Olíusamráðsdómur hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ 14. desember 2006 13:55 MYND/Vilhelm Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir fyrirliggjandi að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í máli Reykjavíkurborgar og Strætós á hendur stóru olíufélögunum vegna samráðs þeirra hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ enda séu málin keimlík. Hann býst við að mál bæjarins á hendur olíufélögunum verði tekið fyrir hjá dómstólum um miðjan febrúar en útilokar ekki að semja við olíufélögin um skaðabætur vegna samráðsins.Elliði segir að þegar sé búið að þingfesta mál Vestmannaeyjabæjar á hendur olíufélögunum og að krafa bæjarins hljóði upp á tæpar 29 milljónir króna. Þar sé miðað við þann afslátt sem bærinn hefði átt að fá á árabilinu 1997-2001 í tengslum við útboð á viðskiptum á eldsneyti og olíuvörum ef ekki hefði komið til samráð.Elliði segir mál Reykjavíkurborgar og Vestmannaeyjabæjar keimlík þar sem olíufélögin hafi samið að eitt félagið greiddi hinum tiltekna upphæð fyrir lítrann af eldsneyti sem það seldi til bæjarfélaganna gegn því að það fengi samninginn. Segir Elliði brot olíufélaganna grófara gegn Vestmannaeyjabæ þar sem greiðslan fyrir hvern lítra hafi verið hærri en í tilviki Reykjavíkurborgar.Elliði býst við að mál bæjarins á hendur olíufélögunum verði tekið fyrir hjá dómstólum um miðjan febrúar nema dómurinn í gær hafi vakið sáttahug hjá þeim og þau séu tilbúin til viðræðna við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum um skaðabætur. Hann útiloki ekki að sú leið verði farin.Fleiri aðilar velta nú fyrir sér málssókn á hendur olíufélögunum eftir dóm héraðsdóms í gær, þar á meðal Alcan og Icelandair. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir fyrirtækið vera að skoða dóminn en að engin ákvörðun liggi fyrir um hvort farið verði í mál. Þá sé ekki ljós hver krafan verði ef ákveðið verði að höfða mál.Svipuð svör var að fá hjá Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair. Hann bendir á að minnst sé á félagið í skýrslu samkeppnisyfirvalda um samráð olíufélaganna og að lagst verði yfir það á næstunni hvort mál verði höfðað fyrir dómsstólum og krafist skaðabóta. Samráð olíufélaga Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir fyrirliggjandi að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í máli Reykjavíkurborgar og Strætós á hendur stóru olíufélögunum vegna samráðs þeirra hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ enda séu málin keimlík. Hann býst við að mál bæjarins á hendur olíufélögunum verði tekið fyrir hjá dómstólum um miðjan febrúar en útilokar ekki að semja við olíufélögin um skaðabætur vegna samráðsins.Elliði segir að þegar sé búið að þingfesta mál Vestmannaeyjabæjar á hendur olíufélögunum og að krafa bæjarins hljóði upp á tæpar 29 milljónir króna. Þar sé miðað við þann afslátt sem bærinn hefði átt að fá á árabilinu 1997-2001 í tengslum við útboð á viðskiptum á eldsneyti og olíuvörum ef ekki hefði komið til samráð.Elliði segir mál Reykjavíkurborgar og Vestmannaeyjabæjar keimlík þar sem olíufélögin hafi samið að eitt félagið greiddi hinum tiltekna upphæð fyrir lítrann af eldsneyti sem það seldi til bæjarfélaganna gegn því að það fengi samninginn. Segir Elliði brot olíufélaganna grófara gegn Vestmannaeyjabæ þar sem greiðslan fyrir hvern lítra hafi verið hærri en í tilviki Reykjavíkurborgar.Elliði býst við að mál bæjarins á hendur olíufélögunum verði tekið fyrir hjá dómstólum um miðjan febrúar nema dómurinn í gær hafi vakið sáttahug hjá þeim og þau séu tilbúin til viðræðna við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum um skaðabætur. Hann útiloki ekki að sú leið verði farin.Fleiri aðilar velta nú fyrir sér málssókn á hendur olíufélögunum eftir dóm héraðsdóms í gær, þar á meðal Alcan og Icelandair. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir fyrirtækið vera að skoða dóminn en að engin ákvörðun liggi fyrir um hvort farið verði í mál. Þá sé ekki ljós hver krafan verði ef ákveðið verði að höfða mál.Svipuð svör var að fá hjá Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair. Hann bendir á að minnst sé á félagið í skýrslu samkeppnisyfirvalda um samráð olíufélaganna og að lagst verði yfir það á næstunni hvort mál verði höfðað fyrir dómsstólum og krafist skaðabóta.
Samráð olíufélaga Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira