Sjö ára fangelsi fyrir amfetamínsmygl 23. nóvember 2006 15:57 Tveir Litháar voru í dag dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að reyna að smygla tæpum tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í sumar. Litháarnir tveir, sem eru báðir á fertugsaldri, reyndu að smygla efninu í eldsneytistanki bifreiðar í ferjunni en efnið fannst við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar. Talið er víst að efnið hafi verið ætlað til sölu. Mennirnir heita Sarūnas Budvytis og Virūnas Kavalčiukas. Þeir komu með Norrænu til Seyðisfjarðar að morgni fimmtudagsins 6. júlí og þegar verið var að tollafgreiða ferjuna færðu þeir VW Passat skutbifreið sína að grænu hliði án þess að vita að tollverðir hefðu ákveðið að skoða bílinn. Í ljós kom að Virūnas var ekki á farþegalista, heldur landi hans, Arvydas Kepalas, búsettur í Norwich á Englandi, sem einnig var eigandi bifreiðarinnar samkvæmt breskum heimildarskjölum. Sarūnas gaf þá skýringu á þessu að hann hefði keypt bifreiðina þremur mánuðum áður og væri því réttur eigandi hennar. Við skoðun í farþegarými sáust fjögur ilmspjöld við aftursæti og í farangursgeymslu. Þetta vakti grunsemdir tollvarða ásamt því mennirnir virtust stressaðir. Þá gáfu þeir ekki trúverðugar skýringar á ferðum sínum og sögðust enga þekkja á Íslandi og hvorki vita hvar þeir ætluðu að gista né hvað þeir myndu skoða á þeirri viku, sem þeir ætluðu að dvelja hér á landi sem almennir ferðamenn.Við nánari leit í bifreiðinni hafi fundist átta 1,5 lítra plastflöskur, fylltar með hvítu dufti, sem komið hafði verið vandlega fyrir í eldsneytistanki. Litháarnir tveir könnuðust hins vegar ekki við að neitt væri falið í tankinum. Mennirnir voru í kjölfarið handteknir og hafa síðan setið í gæsluvarðhaldi.Dóminum þótti sannað að mennirnir hefðu staðið á innflutningnum á amfetamíninu sem samkvæmt matsgerð reyndist mjög sterkt. Segir í dómnum að ljóst sé að hefði ákærðu tekist ætlunarverk sitt, megi gróflega áætla að unnt hefði verið að drýgja amfetamínið og fá úr því um eða yfir 30 kíló af efni, með ríflega minni styrkleika, til söludreifingar.Mennirnir höfðu báðir hlotið refsidóma í öðrum ríkjum og þegar tekið hafði verið tillit til þess og þess um hversu mikið magn var að ræða þótti sjö ára fangelsi hæfileg refsing. Þá var allt efnið gert upptækt og sömuleiðis bíll mannanna. Einn þriggja dómara vildi þyngja refsinguna og dæma mennina í átta ára fangelsi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Tveir Litháar voru í dag dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að reyna að smygla tæpum tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í sumar. Litháarnir tveir, sem eru báðir á fertugsaldri, reyndu að smygla efninu í eldsneytistanki bifreiðar í ferjunni en efnið fannst við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar. Talið er víst að efnið hafi verið ætlað til sölu. Mennirnir heita Sarūnas Budvytis og Virūnas Kavalčiukas. Þeir komu með Norrænu til Seyðisfjarðar að morgni fimmtudagsins 6. júlí og þegar verið var að tollafgreiða ferjuna færðu þeir VW Passat skutbifreið sína að grænu hliði án þess að vita að tollverðir hefðu ákveðið að skoða bílinn. Í ljós kom að Virūnas var ekki á farþegalista, heldur landi hans, Arvydas Kepalas, búsettur í Norwich á Englandi, sem einnig var eigandi bifreiðarinnar samkvæmt breskum heimildarskjölum. Sarūnas gaf þá skýringu á þessu að hann hefði keypt bifreiðina þremur mánuðum áður og væri því réttur eigandi hennar. Við skoðun í farþegarými sáust fjögur ilmspjöld við aftursæti og í farangursgeymslu. Þetta vakti grunsemdir tollvarða ásamt því mennirnir virtust stressaðir. Þá gáfu þeir ekki trúverðugar skýringar á ferðum sínum og sögðust enga þekkja á Íslandi og hvorki vita hvar þeir ætluðu að gista né hvað þeir myndu skoða á þeirri viku, sem þeir ætluðu að dvelja hér á landi sem almennir ferðamenn.Við nánari leit í bifreiðinni hafi fundist átta 1,5 lítra plastflöskur, fylltar með hvítu dufti, sem komið hafði verið vandlega fyrir í eldsneytistanki. Litháarnir tveir könnuðust hins vegar ekki við að neitt væri falið í tankinum. Mennirnir voru í kjölfarið handteknir og hafa síðan setið í gæsluvarðhaldi.Dóminum þótti sannað að mennirnir hefðu staðið á innflutningnum á amfetamíninu sem samkvæmt matsgerð reyndist mjög sterkt. Segir í dómnum að ljóst sé að hefði ákærðu tekist ætlunarverk sitt, megi gróflega áætla að unnt hefði verið að drýgja amfetamínið og fá úr því um eða yfir 30 kíló af efni, með ríflega minni styrkleika, til söludreifingar.Mennirnir höfðu báðir hlotið refsidóma í öðrum ríkjum og þegar tekið hafði verið tillit til þess og þess um hversu mikið magn var að ræða þótti sjö ára fangelsi hæfileg refsing. Þá var allt efnið gert upptækt og sömuleiðis bíll mannanna. Einn þriggja dómara vildi þyngja refsinguna og dæma mennina í átta ára fangelsi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent