg frá 2003/2004 varðandi þennan þátt málsins.Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra segist ekki sammála þessari túlkun og segir dóminn það ekki heldur því hann hafi því að það beri að hætta rannsókninni. Þvert ámóti telji dómurinn að rannsóknmin standi og það megi halda henni áfram.
Baugsmálið Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Sjá meira