Tekist á um hæfi Ríkislögreglustjóra til rannsóknar 11. desember 2006 16:37 MYND/Róbert Tekist var á um það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hvort embætti Ríkislögreglustjóra væri hæft til að rannsaka skattamál fimm manna tengdum Baugi vegna yfirlýsinga yfirmanna hjá embættinu í fjölmiðlum.Um er að ræða einn anga Baugmálsins sem haldið var áfram í dag eftir að lögmenn fimmmenninganna ákváðu að áfrýja ekki dómi héraðsdóms um að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, skyldu ekki bera vitni í málinu.Málið snýst um meint skattalagbrot Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóhannesar Jónssonar, Kristínar Jóhannesdóttur, Tryggva Jónssonar og Stefáns Hilmarssonar, sem öllu eru eða voru tengd Baugi. Lögmenn þeirra fara fram á það að rannsókn ríkislögreglustjóra á málinu verði dæmd ólögmæt en til vara að héraðsdómur úrskurði að forsvarsmönnum embættis Ríkislögreglustjóra, Haraldi Johannessen og Jóni H. B. Snorrasyni, og þar með öllum starfsmönnum embættisins, verði skylt að víkja sæti í málinu.Í rökstuðningi sínum vísa lögmenn fimmmenninganna til þess að embætti Ríkislögreglustjóra hafi þegar tekið afstöðu til sektar þeirra og brotið þannig gegn reglu um að sakborningar teljist saklausir uns sekt þeirra hafi verið sönnuð. Vísa lögmennirnir meðal annars til orða bæði Haraldar í Blaðinu máli sínu til stuðnings. Þá segja þeir einnig að forsvarsmenn Ríkislögreglustjóra hafi lýst sig vanhæfa til að fara málin á hendur Baugsmönnum.Jón H. B. Snorrason stóð fyrir vörnum í héraðsdómi í dag og sagði að rangt hefði verið haft eftir Haraldi í Blaðinu. Þá sagði hann misskilning að ummæli ríkislögreglustjóra í fréttum Stöðvar 2 11. október í fyrra fælu í sér yfirlýsingar um vanhæfi. Sagði hann enn fremur að yfirmenn Ríkislögreglustjóra gætu ekki borið ábyrgð á framsetningu blaðamanna.Það kemur í hlut Eggert Óskarsson héraðdsómara að kveða upp úrskurð í málinu en ekki liggur fyrior hvenær það verður gert. Baugsmálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Tekist var á um það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hvort embætti Ríkislögreglustjóra væri hæft til að rannsaka skattamál fimm manna tengdum Baugi vegna yfirlýsinga yfirmanna hjá embættinu í fjölmiðlum.Um er að ræða einn anga Baugmálsins sem haldið var áfram í dag eftir að lögmenn fimmmenninganna ákváðu að áfrýja ekki dómi héraðsdóms um að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, skyldu ekki bera vitni í málinu.Málið snýst um meint skattalagbrot Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóhannesar Jónssonar, Kristínar Jóhannesdóttur, Tryggva Jónssonar og Stefáns Hilmarssonar, sem öllu eru eða voru tengd Baugi. Lögmenn þeirra fara fram á það að rannsókn ríkislögreglustjóra á málinu verði dæmd ólögmæt en til vara að héraðsdómur úrskurði að forsvarsmönnum embættis Ríkislögreglustjóra, Haraldi Johannessen og Jóni H. B. Snorrasyni, og þar með öllum starfsmönnum embættisins, verði skylt að víkja sæti í málinu.Í rökstuðningi sínum vísa lögmenn fimmmenninganna til þess að embætti Ríkislögreglustjóra hafi þegar tekið afstöðu til sektar þeirra og brotið þannig gegn reglu um að sakborningar teljist saklausir uns sekt þeirra hafi verið sönnuð. Vísa lögmennirnir meðal annars til orða bæði Haraldar í Blaðinu máli sínu til stuðnings. Þá segja þeir einnig að forsvarsmenn Ríkislögreglustjóra hafi lýst sig vanhæfa til að fara málin á hendur Baugsmönnum.Jón H. B. Snorrason stóð fyrir vörnum í héraðsdómi í dag og sagði að rangt hefði verið haft eftir Haraldi í Blaðinu. Þá sagði hann misskilning að ummæli ríkislögreglustjóra í fréttum Stöðvar 2 11. október í fyrra fælu í sér yfirlýsingar um vanhæfi. Sagði hann enn fremur að yfirmenn Ríkislögreglustjóra gætu ekki borið ábyrgð á framsetningu blaðamanna.Það kemur í hlut Eggert Óskarsson héraðdsómara að kveða upp úrskurð í málinu en ekki liggur fyrior hvenær það verður gert.
Baugsmálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira