Makalausar veislur til vandræða 17. desember 2006 19:18 Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á aðventunni hafa prestar í nógu að snúast við að hjálpa pörum sem rata í vanda. Makalaus vinnustaðapartí koma þar við sögu. Nú er allt í boði, tónleikar, allskyns viðburðir og svo jólaboð og jólahlaðborð að ónefndu öllu því sem að gera á heima fyrir. Þetta ætti að hinn skemmtilegasti tími en virðist eiga sínar dökku hliðar. Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, segist hafa fundið það að flest sálgæsluviðtöl vegna fjölskylduerfiðleika og ósættis á heimilum komi inn á hans borð á aðventunni. Í sama streng tekur Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju. Hann segir það því miður reynslu margra presta að aðventan fari oft í það að reyna að binda saman fjölskyldur sem séu að brotna vegna þess að það sé farið allt of hratt og yfir þau mörk sem trúnaður og skyldur eigi að leyfa. Makalaus vinnustaðapartí eru eitthvað sem fólk ætti að vara sig á og þar eru Íslenska þjóðin ekkert einsdæmi. Nýlega var til dæmis sagt frá því í Fréttablaðinu að danskir einkaspæjarar hafi óskaplega mikið að gera því fólk vill láta njósna um maka sína í jólaboðum. Pálmi segist gjarnan halda því fram að þau fyrirtæki sem séu að bjóða til jólafagnaða á aðvetunni eigi að bjóða starfsmanni og maka. Annað sé dónaskapur. Einhver hefði haldið að nú þegar jólahlaðborð hafa tekið við af jólaglöggspartýum hafi dregið úr vandræðunum. Hjörtur Magni segist hafa nokkur mál nú til úrvinnslu þar sem fólk hafi örþreytt eftir mikla spennu hellt í sig áfengi makalaust í boði fyrirtækis og allt farið úr böndunum. Pálmi segir í dag að menn fari í jólahlaðborð. Það heiti fínna nafni, en ef menn færu heim eftir jólahlaðborðið þá væri þetta allt í lagi. Hjörtur Magni ræður fólki á aðventunni að fara varlega og með sínum maka. Leita friðar og þess sem gefi frið og yfirvegun, ekki spennu og læti. Pálmi hvetur fólk til að vera heima með fjölskyldu, börnum og barnabörnum. Reyna að snerta hvert annað, elska og sýna hveru öðru í verki hvernig við elskum, virðum og treystum. Fréttir Innlent Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á aðventunni hafa prestar í nógu að snúast við að hjálpa pörum sem rata í vanda. Makalaus vinnustaðapartí koma þar við sögu. Nú er allt í boði, tónleikar, allskyns viðburðir og svo jólaboð og jólahlaðborð að ónefndu öllu því sem að gera á heima fyrir. Þetta ætti að hinn skemmtilegasti tími en virðist eiga sínar dökku hliðar. Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, segist hafa fundið það að flest sálgæsluviðtöl vegna fjölskylduerfiðleika og ósættis á heimilum komi inn á hans borð á aðventunni. Í sama streng tekur Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju. Hann segir það því miður reynslu margra presta að aðventan fari oft í það að reyna að binda saman fjölskyldur sem séu að brotna vegna þess að það sé farið allt of hratt og yfir þau mörk sem trúnaður og skyldur eigi að leyfa. Makalaus vinnustaðapartí eru eitthvað sem fólk ætti að vara sig á og þar eru Íslenska þjóðin ekkert einsdæmi. Nýlega var til dæmis sagt frá því í Fréttablaðinu að danskir einkaspæjarar hafi óskaplega mikið að gera því fólk vill láta njósna um maka sína í jólaboðum. Pálmi segist gjarnan halda því fram að þau fyrirtæki sem séu að bjóða til jólafagnaða á aðvetunni eigi að bjóða starfsmanni og maka. Annað sé dónaskapur. Einhver hefði haldið að nú þegar jólahlaðborð hafa tekið við af jólaglöggspartýum hafi dregið úr vandræðunum. Hjörtur Magni segist hafa nokkur mál nú til úrvinnslu þar sem fólk hafi örþreytt eftir mikla spennu hellt í sig áfengi makalaust í boði fyrirtækis og allt farið úr böndunum. Pálmi segir í dag að menn fari í jólahlaðborð. Það heiti fínna nafni, en ef menn færu heim eftir jólahlaðborðið þá væri þetta allt í lagi. Hjörtur Magni ræður fólki á aðventunni að fara varlega og með sínum maka. Leita friðar og þess sem gefi frið og yfirvegun, ekki spennu og læti. Pálmi hvetur fólk til að vera heima með fjölskyldu, börnum og barnabörnum. Reyna að snerta hvert annað, elska og sýna hveru öðru í verki hvernig við elskum, virðum og treystum.
Fréttir Innlent Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira