Makalausar veislur til vandræða 17. desember 2006 19:18 Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á aðventunni hafa prestar í nógu að snúast við að hjálpa pörum sem rata í vanda. Makalaus vinnustaðapartí koma þar við sögu. Nú er allt í boði, tónleikar, allskyns viðburðir og svo jólaboð og jólahlaðborð að ónefndu öllu því sem að gera á heima fyrir. Þetta ætti að hinn skemmtilegasti tími en virðist eiga sínar dökku hliðar. Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, segist hafa fundið það að flest sálgæsluviðtöl vegna fjölskylduerfiðleika og ósættis á heimilum komi inn á hans borð á aðventunni. Í sama streng tekur Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju. Hann segir það því miður reynslu margra presta að aðventan fari oft í það að reyna að binda saman fjölskyldur sem séu að brotna vegna þess að það sé farið allt of hratt og yfir þau mörk sem trúnaður og skyldur eigi að leyfa. Makalaus vinnustaðapartí eru eitthvað sem fólk ætti að vara sig á og þar eru Íslenska þjóðin ekkert einsdæmi. Nýlega var til dæmis sagt frá því í Fréttablaðinu að danskir einkaspæjarar hafi óskaplega mikið að gera því fólk vill láta njósna um maka sína í jólaboðum. Pálmi segist gjarnan halda því fram að þau fyrirtæki sem séu að bjóða til jólafagnaða á aðvetunni eigi að bjóða starfsmanni og maka. Annað sé dónaskapur. Einhver hefði haldið að nú þegar jólahlaðborð hafa tekið við af jólaglöggspartýum hafi dregið úr vandræðunum. Hjörtur Magni segist hafa nokkur mál nú til úrvinnslu þar sem fólk hafi örþreytt eftir mikla spennu hellt í sig áfengi makalaust í boði fyrirtækis og allt farið úr böndunum. Pálmi segir í dag að menn fari í jólahlaðborð. Það heiti fínna nafni, en ef menn færu heim eftir jólahlaðborðið þá væri þetta allt í lagi. Hjörtur Magni ræður fólki á aðventunni að fara varlega og með sínum maka. Leita friðar og þess sem gefi frið og yfirvegun, ekki spennu og læti. Pálmi hvetur fólk til að vera heima með fjölskyldu, börnum og barnabörnum. Reyna að snerta hvert annað, elska og sýna hveru öðru í verki hvernig við elskum, virðum og treystum. Fréttir Innlent Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á aðventunni hafa prestar í nógu að snúast við að hjálpa pörum sem rata í vanda. Makalaus vinnustaðapartí koma þar við sögu. Nú er allt í boði, tónleikar, allskyns viðburðir og svo jólaboð og jólahlaðborð að ónefndu öllu því sem að gera á heima fyrir. Þetta ætti að hinn skemmtilegasti tími en virðist eiga sínar dökku hliðar. Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, segist hafa fundið það að flest sálgæsluviðtöl vegna fjölskylduerfiðleika og ósættis á heimilum komi inn á hans borð á aðventunni. Í sama streng tekur Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju. Hann segir það því miður reynslu margra presta að aðventan fari oft í það að reyna að binda saman fjölskyldur sem séu að brotna vegna þess að það sé farið allt of hratt og yfir þau mörk sem trúnaður og skyldur eigi að leyfa. Makalaus vinnustaðapartí eru eitthvað sem fólk ætti að vara sig á og þar eru Íslenska þjóðin ekkert einsdæmi. Nýlega var til dæmis sagt frá því í Fréttablaðinu að danskir einkaspæjarar hafi óskaplega mikið að gera því fólk vill láta njósna um maka sína í jólaboðum. Pálmi segist gjarnan halda því fram að þau fyrirtæki sem séu að bjóða til jólafagnaða á aðvetunni eigi að bjóða starfsmanni og maka. Annað sé dónaskapur. Einhver hefði haldið að nú þegar jólahlaðborð hafa tekið við af jólaglöggspartýum hafi dregið úr vandræðunum. Hjörtur Magni segist hafa nokkur mál nú til úrvinnslu þar sem fólk hafi örþreytt eftir mikla spennu hellt í sig áfengi makalaust í boði fyrirtækis og allt farið úr böndunum. Pálmi segir í dag að menn fari í jólahlaðborð. Það heiti fínna nafni, en ef menn færu heim eftir jólahlaðborðið þá væri þetta allt í lagi. Hjörtur Magni ræður fólki á aðventunni að fara varlega og með sínum maka. Leita friðar og þess sem gefi frið og yfirvegun, ekki spennu og læti. Pálmi hvetur fólk til að vera heima með fjölskyldu, börnum og barnabörnum. Reyna að snerta hvert annað, elska og sýna hveru öðru í verki hvernig við elskum, virðum og treystum.
Fréttir Innlent Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira