Ker sýknað af skaðabótakröfu tengdri samráði 6. desember 2006 15:22 MYND/Heiða Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Ker af kröfu Sigurðar Hreinssonar frá Húsavík um bætur vegna þess skaða sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna samráðs stóru olíufélaganna. Þetta er fyrsti dómur sem fellur í máli tengdu samráði olíufélaganna.Sigurður höfðaði málið og fór fram á það að Ker hf., sem er fyrrverandi eigandi Olíufélagsins Esso, greiddi sér um 180 þúsund krónur í bætur vegna þess að hann hefði þurft að greiða of hátt verð fyrir bensín sem hann keypti af Esso á árunum 1995 til 2001. Málið höfðaði hann eftir að Neytendasamtökin höfðu bent fólki á að sækja rétt sinn gagnvart félögunum.Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að skort hafi verulega á stefnandi hafi sýnt fram á tjón sitt með tiltækum aðferðum og gögnum, svo sem með beiðni um dómkvaðningu matsmanna. Var því Ker hf. sýknað af kröfum hans og sömuleiðis varakröfum og þrautavarakröfum sem hann lagði fram. Steinar Þór Guðgeirsson, lögmaður Sigurðar, sagði í samtali við fréttastofu að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Málið er talið hafa fordæmisgildi enda hefur Lögfræðistofa Reykjavíkur, þar sem Steinar vinnur, um 150 mál á sínum snærum frá einstaklingum sem telja að brotið hafi verið á sér með samráðinu. Samráð olíufélaga Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Ker af kröfu Sigurðar Hreinssonar frá Húsavík um bætur vegna þess skaða sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna samráðs stóru olíufélaganna. Þetta er fyrsti dómur sem fellur í máli tengdu samráði olíufélaganna.Sigurður höfðaði málið og fór fram á það að Ker hf., sem er fyrrverandi eigandi Olíufélagsins Esso, greiddi sér um 180 þúsund krónur í bætur vegna þess að hann hefði þurft að greiða of hátt verð fyrir bensín sem hann keypti af Esso á árunum 1995 til 2001. Málið höfðaði hann eftir að Neytendasamtökin höfðu bent fólki á að sækja rétt sinn gagnvart félögunum.Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að skort hafi verulega á stefnandi hafi sýnt fram á tjón sitt með tiltækum aðferðum og gögnum, svo sem með beiðni um dómkvaðningu matsmanna. Var því Ker hf. sýknað af kröfum hans og sömuleiðis varakröfum og þrautavarakröfum sem hann lagði fram. Steinar Þór Guðgeirsson, lögmaður Sigurðar, sagði í samtali við fréttastofu að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Málið er talið hafa fordæmisgildi enda hefur Lögfræðistofa Reykjavíkur, þar sem Steinar vinnur, um 150 mál á sínum snærum frá einstaklingum sem telja að brotið hafi verið á sér með samráðinu.
Samráð olíufélaga Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira