Báru skotheld vesti vegna líflátshótana 11. desember 2006 18:30 Allir lögreglumenn, á vakt í miðborginni um helgina, báru skotheld vesti og sérstakar kylfur vegna margítrekaðra líflátshótana. Hótanirnar eru teknar alvarlega, en þær berast í kjölfar þess að maður lést í vörslu lögreglu í lok nóvember. Fleiri en ein líflátshótun hafa borist lögreglu frá hópi manna vegna mannsins sem lést eftir hjartastopp en meðal þeirra eru þekktir ofbeldismenn og handrukkarar. Maðurinn hafði verið gestur á Hótel Sögu þar sem hann var með ólæti, truflaði hótelgesti og kastaði til húsgögnum. Lögregla kom á staðinn, setti manninn í handjárn og flutti hann á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Í lögreglubílnum fékk hann hjartastopp en sjúkraliða tókst að lífga manninn við og var hann fluttur á gjörgæslu þar sem hann lést tæpri viku síðar. Mótmælastaða var við lögreglustöðina á Hverfisgötu í síðustu viku vegna þessa þar sem var hópur fólks auk nokkurra stóra hunda og hafa líflátshótanir borist lögreglu. Hótanirnar eru teknar mjög alvarlega og klæddust lögreglumenn í miðbænum um helgina vestum til að verjast skotum og hnífsstungum. Eins báru þeir stórar kylfur sér til varnar. Þá var viðbúnaður aukinn í miðbænum, fleiri lögreglumenn voru á vakt og var bætt við einum stórum lögreglubíl. Niðurstöðum krufingar er að vænta innan skamms en þá mun dánarorsök mannsins verða ljós. Embætti ríkislögreglustjóra fer með rannsókn málsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Allir lögreglumenn, á vakt í miðborginni um helgina, báru skotheld vesti og sérstakar kylfur vegna margítrekaðra líflátshótana. Hótanirnar eru teknar alvarlega, en þær berast í kjölfar þess að maður lést í vörslu lögreglu í lok nóvember. Fleiri en ein líflátshótun hafa borist lögreglu frá hópi manna vegna mannsins sem lést eftir hjartastopp en meðal þeirra eru þekktir ofbeldismenn og handrukkarar. Maðurinn hafði verið gestur á Hótel Sögu þar sem hann var með ólæti, truflaði hótelgesti og kastaði til húsgögnum. Lögregla kom á staðinn, setti manninn í handjárn og flutti hann á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Í lögreglubílnum fékk hann hjartastopp en sjúkraliða tókst að lífga manninn við og var hann fluttur á gjörgæslu þar sem hann lést tæpri viku síðar. Mótmælastaða var við lögreglustöðina á Hverfisgötu í síðustu viku vegna þessa þar sem var hópur fólks auk nokkurra stóra hunda og hafa líflátshótanir borist lögreglu. Hótanirnar eru teknar mjög alvarlega og klæddust lögreglumenn í miðbænum um helgina vestum til að verjast skotum og hnífsstungum. Eins báru þeir stórar kylfur sér til varnar. Þá var viðbúnaður aukinn í miðbænum, fleiri lögreglumenn voru á vakt og var bætt við einum stórum lögreglubíl. Niðurstöðum krufingar er að vænta innan skamms en þá mun dánarorsök mannsins verða ljós. Embætti ríkislögreglustjóra fer með rannsókn málsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira