Böðullinn er hættur við að hætta 28. nóvember 2006 20:30 Böðullinn ætlar að bæta einni rós í hnappagatið áður en hann leggur hanskana endanlega á hilluna NordicPhotos/GettyImages "Böðullinn" Bernard Hopkins hefur nú ákveðið að hætta við að leggja hanskana á hilluna og segist ætla að berjast um heimsmeistaratitilinn í þungavigt að þessu sinni. Hopkins er 41 árs gamall og hætti í júní sl. eftir góðan sigur á Antonio Tarver, en hann segist nú ætla að halda uppi heiðri Bandaríkjanna í þungavigtinni. Hopkins hefur aldrei áður keppt í þungavigt, en þessi mikli meistari hefur unnið allt sem hægt er að vinna í léttari deildunum. Hann ætlar nú að feta í fótspor manna eins og Roy Jones Jr. og verða meistari í þungavigt. Hann setur stefnuna á að keppa við WBC meistarann Oleg Maskaev frá Kasakstan. "Ég vil verða heimsmeistari í þungavigt og vil koma titlinum aftur til Bandaríkjanna. Ég ætla að vera maðurinn sem allir munu segja að hafi bjargað heiðri bandarískra þungavigtarmanna," sagði Hopkins brattur, en hann hafði lofað móður sinni að keppa ekki fram yfir fertugt áður en hún lést á sínum tíma. Hopkins vantar enn rúm 20 pund í að geta talist þungavigtarmaður í hnefaleikum, en hefur þó þegar þyngt sig um ein 20 pund síðan hann keppti í sumar. Hann segist ætlað verða orðinn þungavigtarmaður áður en árið líður, en talsmaður Maskaev er ekki hrifinn af hugmynd Hopkins um að fara svo snögglega upp um þyngdarflokka. "Hann er alls ekki tilbúinn til að fara í þungavigtina og er enginn maður í að taka við þeim höggum sem þar lenda á mönnum," sagði Sam Garner, sem starfar hjá umboðsmanni Maskaev - en Hopkins er hvergi smeykur. "Auðvitað er þetta áhætta, en það er áhættan sem gerir það að verkum að mig langar að reyna þetta. Ég veit að lítil mistök geta þýtt að ég er dauður," sagði Hopkins, sem varði millivigtartitil sinn 20 sinnum á árunum 1995-2005 áður en hann tapaði tveimur umdeildum bardögum við Jermain Taylor, núverandi meistara. Ef ekki verður af bardaganum við Maskaev segir Hopkins að hann muni skora á breska boxarann Joe Calzaghe, þó ekki væri nema til að hindra hann í að slá met sitt í flestum titilvörnum á ferlinum. Calzaghe berst við Peter Manfredo Jr. í New York í mars og þá getur hann varið titil sinn í 20. skipti líkt og Hopkins, en það er met. Hvað svo sem verður er Hopkins staðráðinn í því að það sé báðum þessum hnefaleikurum í hag að berjast við sig, hvor svo sem það verður. "Það getur hvaða maður sem er sigrað meistara - en aðeins útvaldir geta sigrað goðsögn," sagði Hopkins. Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira
"Böðullinn" Bernard Hopkins hefur nú ákveðið að hætta við að leggja hanskana á hilluna og segist ætla að berjast um heimsmeistaratitilinn í þungavigt að þessu sinni. Hopkins er 41 árs gamall og hætti í júní sl. eftir góðan sigur á Antonio Tarver, en hann segist nú ætla að halda uppi heiðri Bandaríkjanna í þungavigtinni. Hopkins hefur aldrei áður keppt í þungavigt, en þessi mikli meistari hefur unnið allt sem hægt er að vinna í léttari deildunum. Hann ætlar nú að feta í fótspor manna eins og Roy Jones Jr. og verða meistari í þungavigt. Hann setur stefnuna á að keppa við WBC meistarann Oleg Maskaev frá Kasakstan. "Ég vil verða heimsmeistari í þungavigt og vil koma titlinum aftur til Bandaríkjanna. Ég ætla að vera maðurinn sem allir munu segja að hafi bjargað heiðri bandarískra þungavigtarmanna," sagði Hopkins brattur, en hann hafði lofað móður sinni að keppa ekki fram yfir fertugt áður en hún lést á sínum tíma. Hopkins vantar enn rúm 20 pund í að geta talist þungavigtarmaður í hnefaleikum, en hefur þó þegar þyngt sig um ein 20 pund síðan hann keppti í sumar. Hann segist ætlað verða orðinn þungavigtarmaður áður en árið líður, en talsmaður Maskaev er ekki hrifinn af hugmynd Hopkins um að fara svo snögglega upp um þyngdarflokka. "Hann er alls ekki tilbúinn til að fara í þungavigtina og er enginn maður í að taka við þeim höggum sem þar lenda á mönnum," sagði Sam Garner, sem starfar hjá umboðsmanni Maskaev - en Hopkins er hvergi smeykur. "Auðvitað er þetta áhætta, en það er áhættan sem gerir það að verkum að mig langar að reyna þetta. Ég veit að lítil mistök geta þýtt að ég er dauður," sagði Hopkins, sem varði millivigtartitil sinn 20 sinnum á árunum 1995-2005 áður en hann tapaði tveimur umdeildum bardögum við Jermain Taylor, núverandi meistara. Ef ekki verður af bardaganum við Maskaev segir Hopkins að hann muni skora á breska boxarann Joe Calzaghe, þó ekki væri nema til að hindra hann í að slá met sitt í flestum titilvörnum á ferlinum. Calzaghe berst við Peter Manfredo Jr. í New York í mars og þá getur hann varið titil sinn í 20. skipti líkt og Hopkins, en það er met. Hvað svo sem verður er Hopkins staðráðinn í því að það sé báðum þessum hnefaleikurum í hag að berjast við sig, hvor svo sem það verður. "Það getur hvaða maður sem er sigrað meistara - en aðeins útvaldir geta sigrað goðsögn," sagði Hopkins.
Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira