Tottenham með fullt hús stiga

Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham er með fullt hús stiga í riðli sínum í Evrópukeppni félagsliða eftir góðan 1-0 útisigur á Bayer Leverkusen í kvöld og er liðið fyrir vikið öruggt með sæti í 32-liða úrslitum. Það var fyrrum leikmaður Leverkusen, Dimitar Berbatov, sem gerði sigurmark enska liðsins í fyrri hálfleik. Bæði lið fengu fjölda marktækifæra og fóru þeir Robbie Keane og Berbatov til að mynda oftar en einu sinni mjög illa með dauðafæri.