Makalausar veislur til vandræða 17. desember 2006 19:18 Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á aðventunni hafa prestar í nógu að snúast við að hjálpa pörum sem rata í vanda. Makalaus vinnustaðapartí koma þar við sögu. Nú er allt í boði, tónleikar, allskyns viðburðir og svo jólaboð og jólahlaðborð að ónefndu öllu því sem að gera á heima fyrir. Þetta ætti að hinn skemmtilegasti tími en virðist eiga sínar dökku hliðar. Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, segist hafa fundið það að flest sálgæsluviðtöl vegna fjölskylduerfiðleika og ósættis á heimilum komi inn á hans borð á aðventunni. Í sama streng tekur Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju. Hann segir það því miður reynslu margra presta að aðventan fari oft í það að reyna að binda saman fjölskyldur sem séu að brotna vegna þess að það sé farið allt of hratt og yfir þau mörk sem trúnaður og skyldur eigi að leyfa. Makalaus vinnustaðapartí eru eitthvað sem fólk ætti að vara sig á og þar eru Íslenska þjóðin ekkert einsdæmi. Nýlega var til dæmis sagt frá því í Fréttablaðinu að danskir einkaspæjarar hafi óskaplega mikið að gera því fólk vill láta njósna um maka sína í jólaboðum. Pálmi segist gjarnan halda því fram að þau fyrirtæki sem séu að bjóða til jólafagnaða á aðvetunni eigi að bjóða starfsmanni og maka. Annað sé dónaskapur. Einhver hefði haldið að nú þegar jólahlaðborð hafa tekið við af jólaglöggspartýum hafi dregið úr vandræðunum. Hjörtur Magni segist hafa nokkur mál nú til úrvinnslu þar sem fólk hafi örþreytt eftir mikla spennu hellt í sig áfengi makalaust í boði fyrirtækis og allt farið úr böndunum. Pálmi segir í dag að menn fari í jólahlaðborð. Það heiti fínna nafni, en ef menn færu heim eftir jólahlaðborðið þá væri þetta allt í lagi. Hjörtur Magni ræður fólki á aðventunni að fara varlega og með sínum maka. Leita friðar og þess sem gefi frið og yfirvegun, ekki spennu og læti. Pálmi hvetur fólk til að vera heima með fjölskyldu, börnum og barnabörnum. Reyna að snerta hvert annað, elska og sýna hveru öðru í verki hvernig við elskum, virðum og treystum. Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á aðventunni hafa prestar í nógu að snúast við að hjálpa pörum sem rata í vanda. Makalaus vinnustaðapartí koma þar við sögu. Nú er allt í boði, tónleikar, allskyns viðburðir og svo jólaboð og jólahlaðborð að ónefndu öllu því sem að gera á heima fyrir. Þetta ætti að hinn skemmtilegasti tími en virðist eiga sínar dökku hliðar. Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, segist hafa fundið það að flest sálgæsluviðtöl vegna fjölskylduerfiðleika og ósættis á heimilum komi inn á hans borð á aðventunni. Í sama streng tekur Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju. Hann segir það því miður reynslu margra presta að aðventan fari oft í það að reyna að binda saman fjölskyldur sem séu að brotna vegna þess að það sé farið allt of hratt og yfir þau mörk sem trúnaður og skyldur eigi að leyfa. Makalaus vinnustaðapartí eru eitthvað sem fólk ætti að vara sig á og þar eru Íslenska þjóðin ekkert einsdæmi. Nýlega var til dæmis sagt frá því í Fréttablaðinu að danskir einkaspæjarar hafi óskaplega mikið að gera því fólk vill láta njósna um maka sína í jólaboðum. Pálmi segist gjarnan halda því fram að þau fyrirtæki sem séu að bjóða til jólafagnaða á aðvetunni eigi að bjóða starfsmanni og maka. Annað sé dónaskapur. Einhver hefði haldið að nú þegar jólahlaðborð hafa tekið við af jólaglöggspartýum hafi dregið úr vandræðunum. Hjörtur Magni segist hafa nokkur mál nú til úrvinnslu þar sem fólk hafi örþreytt eftir mikla spennu hellt í sig áfengi makalaust í boði fyrirtækis og allt farið úr böndunum. Pálmi segir í dag að menn fari í jólahlaðborð. Það heiti fínna nafni, en ef menn færu heim eftir jólahlaðborðið þá væri þetta allt í lagi. Hjörtur Magni ræður fólki á aðventunni að fara varlega og með sínum maka. Leita friðar og þess sem gefi frið og yfirvegun, ekki spennu og læti. Pálmi hvetur fólk til að vera heima með fjölskyldu, börnum og barnabörnum. Reyna að snerta hvert annað, elska og sýna hveru öðru í verki hvernig við elskum, virðum og treystum.
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira