Niðurskurður og sumarlokanir hjá SHA 23. nóvember 2006 10:59 Stjórnendur Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar (SHA) á Akranesi undirbúa nú aðgerðir til þess að bregðast við hallarekstri á undanförnum tveimur árum. Frá þessu er greint á Fréttavef Skessuhorns. Óskir um aukin fjárframlög hafa engar undirtektir hlotið og því má nú búast við fækkun aðgerða og sumarlokunum deilda. Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri SHA, segir í samtali við Skessuhorn, að fækkun starfsfólks sé síðasta úrræðið sem gripið verður til. Á sama tíma og ekki er orðið við fjárveitingarbeiðnum SHA er öðrum heilbrigðisstofnunum veittar hundruðir milljóna á fjáraukalögum vegna hallareksturs. Á þessu ári stefnir í að hallinn verði 42-43 milljónir króna og 67 milljóna króna halli varðaf rekstri SHA á síðasta ári. Í fjáraukalögum ársins 2006 sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi er ekki gert ráð fyrir fjárframlögum til þess að mæta hallarekstri SHA. Á sama tíma er lagt til að veittar verði 120 milljónir króna til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 1.000 milljónum til Landspítala-háskólasjúkrahúss, 93,6 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Austurlands, 144,7 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, 167,2 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og 73,2 milljónir króna til St. Jósefsspítala í Hafnarfirði auk fjárveitinga til minni heilbrigðisstofnana. Allar eru þessar fjárveitingar ætlaðar til þess að mæta aukinni þörf á rekstrarfjármagni. Þá má nefna að í breytingartillögum við fjárlagafrumvarp næsta árs er bætt 100 milljónum króna til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Guðjón Brjánsson segir í samtali við Skessuhorn að á undanförnum mánuðum hafi vandi SHA verið kynntur fyrir heilbrigðisyfirvöldum, fjárveitinganefnd og þingmönnum Norðvesturkjördæmis þannig að vandi stofnunarinnar sé öllum ljós. Niðurstaðan sé hins vegar sú að ekki er lagt til aukið fjármagn til rekstursins og það séu skýr skilaboð til stjórnenda hennar. Því standi stjórnendur nú frammi fyrir því að þurfa að bregast við og nú séu tillögur í því efni í mótun. Á árinu 2004 fékk SHA hvatningarverðlaun fjármálaráðuneytisins í tengslum við útnefningu fyrirmyndarstofnunar í ríkisrekstri og var það í fyrsta skipti sem heilbrigðisstofnun kom til álita í þessu sambandi. Aðspurður hvort að bættur rekstur stofnunarinnar sé nú að koma í bakið á þeim sem þurfa að nýta þjónustu hennar með minnkandi fjárframlögum á sama tíma og öðrum stofnunum eru veittar ríflegar aukafjárveitingar vill Guðjón ekki tjá sig. Fjárveitingarvaldið ráði ferðinni og stjórnendur SHA telji sig þurfa að fara að fjárlögum og því þurfi nú að bregðast við að óbreyttu. Heilbrigðismál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Stjórnendur Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar (SHA) á Akranesi undirbúa nú aðgerðir til þess að bregðast við hallarekstri á undanförnum tveimur árum. Frá þessu er greint á Fréttavef Skessuhorns. Óskir um aukin fjárframlög hafa engar undirtektir hlotið og því má nú búast við fækkun aðgerða og sumarlokunum deilda. Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri SHA, segir í samtali við Skessuhorn, að fækkun starfsfólks sé síðasta úrræðið sem gripið verður til. Á sama tíma og ekki er orðið við fjárveitingarbeiðnum SHA er öðrum heilbrigðisstofnunum veittar hundruðir milljóna á fjáraukalögum vegna hallareksturs. Á þessu ári stefnir í að hallinn verði 42-43 milljónir króna og 67 milljóna króna halli varðaf rekstri SHA á síðasta ári. Í fjáraukalögum ársins 2006 sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi er ekki gert ráð fyrir fjárframlögum til þess að mæta hallarekstri SHA. Á sama tíma er lagt til að veittar verði 120 milljónir króna til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 1.000 milljónum til Landspítala-háskólasjúkrahúss, 93,6 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Austurlands, 144,7 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, 167,2 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og 73,2 milljónir króna til St. Jósefsspítala í Hafnarfirði auk fjárveitinga til minni heilbrigðisstofnana. Allar eru þessar fjárveitingar ætlaðar til þess að mæta aukinni þörf á rekstrarfjármagni. Þá má nefna að í breytingartillögum við fjárlagafrumvarp næsta árs er bætt 100 milljónum króna til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Guðjón Brjánsson segir í samtali við Skessuhorn að á undanförnum mánuðum hafi vandi SHA verið kynntur fyrir heilbrigðisyfirvöldum, fjárveitinganefnd og þingmönnum Norðvesturkjördæmis þannig að vandi stofnunarinnar sé öllum ljós. Niðurstaðan sé hins vegar sú að ekki er lagt til aukið fjármagn til rekstursins og það séu skýr skilaboð til stjórnenda hennar. Því standi stjórnendur nú frammi fyrir því að þurfa að bregast við og nú séu tillögur í því efni í mótun. Á árinu 2004 fékk SHA hvatningarverðlaun fjármálaráðuneytisins í tengslum við útnefningu fyrirmyndarstofnunar í ríkisrekstri og var það í fyrsta skipti sem heilbrigðisstofnun kom til álita í þessu sambandi. Aðspurður hvort að bættur rekstur stofnunarinnar sé nú að koma í bakið á þeim sem þurfa að nýta þjónustu hennar með minnkandi fjárframlögum á sama tíma og öðrum stofnunum eru veittar ríflegar aukafjárveitingar vill Guðjón ekki tjá sig. Fjárveitingarvaldið ráði ferðinni og stjórnendur SHA telji sig þurfa að fara að fjárlögum og því þurfi nú að bregðast við að óbreyttu.
Heilbrigðismál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira