Yfirréttur í Englandi ógildir meiðyrðadóm gegn Hannesi 8. desember 2006 15:05 Yfirréttur í Lundúnum ógilti í dag dóm sem felldur var sumarið 2005 í meiðyrðamáli Jóns Ólafssonar á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. Fram kemur í tilkynningu frá Heimi Erni Herbertssyni, lögmanni Hannesar, að í dóminum hafi verið tekið undir þau rök Hannesar að stefna í málinu hefði ekki verið birt Hannesi réttilega samkvæmt íslenskum lögum. Yfirrétturinn hafnaði þannig niðurstöðu ensks undirréttar frá því í maí sem hafði talið sér heimilt að veita undanþágu frá hinum íslensku reglum um löglega birtingu stefnu.Jón Ólafsson höfðaði mál á hendur Hannesi sumarið 2004 vegna orða sem Hannes hafði látið falla um Jón á ráðstefnu í Reykholti árið 1999 og birt voru á heimasíðu Hannesar. Hannes tók ekki til varna í málinu í Bretlandi þar sem bæði lögfræðingur Háskóla Íslands og í dómsmálaráðuneytinu töldu að málinu yrði vísað frá. Hins vegar var Hannes í fyrra dæmdur til að greiða Jóni 11 milljónir króna í sekt vegna ummælanna og var fjárnám gert í eigum Hannesar með skuldabréfi sem Hannes hafði fengið vegna sölu á húsi sínu að Hringbraut 24.Hannes bar það svo undir Héraðsdóm Reykjavíkur hvort fjárnámið væri lögmætt og krafðist þess að umræddur útivistardómur í Bretlandi yrði ekki fullnustaður hér á landi. Sú krafa byggðist meðal annars á því að dómurinn væri ógildur.Um leið fóru lögmenn Hannesar fram á það við dómstól í Bretlandi að úrskurðað yrði hvort dómurinn væri ógildur eða ekki. Hann var svo ógildur í yfirrétti í Lundúnum í dag og segir í tilkynningu lögmanns Hannesar að ranglega hafi verið staðiðð að málarekstrinum í upphafi sem leiði til þessarar niðurstöðu. „Af því leiðir að enginn grundvöllur er fyrir fjárnámsgerðinni á hendur Hannesi Hólmsteini og væntir hann þess að hún verði felld niður," segir í yfirlýsingunni. Dómsmál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Yfirréttur í Lundúnum ógilti í dag dóm sem felldur var sumarið 2005 í meiðyrðamáli Jóns Ólafssonar á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. Fram kemur í tilkynningu frá Heimi Erni Herbertssyni, lögmanni Hannesar, að í dóminum hafi verið tekið undir þau rök Hannesar að stefna í málinu hefði ekki verið birt Hannesi réttilega samkvæmt íslenskum lögum. Yfirrétturinn hafnaði þannig niðurstöðu ensks undirréttar frá því í maí sem hafði talið sér heimilt að veita undanþágu frá hinum íslensku reglum um löglega birtingu stefnu.Jón Ólafsson höfðaði mál á hendur Hannesi sumarið 2004 vegna orða sem Hannes hafði látið falla um Jón á ráðstefnu í Reykholti árið 1999 og birt voru á heimasíðu Hannesar. Hannes tók ekki til varna í málinu í Bretlandi þar sem bæði lögfræðingur Háskóla Íslands og í dómsmálaráðuneytinu töldu að málinu yrði vísað frá. Hins vegar var Hannes í fyrra dæmdur til að greiða Jóni 11 milljónir króna í sekt vegna ummælanna og var fjárnám gert í eigum Hannesar með skuldabréfi sem Hannes hafði fengið vegna sölu á húsi sínu að Hringbraut 24.Hannes bar það svo undir Héraðsdóm Reykjavíkur hvort fjárnámið væri lögmætt og krafðist þess að umræddur útivistardómur í Bretlandi yrði ekki fullnustaður hér á landi. Sú krafa byggðist meðal annars á því að dómurinn væri ógildur.Um leið fóru lögmenn Hannesar fram á það við dómstól í Bretlandi að úrskurðað yrði hvort dómurinn væri ógildur eða ekki. Hann var svo ógildur í yfirrétti í Lundúnum í dag og segir í tilkynningu lögmanns Hannesar að ranglega hafi verið staðiðð að málarekstrinum í upphafi sem leiði til þessarar niðurstöðu. „Af því leiðir að enginn grundvöllur er fyrir fjárnámsgerðinni á hendur Hannesi Hólmsteini og væntir hann þess að hún verði felld niður," segir í yfirlýsingunni.
Dómsmál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira